Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Góður punktur

Tek undir með stjórnmálafræðingnum að það vekur undrun að ríkisstjórn sem ætlar að sitja í örfáa mánuði skuli þurfa allan þennan tíma til að semja aðgerðaráætlun, sem virðist nýyrðið yfir stjórnarsáttmála. Þetta vekur grunsemdir um að í raun sé verið að semja til lengri tíma, þ.e. um framhaldslíf þessarar ríkisstjórnar eftir kosningar, ásamt þá Framsóknarflokknum með formlegum hætti. Það sem styður þá tilgátu er að utankomandi einstaklingar eru valdir í tvö ráðherraembætti. Þar virðist vera um að ræða ráðherraembætti sem Framsóknarflokkurinn eigi að fá eftir kosningar, ef allt gengur eftir. Það er nefnilega svo að það er miklu auðveldara ð láta utanaðkomandi einstaklinga víkja úr ráðherraembættum en þingmenn. Við sjáum til hvort þetta sé ekki í raun það sem hangir á spýtunni.
mbl.is Áhersla á velferðarmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjórum ...

sem standa sig afleitlega og slá Íslandsmet í taprekstri er greinilega líka borguð ágæt laun. En sjálfsagt er þetta ekki þeim að kenna heldur viðskiptaumhverfinu.


mbl.is Forstjóralaun Eimskips 191 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting á dómaframkvæmd

Ekki verður séð að nein tímamót felist í þessum dómi. Þvert á móti sýnist hann fyrst og fremst staðfesta þá dómaframkvæmd sem Hæstiréttur hefur mótað í fyrri dómum varðandi skiptingu lífeyrisréttinda. Meginreglan er sú að lífeyrissjóðsréttindi skiptast ekki. Hjúskaparlög geyma þó ákvæði sem leyfa eingreiðslu til þess maka sem minni eða engan lífeyrissjóðsrétt á ef það telst bersýnilega ósanngjarnt að makinn með lífeyrissjóðsréttinn haldi honum óbættum. Að vísu virðist í þessum dómi tekið tillit til söfnunar maka í séreignalífeyrissjóði en það er skýrt með því að maðurinn hafi ekki mótmælt þeim útreikningum sem til grundvallar lágu og að þar var séreignin tekin með. Þannig að varasamt sýnist að draga of víðtækar ályktanir af því.

Æskilegast væri auðvitað að á skiptingu lífeyrissjóðsmálum milli maka yrði tekið í löggjöf. Það hefur oft verið reynt en aldrei tekist þó búið sé að gera það mögulegt að skipta lífeyrissjóðsréttindum með samkomulagi. 


mbl.is Lífeyrisréttindi ekki utan skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gengur hægt ...

Það er eiginlega með ólíkindum hvað það tekur langan tíma að ganga frá samkomulagi sem standa á í örfáa mánuði hjá ríkisstjórn sem einungis er bráðabirgðaríkisstjórn. Svo hefur heyrst að Alþingi "fái frí" í eina eða tvær vikur eftir að stjórnin verður mynduð svo tóm gefist til að semja nauðsynleg lagafrumvörp. Misskildi ég - var ekki verið að tala um að efla Alþingi og minnka ráðherraræðið?

Svo er athyglisvert að sjá, eins og annar bloggari hefur bent á, að ríkisstjórnin virðist komin með sérstakan blaðafulltrúa. Það vekur sérstaka athygli að þarna segir "blaðafulltrúinn" að kosningarnar verði í apríl, maí eða júní. Ekki hef ég heyrt júní nefndan hjá forsvarsmönnum Samfylkingar eða VG. En "blaðafulltrúinn" veit greinilega eitthvað meira en aðrir.


mbl.is Næstu skref í stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði Samfylkingar ...

Samfylkingin ber meginábyrgð á þeirri "tímabundnu óvissu í íslenskum stjórnmálum" sem vísað er til í fréttinni. Þess vegna eru áframhaldandi ofurstýrivextir í boði Samfylkingarinnar.
mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röðin komin að Landsbankanum

Eitthvað hljómar þetta allt sérkennilegt. Verkefnum rannsóknarnefndar Alþingis og hugsanlega sérstaks saksóknara fækkar ekki eftir því sem fréttum úr bönkunum fjölgar. Skrýtnar fréttir hafa verið að leka úr Kaupþingi. Nú er greinilega röðin komin að fréttum úr Landsbankanum.
mbl.is Vistuðu hlutabréf í Panama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nefnilega það ...

Þá liggur fyrir hvert framlag bankastjórnar Seðlabanka Íslands er til endurreisnar atvinnulífsins. Okurvextirnir eru að kyrkja allt hér og enginn skilur af hverju stýrivextirnir þurfa að vera svona háir. Og með ákvörðuninni er þeim viðhaldið í hæstu hæðum. Á sama tíma sýnast stýrivextir fara hratt lækkandi í öðrum vestrænum löndum og eru að nálgast núllið. Bankastjórn Seðlabankans er söm við sig. Sjálfsagt var ekki við öðru að búast frá henni þessa dagana.
mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringur

Þessi frétt staðfestir að lífið gengur í hring, svona að mestu. Og Jóhanna Sigurðardóttir hafði rétt fyrir sér 1994 þegar hún sagði í mikilli geðshræringu að hennar tími myndi koma. Hvort hana sjálfa óraði fyrir því með hvaða hætti hennar tími myndi koma verður hún sjálf að svara.
mbl.is Nýtt verk, sömu leikarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt

Verðandi ríkisstjórn má hrósa fyrir það sem hróss er vert. Standi þeir við að fækka ráðherrum eiga Samfylkingin og VG hrós skilið fyrir það. 
mbl.is Ráðherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarstjórn?

Hvernig ætlar tveggja til þriggja mánaða ríkisstjórn, minnihlutastjórn og ekkert nema bráðabirgðastjórn, að vera velferðarstjórn? Og samt standa vörð um samninginn við AGS, sem gengur út á umfangsmikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, þ.m.t. velferðarmálum.

Það kemur á óvart hvað þetta tekur langan tíma. Á mánudag var ekki annað að heyra á Samfylkingunni en að nýja stjórn þyrfti að mynda helst í gær. Kannski að tvær grímur séu farnar að renna á VG, nú þegar þeir standa andspænis því að taka við stjórnartaumunum. Það er ekki hægt að gera mjög margt sem til vinsælda er fallið á tveimur til þremur mánuðum. Og lausafylgið, sem veðjað hefur á VG síðustu vikurnar í skoðanakönnunum, er eins og vindurinn. Ekki hönd á hann festandi. 

Vonandi standa VG við stóru orðin og sýna okkur að það sem þurfti okkur til bjargar var að fá þá að ríkisstjórnarborðinu. Ég hef hins vegar litla trú á því að þeir búi yfir nokkrum töfralausnum og óttast að það breyti engu fyrir neinn nema þá sjálfa að þingmenn VG verði ráðherrar.


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 392725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband