Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Kemur í opna skjöldu
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Er þetta rétt eftir haft?
Sagt er í fréttinni að framkvæmdastjórinn hafi hvatt þjóðir heims til að lækka stýrivexti og auka opinber útgjöld. Er þetta rétt eftir manninum haft? Hingað til hefur verið sagt að IMF vilji að stýrivextir væru hækkaðir og opinber útgjöld minnkuð. Í anda þeirra krafna hækkuðum við stýrivextina upp í 18% aftur nú fyrir stuttu. Hver er að misskilja hvað?
IMF þarf aukafjárveitingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Hlaupast undan ábyrgð?
Það er óvenjulegt að stjórn félags í stjórnmálaflokki, sem er aðili að ríkisstjórn, sem setið hefur í eitt og hálft ár af fjögurra ára kjörtímabili, skuli skora á þingflokk sinn að beita sér fyrir kosningum og það sem fyrst á nýju ári. Treystir stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur sér ekki lengur til þess að axla ábyrgð í ríkisstjórn og á þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru? Hvers konar stjórn í félagi í stjórnmálaflokki er það sem vill hlaupa frá knýjandi vandamálum? Með kröfunni er stjórn félagsins að gefa þá mynd af Samfylkingunni að hún sé illa samstarfshæf í ríkisstjórn. Gefist upp þegar á móti blæs.
É bloggaði fyrr í dag um það að margt bendir til að kosningar verði í vor. Kröfu um kosningar strax í byrjun árs tel ég vera óábyrga, enda myndu kosningar á þeim tíma eingöngu auka þann vanda sem við er að glíma. Brýn verkefni eru framundan sem ábyrgðarlaust yrði af hálfu ríkisstjórnarinnar að hlaupast frá.
En kannski stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hafi áhyggjur af því að kosningar, sem yrðu í vor, muni snúast um það hvort ný ríkisstjórn muni sækja um aðild að EB. Allir flokkar, ekki bara Samfylkingin, verður þá búnir að taka afstöðu í því máli, bæði til umsóknar og væntanlega aðildar. Sérstaða Samfylkingarinnar, sem nú er eini flokkurinn sem hefur samþykkt að leita eftir aðild að EB, verður því væntanlega horfin. Kannski mun það draga úr vinsældum Samfylkingarinnar hjá kjósendum. Kannski þess vegna telur stjórnin nauðsynlegt að hafa kosningar áður en aðrir stjórnmálaflokkar ná að móta afstöðu sína í þessum efnum.
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík treystir því greinilega að því fyrr sem verður kosið því meiri líkur séu á því að upp úr kjörkössunum komi sömu tölur og síðustu skoðanakannanir hafa gefið þeim. Sjálfsagt þess vegna vill stjórnin kosningar sem fyrst þó krafan sem pökkuð inn í fullyrðingu um að traust almennings verði ekki endurvakið nema með kosningum.
Vilja kosningar í upphafi nýs árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Evrópumálin á dagskrá
Það er greinilegt að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins frá því á föstudag að setja Evrópu(sambands)málin á dagskrá og fjalla um þau á landsfundi í janúar nk. setur pressu á aðra stjórnmálaflokka að gera slíkt hið sama. Í ljósi þróunar mála sýnist margt benda til að alþingiskosningar verði næsta vor. Aðalmál þeirra kosninga sýnist verða hvort sú ríkisstjórn sem mynduð verður að þeim loknum eigi að sækja um aðild að EB. Stjórnmálaflokkarnir geta því ekki lengur vikist undan því að taka aðild að EB aftur á dagskrá. Samfylkingin hefur að vísu, einn flokka, þegar tekið þá afstöðu að sækja eigi um aðild og þarf því ekki að ganga í gegnum þá umræðu.
Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að flýta flokksþingi og taka þar fyrir tillögu um aðildarviðræður við EB. Yfirlýst stefna Framsóknar er samstarf við EB en ekki aðild. Annað verður a.m.k. ekki ráðið af stefnu þeirra fyrir alþingiskosningarnar 2007 (hér). Vitað er þó að innan Framsóknar eru einstaklingar sem styðja eindregið aðild. Ekki er því útilokað að niðurstaða flokksþings Framsóknar í janúar nk. verði að samþykkja að bera aðildarumsókn undir þjóðaratkvæði. Hvort þeir árétta fyrri afstöðu til aðildarinnar sjálfrar er óljóst.
Í stefnuyfirlýsingu VG er aðild að EB beinlínis hafnað (hér). Sú afstaða var áréttuð á landsfundi VG 2007 þar sem sagt var að innganga í Evrópusambandið ásamt tilheyrandi framsali á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar kemur ekki til álita (hér). Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nokkurn forystumann VG lýsa yfir stuðningi við aðild að EB. Hugsanlega mun VG telja rétt að þjóðin fái að tjá sig um það hvort að sótt verði um aðild að EB. Vandséð er hins vegar hvernig VG ætlar að gera annað en að árétta fyrri andstöðu til aðildar.
Í málefnahandbók Frjálslynda flokksins kemur fram að flokkurinn hefur allan vara á hugsanlegri aðild að EB og telur aðild ekki koma til greina að óbreyttri stefnu EB í sjávarútvegsmálum (hér). Kannski munu frjálslyndir líka taka þann kostinn að láta þjóðina ráða varðandi hvort sótt verði um aðild, en halda sig við að vera á móti aðild að EB.
Ákvörðun um að sækja um aðild felur ekki sjálfkrafa í sér ákvörðun um aðild. Það hafa Norðmenn sýnt, tvívegis. Síðasta skoðanakönnun hér sýndi líka talsverðan mun á svörum þegar spurt var annars vegar hvort sækja ætti um aðild að EB og hins vegar hvort ganga ætti í EB.
Hugsanlega munu allir stjórnmálaflokkarnir taka þá afstöðu að styðja umsókn um aðild en hafa fyrirvara gagnvart aðildinni sjálfri. Enda hlýtur afstaða kjósenda til aðildar að EB þegar upp er staðið að ráðast af því hvaða skilmála við þurfum að undirgangast með aðild. Það finnum við ekki út nema með því að fara í aðildarviðræður. Flestir kjósendur munu þó vilja vita afstöðu flokkanna til aðildar, náist ásættanlegir samningar. Stjórnmálaflokkarnir munu því ekki geta vikist undan því að taka á ný skýra afstöðu til aðildar að EB. Hugsanlega mun hið pólitíska landslag breytast eftir þá umræðu þannig að andstæðingar aðildar að EB sameini krafta sína undir pólitískum merkjum og fylgismenn aðildar geri slíkt hið sama.
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Formannsslagur?
Framsóknarflokkurinn er, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, búinn að flýta flokksþingi sínu. Á því flokksþingi ætlar Framsóknarflokkurinn að taka afstöðu til Evrópusambandsins. Ef þessar fréttir eru réttar þá verður formannsslagur líka á dagskrá á þessu flokksþingi. Líklegt er að niðurstaða í formannsslagi haldist í hendur við afstöðuna til Evrópusambandsins. Ekki verður séð að á sama flokksþingi geti það gerst að samþykkt verði að sækja um aðild að EB og formaður kosinn sem er á móti slikri umsókn.
Formannsslagur í Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Gott haustþing
Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna tókst vel. Haustþingið fagnar því sérstaklega að Evrópumálin skuli nú tekin á dagskrá í Sjálfstæðisflokknum og að landsfundi hefur verið flýtt fram í lok janúar nk. Með því er auðvitað verið að undirbúa sjálfstæðismenn fyrir það að alþingiskosningar verði á næsta ári.
Umræður voru góðar, opinskáar og hreinskilnar. Ég var með innlegg á fundinum og benti m.a. á að ég teldi nauðsynlegt að partur af þeirri hagræðingu í ríkisrekstri sem augljóslega er framundan, hljóti að vera fækkun opinberra starfsmanna og/eða launalækkun þeirra. Fyrir liggur að fyrirtækin í landinu hafa þurft að gera þetta og munu þurfa að gera þetta. Ég tel að við það verði ekki unað að ríkið verði eini atvinnurekandinn í landinu sem ekki þarf að fækka starfsmönnum og/eða lækka laun. Raunar skoraði ég á alþingismenn, ráðherra og forseta Íslands, þó þessir aðilar séu ekkert ofsælir af launum sínum, að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka laun sín. Með því myndu þessir aðilar sýna að þeir væru jarðtengdir og áttuðu sig á því hver væri raunveruleiki stórs hluta landsmanna.
Ég fagnaði því að loksins væru Evrópumálin komin á dagskrá hjá flokknum, það væri fyrir löngu tímabært. En jafnframt gagnrýndi ég að báðir formenn Evrópunefndar þeirrar sem skipuð var í gær skuli vera karlmenn. Með því að skipa tvo karlmenn til að leiða þetta starf, jafn ágætir og þeir einstaklingar eru, er engu að síður gefið í skyn að í Sjálfstæðisflokknum sé engin kona sem hægt var að treysta til forystu í þessu starfi. Það stenst auðvitað ekki. Enn einu sinni haldast orð og gjörir ekki í hendur.
Ég kallaði einnig eftir því að þeir verði látnir axla ábyrgð sem ábyrgð þurfa að axla og undanskyldi þar engan, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið, aðrar eftirlitsstofnanir, Alþingi og stjórnvöld. Við verðum að hafa kjark og þor til að skoða hvað fór úrskeiðis, hvaða mistök voru gerð, læra af þeim mistökum, m.a. með því að lagfæra það sem úrskeiðis fór. Öðru vísi komum við ekki sterkari útúr þessum áföllum.
Óttumst ekki kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Gott
Hætt við loftrýmisgæslu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Ískalt hagsmunamat
Eins og ég hef áður minnt á segir í stjórnmálaályktun síðasta landsfundar:
Ísland er Evrópuríki og saga þjóðarinnar og menning er evrópsk. Í því ljósi og vegna hinna miklu viðskiptahagsmuna er nauðsynlegt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Margt hefur gerst frá því að síðasti landsfundur var haldinn. Í ljósi þess og stöðu mála nú er það algerlega eðlilegt og raunar löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn taki Evrópumálin og afstöðu til aðildar að EB á dagskrá. Landsfundarfulltrúar munu þurfa að taka afstöðu til aðildar að EB og aðild að EB hlýtur að verða mál málanna á landsfundinum sem nú er búið að ákveða að halda 29. janúar til 2. febrúar 2009. Aðstæður hreinlega kalla á það. Og þó ég telji að kosningar í vor væru glapræði þá er örugglega skynsamlegt að hafa landsfund á þessum tíma, fari svo að kosningar í vori verði taldar það eina mögulega í stöðunni.
Skipuð verði Evrópunefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Obama
Hillary hugsanlega utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Ekki fullkomnir
Þó aðild að ESB kunni að vera það skynsamlegasta fyrir okkur er ekki þar með sagt að hjá ESB sé allt fullkomið. Við skulum ekki láta okkur detta það í hug. Það er ískalt mat á kostum og göllum sem ræður og ákvörðun af okkar hálfu verður tekin að gerðu slíku mati. Og eins og alltaf verður að taka kostina og gallana - af því að kostirnir eru taldir fleiri en gallarnir.
Þessar reglur, sem nú er búið að afnema að hluta, eru dæmi um einhvern fáránleika í ESB regluverkinu sem maður á bágt með að skilja. Kannski embættismennirnir í Brussel séu of margir?
Aflétta banni við bognum gúrkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 392328
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi