Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvað meinar þessi maður?

Það þarf ekki þennan mann til að segja okkur að árið 2009 verði mjög erfitt ár. Ég held að við Íslendingar a.m.k. séum algerlega búnir að ná því.  Og við erum líka búin að fatta að árið 2010 verður að öllum líkindum einnig mjög erfitt.

En það er sérkennilegt að heyra frá þessum manni að það sé nauðsynlegt að auka útgjöld hins opinbera. Ég hef skilið það svo að við værum að gera hið gagnstæða nú í fjárlagafrumvarpi 2009, að kröfu stofnunarinnar sem þessi maður stýrir. Einhvern veginn finnst mér ekki að orð þessa manns og kröfur AGS fari saman.

Og í framhjáhlaupi: Prófarkales mbl.is ekki fréttir sínar? Það eru meiri villur í þessari frétt en boðlegt er fyrir jafn ágætan miðil og mbl.is er.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom að því

að alþingmenn áttuðu sig á því að þeir fara með löggjafarvaldið. Alþingismenn þurfa ekki að bíða eftir lagafrumvörpum frá framkvæmdavaldinu. Þeir geta einfaldlega samið lagafrumvörpin sjálfir (hugsanlega með utanaðkomandi aðstoð eins og í þessu tilviki) og síðan unnið þeim brautargengi í gegnum Alþingi. Þetta mál er gott mál og til hreinnar fyrirmyndar. Vonandi koma fram eftir áramót fleiri þingmannafrumvörp sem fá jafn skjóta og góða afgreiðslu í gegnum hið háa Alþingi og þetta frumvarp fékk. Það er nóg af þörfum og brýnum málum sem alþingismenn geta með þessum hætti látið til sín taka og afgreitt. Sigurður Kári á hrós skilið fyrir frumkvæðið ásamt þeim sem frumvarpið fluttu með honum.
mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti vísindamann til?

Ég skil nú ekki að heilan vísindamann hafi þurft til að staðfesta að þetta væri bull. Shocking
mbl.is Kók er ekki góð getnaðarvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ekki alveg

sú alþjóðlega athygli sem við viljum. En miðað við þær efnahagshamfarir sem yfir okkur hafa dunið frá mánaðarmótum september / október, og sú alþjóðlega athygli sem þær hafa fengið, er sjálfsagt ekki við öðru að búast en að íslensku efnahagshamfarirnar skori hátt á einhverjum áramótauppgjörslistum af þessu tagi.
mbl.is Íslenski skellurinn í 10. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst

að útvarpsstjóri hefði átt að taka forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sér til fyrirmyndar og lækka laun sín um 25% eins og hann gerði. Þrátt fyrir slíka lækkun heldur útvarpsstjóri áfram að vera með algerlega bærilega góð laun.
mbl.is Laun lækka tímabundið um 6-15% hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla

Ég skil vel þá sem vilja lýsa andúð sinni á FME og kerfinu í heild. Margt hefur farið úrskeiðis og ýmislegt bendir til að stofnun eins og FME hafi ekki staðið sig sem skyldi í þeim eftirlitsverkefnum sem henni er trúað fyrir.

En ég leyfi mér að spyrja: Þarf í leiðinni að valda skemmdum og kasta eggjum í viðkomandi stofnanir? Hvaða tilgangi þjónar að brjóta rúður og kasta eggjum? Er ekki hægt að lýsa andúð sinni án skemmdarverka?


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

Algerlega hafði það farið fram hjá mér að þessi ágæta kona væri á allra vörum. En það er sjálfsagt ekki að marka - ég er ekki með stöð 2 þar sem hin áberandi varabirting birtist. Og fyrir okkur sem af misstum þá fáum við ítarlegar leiðbeiningar á bloggsíðu konunnar. Eitthvað til að dunda sér við í jólafríinu - því aðferðin virðist í meira lagi tímafrek, auk þess sem ekki verður betur séð en að hún kalli á talsverð fjárútlát í snyrtivörum. Wink
mbl.is Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í baráttu um forystusæti í eigin flokki

Heldur þingmaðurinn virkilega að hluti Sjálfstæðisflokksins sé skjálfandi á hnjánum vegna meintra hótana formanns Samfylkingarinnar? Þetta er náttúrulega svo ótrúlegur málflutningur að það hálfa væri nóg. Ég bloggaði fyrr í vikunni um þessa meintu hótun - og benti á að það væri fráleitt að líta á ummælin sem slík. Enda hefur forsætisráðherra öll völd í hendi sér í þessum efnum. Greinilegt að sumir eru komnir í kosningabaráttu vegna varaformannsslags og því vænlegt að vera með stórorðar yfirlýsingar sem grípa fjölmiðlamenn til uppsláttar. Góð ókeypis auglýsing. Og ummælin látin falla í þeim tilgangi.
mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlausar yfirlýsingar

Það er ábyrgðarhluti af formanni stórs félags heilbrigðisstéttar að koma með upphrópanir, órökstuddar, af þessu tagi. Það er vissulega ekki gott að það efnahagshrun sem við blasir verði til þess að auka þurfi gjaldtökur í heilbrigðiskerfinu. En eru gjaldtökur ekki skárri en  niðurfelling þjónustu? Þegar staðið er andspænis slíkum veruleika eru fáir kostir góðir. En ég fullyrði að enginn fótur er fyrir fullyrðingum að þessi breyting setji okkur 60 ár aftur í tímann. Enda reynir formaðurinn ekki einu sinni að rökstyðja þessa fullyrðngu með neinu öðru en upphrópuninni. Trúverðuleiki yfirlýsinga af þessu tagi er enginn.
mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru

almennir starfsmenn bankans þeir sem mótmælendur vilja beina spjótum sínum að? Ég átta mig ekki alveg á hvaða tilgangi þessi mótmæli þjóna og einhvern veginn virðast þau beinast í rétta átt. 
mbl.is Mótmælendur skiptu um útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband