Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gordon Brown

sýndi ótrúlega framkomu í garð vina- og bandalagsþjóðar þegar umdeildum hryðjuverkalögum var beitt gegn okkur. Og allt gerði hann þetta til að auka vinsældir heima fyrir, sem voru í lágmarki. Sagan hefur sýnt að þeir sem koma með þessum hætti fram við aðra fá með einum eða öðrum hætti makleg málagjöld. Og það bara má ekki gerast að við missum af því að láta á þetta athæfi reyna fyrir breskum dómstólum. Hver þau stjórnvöld sem ekki eru að gera það sem þeim ber í upplýsingagjöf til lögmanna okkar i Bretlandi, sbr. umfjöllun Kastljóss á fimmtudagskvöld, verða að gjöra svo vel og taka sig saman í andlitinu og útvega lögmönnunum þau gögn sem þeir bíða eftir. Annað er óásættanlegt.
mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðraveldi? Karlaveldi?

Í fréttum kemur fram að neyðarstjórn kvenna hafi "brennt feðraveldinu" í tunnum fyrir utan Alþingishúsið í dag. Hvaða feðraveldi? Meina þær ekki karlaveldi? Hér er ekki feðraveldi gagnvart börnum heldur mæðraveldi. Er nú ekki rétt að nota rétt hugtök í þessu? Og karlaveldinu má alveg brenna - það er alltof sterkt hér á landi.
mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt

Það er ekki nema sjálfsagt að allur ferða- og risnukostnaður stjórnvalda verði skorinn niður. Báknið hefur þanist út í góðærinu, m.a. þessi kostnaður. Það er sársaukalaust að draga úr þessum kostnaði og ekki séð að hann komið mikið niður á þjónustu við borgarana. Raunar tel ég að hagræða mætti meira víða í ríkisrekstrinum og það hlýtur að vera eitt af því sem skoða þarf frekar.
mbl.is Sparað í ferðakostnaði á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villa í frétt?

Einhver villa er í þessari frétt. Í byrjun þessa árs var sett ný reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar nr. 45/2008. Þar kemur eftirfarandi fram um tekjuviðmið:

Við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna efnahags umsækjanda skal miða við að stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars og fjármagnstekjur nemi ekki hærri fjárhæð en samtals kr. 1.600.000. Sé umsækjandi í hjúskap eða sambúð ber að hafa hliðsjón af tekjum maka og skulu samanlagðar árstekjur ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kr. 2.500.000. Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra. Hækka skal viðmiðunarmörk tekna um kr. 250.000 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, þ.m.t. stjúp- og fósturbörn, sem búa hjá umsækjanda eða hann elur að mestum hluta önn fyrir.

Hér kemur skýrt fram að árstekjur hærri en 1,6 m.kr. veittu ekki gjafsókn. Hvaðan það kemur að breyta eigi tekjumörkum í 350 þús. á mánuði - sem eru mörk sem aldrei hafa verið, er því einhver alvarlegur misskilningur.


mbl.is Þjóðskrá og Fasteignaskrá sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneska

einkaleyfastofan sýnist mér vera sú eina sem mun græða á þessu. Hún væntanlega tekur vænar fúlgur fyrir að skrásetja svona vörumerki.Smile
mbl.is Segist eiga réttinn á ;-)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralaun -ríkisforstjóralaun

Ég hef bloggað um þetta áður. Mér er óskiljanlegt hvaða rök liggja að baki þeirri launaþróun að forstjórar ríkisstofnana eru með tvöföld laun ráðherranna sem yfir málaflokknum eru. Mér finnst þetta fráleitt og því fyrr sem þessu verður breytt því betra.
mbl.is Forstjóri Fjármálaeftirlits með 1,7 milljónir í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun á Evrópuumræðunni

Þetta var prýðilegur fundur þar sem Evrópuumræðunni innan Sjálfstæðisflokksins var ýtt úr vör. Talsvert fjölmenni og mikið af nýjum andlitum sem sýnir að áhuginn er mikill. Það er stuttur tími fyrir þessa umræðu, sem verður því að vera hröð og snörp. Vonandi leiðir hún til að samningsmarkmið verða sett og ákveðið verði að ganga til aðildarviðræðna.
mbl.is Evrópunefndin ekki einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hreinnar fyrirmyndar

Stjórn og forstjóri LV eiga sérstakan heiður skilið að ganga svo snögglega til verks og sýna í verki skilning á því sem er að gerast í samfélaginu í launamálum. Sérstaka athygli vekur að forstjóri er lækkaður um 25% í launum -meira en lykilstjórnendur sem lækkaðir eru um 10%. Hér eru greinilega á ferð menn sem hafa eitthvað jarðsamband við grasrótina. Vonandi fylgja fleiri fréttir af þessu tagi á næstunni.


mbl.is Laun stjórnenda LV lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má skilja

frásögnina þannig að dánarauglýsingin hafi bara einhvern veginn af sjálfu sér hrokkið úr ónettengdum tölvum til Morgunblaðsins, þar sem hún var birt? Það er eiginlega ekki boðlegt að ætlast til að lesendur trúi þessu.
mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara drífa í þessu

Er eftir nokkru að bíða? Laun ýmissa forstjóra hjá ríkinu eru ekki í neinum takti við neitt þessa dagana. Ég tel að hæstu laun hjá ríkinu eigi að vera laun ráðherra - alls óeðlilegt að einhverjir ríkisforstjórar séu með hærri laun en ráðherrar.
mbl.is Vill lækka laun ríkisforstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 392329

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband