Leita í fréttum mbl.is

Gott haustþing

Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna tókst vel. Haustþingið fagnar því sérstaklega að Evrópumálin skuli nú tekin á dagskrá í Sjálfstæðisflokknum og að landsfundi hefur verið flýtt fram í lok janúar nk. Með því er auðvitað verið að undirbúa sjálfstæðismenn fyrir það að alþingiskosningar verði á næsta ári.

Umræður voru góðar, opinskáar og hreinskilnar. Ég var með innlegg á fundinum og benti m.a. á að ég teldi nauðsynlegt að partur af þeirri hagræðingu í ríkisrekstri sem augljóslega er framundan, hljóti að vera fækkun opinberra starfsmanna og/eða launalækkun þeirra. Fyrir liggur að fyrirtækin í landinu hafa þurft að gera þetta og munu þurfa að gera þetta. Ég tel að við það verði ekki unað að ríkið verði eini atvinnurekandinn í landinu sem ekki þarf að fækka starfsmönnum og/eða lækka laun. Raunar skoraði ég á alþingismenn, ráðherra og forseta Íslands, þó þessir aðilar séu ekkert ofsælir af launum sínum, að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka laun sín. Með því myndu þessir aðilar sýna að þeir væru jarðtengdir og áttuðu sig á því hver væri raunveruleiki stórs hluta landsmanna.

Ég fagnaði því að loksins væru Evrópumálin komin á dagskrá hjá flokknum, það væri fyrir löngu tímabært. En jafnframt gagnrýndi ég að báðir formenn Evrópunefndar þeirrar sem skipuð var í gær skuli vera karlmenn. Með því að skipa tvo karlmenn til að leiða þetta starf, jafn ágætir og þeir einstaklingar eru, er engu að síður gefið í skyn að í Sjálfstæðisflokknum sé engin kona sem hægt var að treysta til forystu í þessu starfi. Það stenst auðvitað ekki. Enn einu sinni haldast orð og gjörir ekki í hendur.

Ég kallaði einnig eftir því að þeir verði látnir axla ábyrgð sem ábyrgð þurfa að axla og undanskyldi þar engan, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið, aðrar eftirlitsstofnanir, Alþingi og stjórnvöld. Við verðum að hafa kjark og þor til að skoða hvað fór úrskeiðis, hvaða mistök voru gerð, læra af þeim mistökum, m.a. með því að lagfæra það sem úrskeiðis fór. Öðru vísi komum við ekki sterkari útúr þessum áföllum.


mbl.is Óttumst ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú hittir sannarlega naglann á höfuðið.  Maður sem tilfinningu fyrir fólki, í ekki minna mæli en börnum. Grandvör sem áhættufælnin ber vott um.

Segir faðir er hafnaði forræði. Hefði aldrei komið til deilu ef græðgin hefði verið hundsuð í upphafi.  Skv. Snorra Sturlusyni skapaði Guð í upphafi tvö menn Adam og Evu. Sem við greinun eftir kynjum í Kvenmenn og Karlmenn sem eru ekki síðri. Erlendir sendiherrar fylgjast með gangi mála. Við erum jú ekki ein í heimi siðmenntaðra þjóða. Hr. Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti mun hafa lækkað laun.

Júlíus Björnsson, 16.11.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391721

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband