Leita í fréttum mbl.is

Margt að gerast

Það var margt að gerast í pólitíkinni í dag. Allir sem ég hitti voru ánægðir með ríkisstjórnina, án tillits til þess hvort þeir eru stuðningsmenn flokkanna sem að henni standa. Stjórnin nýtur öflugs stuðnings langt út fyrir raðir sjálfstæðis- og samfylkingarmanna. 

Eins og við var að búast voru þó forsvarsmenn Framsóknar og Vinstri grænna fúlir og fundu málefnasamningnum allt til foráttu. Átti ekki von á öðru úr þeirri átt. Enda vita þessir aðilar að ef vel gengur þá eru allar líkur á að þetta stjórnarsamstarf verði lengra en eitt kjörtímabil.

En fleiri tíðindi gerðust í pólitíkinni í dag. Jón Sigurðsson er hættur sem formaður Framsóknarflokksins. Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Jóni. Það er erfitt fyrir formann stjórnmálaflokks að vera ekki einnig alþingismaður eða í forystumaður í sveitarstjórnarmálum.

En það er umhugsunarefni hversu formennskan í Framsókn hefur reynst Jóni dýrkeypt. Hann stóð upp úr mjúkum stól seðlabankastjóra til að verða ráðherra skv. kalli Halldórs Ásgrímssonar. Ellefu mánuðum síðar er allt búið og hann farinn að leita sér að vinnu. Maður skilur svosem vel að hann sé sár og láti þau sárindi bitna á Sjálfstæðisflokknum. Það er alltaf auðveldara að kenna einhverjum öðrum um það sem illa fer. Ég held að vandi Framsóknarflokksins liggi m.a. í því að Halldór Ásgrímsson fór að skipta sér af því hver skyldi taka við af honum í staðinn fyrir að leyfa flokknum að sjá um það sjálfum. Og Jón er fórnarlamb þeirra mistaka Halldórs Ásgrímssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, kannski er þetta dýrkeypt hjá honum Jóni.

Mér finnst hann þó hafa staðið sig það vel í aðalatriðum og held að hann finni sér eitthvað.

Það gæti vantað góðan mann til að veita hinum fjölmörgu þekkingariðnaðar- og sprotafyrirtækjum, sem vonandi verða til ef fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar ganga eftir,  ráðgjöf.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Tek undir, fann alveg til með honum útaf þessu einmitt, bara að hann gæti fengið fyrra starf aftur

Inga Lára Helgadóttir, 24.5.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þegar þú hittir mig næst Dögg þá hittir þú mann sem er óánægður með ríkisstjórnina. Þessi ríkisstjórn verður kyrrstöðustjórn. Það góða við hana verður sennilega það að hún mun ekki þvælast mikið fyrir. Annað sem vænta má er að tekið verði á brýnum velferðarmálum sem er gott. Hitt er skelfilegt að ríkisstjórnin skuli ekki ætla að gera neitt varðandi gjafakvótakerfið. Jón Sigurðsson er mætur maður og það er missir af honum úr íslenskri pólitík.

Jón Magnússon, 24.5.2007 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband