Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Vangaveltur
Það er fróðlegt að kíkja á heimasíðu Alþingis (www.althingi.is) og sjá þau þingmál sem dreift var í dag, fyrsta dag nýs Alþingis eftir kosningar. Mest eru þetta auðvitað stjórnarfrumvörp, sem sum hver tengjast framkvæmd málefnasáttmála stjórnarflokkanna.
Þingmenn vinstri grænna hafa verið iðnir og duglegir á þeim liðlega tveimur vikum sem liðnar eru frá kosningum því þeir leggja fram fjögur af tíu fyrstu þingmálunum. Laglega gert hjá þeim. Sennilega hefur þetta verið eina leiðin hjá þeim til að vinna sig útúr vonbrigðunum yfir að klúðra vinstri stjórninni sem þeir voru búnir að láta sig dreyma svo fallega um. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar komu óundirbúnir, a.m.k. var engum þingmálum þeirra dreift í dag.
Athygli vekur beiðni vinstri grænna um skýrslu frá forsætisráðherra um samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra í aðdraganda kosninga, nánar tiltekið frá 6. desember 2006 og þar til ríkisstjórnin lét af störfum. Beiðnin um skýrsluna í heild sinni er hér: www.althingi.is/altext/134/s/0005.html
Í greinargerð með beiðninni segir m.a.
Það var áberandi á síðustu mánuðum og vikum fyrir nýliðnar alþingiskosningar hvað einstakir ráðherrar og ráðuneyti þeirra sýndu skyndilega mikinn áhuga á að styðja ýmiss konar verkefni og gera vel við ýmsar stofnanir og félagasamtök með skriflegum samningum og fyrirheitum til næstu ára.
Ég átta mig ekki alveg á þessu hjá vinstri grænum. Eins langt aftur og ég man þá hefur síðasta hálfa árið fyrir kosningar einkennst af því að byggingar eru teknar í notkun eða hornsteinar lagðir, vegarspottar og brýr vígðar, samningar gerðir o.s.frv. Gildir þetta jafnt um aðdraganda alþingiskosninga og sveitarstjórnarkosninga. Ég er nokkuð viss um það að ef skoðað er tímabilið frá 6. desember 1990 til alþingiskosninga 1991 þá kæmi í ljós að ráðherrar Alþýðubandalagsins, forvera vinstri grænna, í þeirri stjórn sem þá var við völd voru nákvæmlega jafn duglegir við þessa hluti og ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Það er eðli stjórnmálanna að ljúka á síðustu mánuðum fyrir kosningar sem mestu af því sem búið er að undirbúa og vinna að á kjörtímabilinu.
Skýrsla eins og sú sem vinstri grænir eru að kalla eftir segir ekkert nema að í henni verði samanburður við fyrri ár. Ég held það væri ráð að skýrslan sem þeir eru að biðja um hefði slíkan samanburð að geyma og að sérstaklega yrði kannað tímabilið frá 6. desember 1990 til alþingiskosninga 1991.
Bloggar | Breytt 2.6.2007 kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. maí 2007
Grafið undan trúnaði?
Ég er undrandi yfir ýmsum ummælum sem falla í umfjöllun Blaðsins sl. laugardag (bls. 14) vegna dóms Hæstaréttar frá 9. mars sl. (http://www.haestirettur.is/domar?nr=4419) Með dómnum var staðfestur úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um það að mannerfðafræðileg rannsókn mætti fara fram á lífssýnum úr foreldrum málsaðila til að fá úr því skorið hvort faðir stefndu hefði jafnframt verið faðir stefnanda.
Í umræddri blaðagrein er látið að því liggja að þessi dómur Hæstaréttar vegi að því trúnaðarsambandi sem nauðsynlegt er að ríki milli sjúklings og læknis og geti jafnvel skert traust almennings til vísindasamfélagsins almennt þar sem lífsýnið eigi að nota í öðrum tilgangi en þeim sem gjafinn hafði í huga og jafnvel gegn hagsmunum hans og að athæfið brjóti gegn almennri siðareglu um að sjúkragögn séu ekki notuð nema með upplýstu samþykki þess sem gögnin eru um. Þá brjóti þetta gegn þeirri reglu að sýni séu eingöngu notuð í lækningaskyni fyrir gjafann eða í ópersónulegum vísindarannsóknum.
Um þetta er hægt að segja margt en í bili ætla ég að leyfa mér að benda á þrennt:
- Þeir frábæru fræðimenn sem tjá sig um málið láta hjá líða að geta þess að allt sem þau segja byggir á lagaumhverfinu eins og það er í dag. Þetta lagaumhverfi var ekki til staðar á þeim tíma sem umrætt lífsýni var tekið og varðveitt.
- Fróðlegt hefði því verið að fá álitsgjafana til að tjá sig um þá staðreynd að áratugagömul sýni skuli vera til. Það er nefnilega algerlega á hreinu að þessi sýni voru varðveitt án þess að gjafar leyfðu það sérstaklega. Þau eru frá þeim tíma þegar samþykki sjúklings átti ekki hátt upp á pallborðið. Það er því fráleitt að halda því fram að sýni frá þessum tíma sé verið að nota í öðrum tilgangi en þeim sem gjafinn ætlaðist til. Gjafinn var einfaldlega aldrei spurður og því ljóst að hann "gaf" aldrei sýnin. Lífsýnasafnið sem þessu gömlu sýni hafa verið varðveitt í varð til fyrir framtak "framsýns" einstaklings sem virðist hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að varðveita lífsýni sem tekin voru úr sjúklingum vegna þjónusturannsókna í þeirra þágu. Ég hygg að í fæstum tilvikum hafi "gjafarnir" vitað að sýnin þeirra yrðu geymd um aldur og eilífð. Þeir hafa sjálfsagt ekkert leitt hugann að því.
- Stefnandi í máli þessu er föðurlaus. Um það hefur fallið dómur. Stefnandi á mannréttindavarinn rétt á því að þekkja uppruna sinn. Sá réttur er varinn af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og staðfestur í 1. gr. barnalaga.
Það hefði verið fróðlegt að heyra álit álitsgjafana á því hvenær minni hagsmunir eiga að víkja fyrir meiri í tilvikum sem þessum. Um það atriði sérstaklega fjallaði einn hæstaréttardómari í sératkvæði í einum af þeim dómum sem fallið hafa í ferli þessa máls. Þar sagði:
Þegar litið er til þeirra ríku hagsmuna sem barn og afkomendur þess hafa af því að fá úr faðerni skorið er ljóst að sýna verður fram á að aðrir ríkari hagsmunir ráði því að slíkri sönnunarfærslu verði hafnað. Í máli þessu hefur ekki verið sýnt fram á slíka hagsmuni. http://www.haestirettur.is/domar?nr=3942
Hér segir hæstaréttadómarinn skýrum orðum að friðhelgi hinna látnu í tilvikum sem þessum víki fyrir mannréttindavörðum rétti barns og afkomenda af því að fá úr faðerni skorið.
Ég vísa því á bug að þessi dómur Hæstaréttar grafi undan trúnaði almennings til vísindasamfélagsins. Þvert á móti held ég að með þessum dómi verði almenningi betur ljóst mikilvægi þess að varðveita lífsýni og geri sér grein fyrir að lífsýni er hægt að nota í margvíslegum tilgangi. Síðan leyfi ég mér að minna á að 9. gr. lífsýnasafnslaga nr. 110/2000 gerir sérstaklega ráð fyrir að heimilt sé að nota lífsýni í tilgangi sem þessum, sbr. 4. mgr. 9. gr. þar sem segir:
Safnstjórn getur, að fengnu leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefndar, heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi en ætlað var þegar þau voru tekin, enda mæli brýnir hagsmunir með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra aðila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. maí 2007
Langar helgar
Mikið eru svona langar helgar ljúfar. Maður leggur af stað inn í helgina með langan lista af verkefnum sem maður ætlar að sinna og ljúka. Og nú er kominn mánudagur og ekkert af því sem var á listanum hefur verið afgreitt (kannski næst eitthvað af því fyrir miðnætti). Það þýðir þó ekki að setið hafi verið auðum höndum. Ég hef notað tímann til að sinna sjálfri mér, fjölskyldu og vinum. Það er mikilvægt að gera það líka og raunar fátt mikilvægara þegar upp er staðið.
Veðrið hefur leikið við okkur þó lofthiti hefði mátt vera meiri. Það hefur því verið frábært að njóta góða veðursins í útiveru, bíltúrum og göngutúrum. Ég fór á laugardaginn í langan bíltúr um Stór-Reykjavíkursvæðið með foreldra mína. Það er hreint ótrúlegt að sjá hvað byggðin er orðin mikil kringum Elliðavatnið, bæði Kópavogs- og Reykjavíkurmegin (Norðlingaholtið). Grafarholtið heldur áfram að stækka og nú er byrjað að byggja í Úlfarsfellshlíðum. Í gær fór ég í langan göngutúr um Hafnarfjörðin með góðri vinkonu. Hafnarfjörð þekki ég ekkert sérlega vel þótt ég fari þangað reglulega vegna vinnunnar (dómhúsið við Thorsplanið). Það var því sérlega ánægjulegt að ganga um og kíkja á bæinn, sem er auðvitað fallegur, eins og flestir staðir í sólskini. Ég byrjaði síðan daginn í dag með Guðnýju þjálfara og við gengum stafgöngu frá Laugarnesi og niður að Sólfari og aftur tilbaka. Hressandi. Afmælisveisla framundan og svo að reyna að grynnka eitthvað á verkefnalistanum.
Verst að næsta langa helgi er ekki fyrr en um verslunarmannahelgina og engir frídagar þangað til, nema þeir sem maður tekur af sumarfríinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Þarf að athuga meira?
Til eru lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 http://www.althingi.is/lagas/133a/2006062.html. Þar er Barnaverndarstofu falið hlutverk vegna efnis af því tagi sem hér um ræðir. Í 1. gr. laganna er eftirfarandi skilgreining:
Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.
Í 2. gr. sömu laga segir:
Bannað er að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og -tölvuleiki, sem og kvikmyndir eða tölvuleiki sem ógna velferð þeirra. Bönnuð er sýning, sala og önnur dreifing á slíku efni til barna sem hafa ekki náð lögræðisaldri.
Sjálfsagt er álitaefni hvort lögin nái til leikja sem beint er hægt að nálgast á netinu en ég fæ ekki séð annað en að lögin eigi að ná til þeirra. Ef einhver vafi er á því þá er tilvalið fyrir nýja og vaska þingmenn að sjá til þess á sumarþingi, sem hefst nk. fimmtudag, að lögunum verði breytt til að tryggja það að þau nái til þessa viðbjóðsleikjar og annarra af sama tagi sem hægt er að nálgast á netinu.
Í fréttinni kemur fram að 18.500 skráðir notendur séu að þessum leik, í öllum aldurshópum. Af því leiðir væntanlega að þar í hópi geta verið börn og ungmenni, sem áðurnefndum lögum er ætla að vernda fyrir leikjum af þessu tagi.
Þarf eitthvað meira að leita að því hvaða lög eigi við um þessa háttsemi? Hvar er Barnaverndarstofa sem á að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt?
"Afar ósmekklegur leikur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Til athugunar?
Nauðgunarþjálfun á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Margt að gerast
Það var margt að gerast í pólitíkinni í dag. Allir sem ég hitti voru ánægðir með ríkisstjórnina, án tillits til þess hvort þeir eru stuðningsmenn flokkanna sem að henni standa. Stjórnin nýtur öflugs stuðnings langt út fyrir raðir sjálfstæðis- og samfylkingarmanna.
Eins og við var að búast voru þó forsvarsmenn Framsóknar og Vinstri grænna fúlir og fundu málefnasamningnum allt til foráttu. Átti ekki von á öðru úr þeirri átt. Enda vita þessir aðilar að ef vel gengur þá eru allar líkur á að þetta stjórnarsamstarf verði lengra en eitt kjörtímabil.
En fleiri tíðindi gerðust í pólitíkinni í dag. Jón Sigurðsson er hættur sem formaður Framsóknarflokksins. Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Jóni. Það er erfitt fyrir formann stjórnmálaflokks að vera ekki einnig alþingismaður eða í forystumaður í sveitarstjórnarmálum.
En það er umhugsunarefni hversu formennskan í Framsókn hefur reynst Jóni dýrkeypt. Hann stóð upp úr mjúkum stól seðlabankastjóra til að verða ráðherra skv. kalli Halldórs Ásgrímssonar. Ellefu mánuðum síðar er allt búið og hann farinn að leita sér að vinnu. Maður skilur svosem vel að hann sé sár og láti þau sárindi bitna á Sjálfstæðisflokknum. Það er alltaf auðveldara að kenna einhverjum öðrum um það sem illa fer. Ég held að vandi Framsóknarflokksins liggi m.a. í því að Halldór Ásgrímsson fór að skipta sér af því hver skyldi taka við af honum í staðinn fyrir að leyfa flokknum að sjá um það sjálfum. Og Jón er fórnarlamb þeirra mistaka Halldórs Ásgrímssonar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Viðburðaríkur dagur
Í póstinum í dag barst mér kjörbréf til staðfestingar því að ég er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Það bætir einni línu í CV-ið.
Og nú eru línur að skýrast með ríkisstjórnina. Mér líst vel á málefnasáttmálann. Heyrði hann lesinn upp á Flokksráðsfundinum. Skipting ráðuneyta liggur fyrir. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið mikilvæga málaflokka. Sérstaklega fagna ég því að flokkurinn skuli nú loksins fá heilbrigðisráðuneytið eftir tuttugu ára fjarveru. Boðaðar breytingar á verkaskiptingu milli heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis eru athyglisverðar og margt sem mælir með því að taka lífeyristryggingahluta almannatrygginganna úr heilbrigðisráðuneytinu og flytja yfir í félagsmálaráðuneytið. Sjúkratryggingin og slysatryggingin verða væntanlega áfram í heilbrigðisráðuneytinu ef ég hef skilið þetta rétt.
Nú ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins hafa einnig verið valin. Ég ætla ekkert að leyna því að ég hefði kosið að sjá hlut kvenna þar stærri og mér finnst að fjöldi kvenna í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins hefði a.m.k. átt að endurspegla styrk kvenna í þingflokknum. Konur eru nú þriðjungur þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ég hefði því gjarnan viljað sjá að a.m.k. tvær konur verða ráðherra. Val á ráðherrum sýnir að reglan um efsta mann í hverju kjördæmi var ekki fortakslaus. Sú staðreynd hefði átt að getað fjölgað konunum.
Samfylkingin var rétt í þessu að kynna sín ráðherraefni. Þar vekur athygli að jafnræði er milli kynjanna í ráðherraliðinu. En það kostar það að varaformaður flokksins nær því ekki að verða ráðherra sem er auðvitað bæði áberandi og eftirtektarvert. Ég minnist þess ekki að slík staða hafi áður komið upp í pólitíkinni. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa því greinilega báðir valdið vonbrigðum með vali sínu. En þeir voru sannarlega ekki öfundsverðir af þessu hlutskipti sínu.
Játa það fúslega að þetta var mín óskastjórn. Hef lengi verið þeirrar skoðunar að það væri kominn tími á stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með fyrstu skrefum nýrrar ríkisstjórnar.
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. maí 2007
Hvað er til ráða?
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Ást
Sá í kvöld söngleikinn "Ást" í Borgarleikhúsinu. Átti ekki von á neinu sérstöku. En þetta eyndist hreint frábær söngleikur og skemmtilegt hvernig vinsæl lög eru notuð sem hluti af atburðarásinni. Minnti mig að því leyti á minn uppáhaldssöngleik, Abba söngleikinn Mamma Mia, sem ég er búin að sjá oft í stórborgum erlendis og bíð spennt eftir að einhverjir framtakssamir aðilar sjái um að setja upp hér.
Sögurnar sem sagðar eru í stykkinu eru um margt ljúfsárar og minna á að ástin spyr ekki um aldur. Meira að segja á elliheimilum getur ýmislegt gerst.
Hvet þá sem ekki eru búnir að sjá söngleikinn "Ást" að drífa sig. Hann er algerlega stundarinnar virði.
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Fleiri spældir
Ef marka má Reykjavíkurbréfið í Morgunblaðinu í dag þá eru fleiri en Framsókn og Vinstri grænir spældir yfir því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar virðist vera í burðarliðnum. Morgunblaðið er svo súrt yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem í gangi eru að það hálfa væri nóg.
Vangavelturnar í Reykjavíkurbréfinu eru með ólíkindum. Samsæriskenningar út og suður. Einhvern veginn fer þetta ekki Morgunblaðinu að láta svona. Síst af öllu ef blaðið ætlast til að tekið sé mark á því í pólitískri umræðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 392370
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi