Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Ef þetta var eins og hinn finnski sérfræðingur lýsir þá vaknar spurning um það af hverju FME um miðjan ágúst 2008 sagði alla viðskiptabankana fjóra standast álagspróf FME. 

Skýrsla Finnans bendir til að stjórnvöld hafi vitað miklu meir en maður gerði sér grein fyrir. Og gerðu samt ekkert, eða a.m.k. lítið. Í Fréttablaðinu í dag er skýrt frá því hvernig lánveitingar bankanna til fyrirtækja í eigu bankaráðsmanna, þ.e. eigenda, stórjukust á árinu 2008. Það bendir til að eigendur hafi vitað hvert stefndi og notfærðu sér óspart.

Það er eins gott að búið er að ráða Evu Jolie hér til verka og að verið er að fjölga starfsmönnum hjá sérstökum saksóknara.


mbl.is Gagnrýnir áhættu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín ágæta Dögg. Ég tel að þessum spurningum þínum eigi aðallega eftirfarandi aðilar að svara: Jónas Friðrik Jónsson ( Magnússonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins ) , Geir Hilmar Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri. Ég fagna því svo innilega með þér og allri þjóðinni, að Eva Jolie er komin hér til starfa og að hinn mjög svo sérstaki saksóknari fái meiri mannskap.  

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú málið.  Það er, að maður veit svo lítið hvað var að gerast á bak við tjöldin í þessu efni.  Hefur ekki heildarmyndina heldur aðeins brot og brot og verður að geta í eyðurnar.

Smá saman hef ég komist að því, að stjórnvöld og stofnanir þess hljóti að hafa vitað mun meira og mun fyrr en sagt hefur verið.  Að allt kerfið stefndi í mikið óefni og mikil hætta væri á ferðum.   Hlýtur bara að vera.

En svo virðist sem tekin hafi verið ákvörðun um að halda adlitinu útávið og berjast á móti níðþungum straumnum til síðustu stundar.

Eftir því sem mánuðirnir og árin líða bætast púsluspil við  til að bæta inní myndina.  Kannski fær maður einhverntíman að sjá hvernig myndin raunverulega leit út.  Kannski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 391717

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband