Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Umhugsunarefni
Ég er ein þeirra sem fannst sérstakur fengur að því að fá fagmann eins og Evu Joly til að liðsinna við rannsókn á bankahruninu. Ég tel að okkur veiti ekki af allri þeirri utanaðkomandi ráðgjöf sem mögulegt er að fá, m.a. vegna umfangs rannsóknarinnar og einnig vegna þeirrar staðreyndar að við erum fámenn þjóð þar sem krosstengsl eru út um allt.
Ég er hins vegar talsvert hugsi yfir fjölmiðlaframgöngu Evu Joly í dag og velti fyrir mér hvernig stendur á henni. Sagt er að hún hafi átt góðan fund með sérstökum ríkissaksóknara í dag og að á morgun séu frekari fundarhöld ákveðin. Ekkert hefur fram komið um það að neitað hafi verið að fylgja ráðum hennar. Ekkert kemur fram um að neitað hafi verið að skoða ábendingar hennar um enn frekari fjárframlög. Þvert á móti fjármálaráðherra bendir á í viðtali með þessari frétt að þó hann haldi fast um útgjöld þá séu útgjöld til þessarar rannsóknar af þeim toga að þau yrðu skoðuð með sérstakri velvild. Í þessu sambandi hlýtur líka að vakna spurning hvort Eva Joly hafi komið óánægju sinni á framfæri við ráðherra ríkisstjórnarinnar áður en hún viðraði hana í fjölmiðlum.
Mér finnst þannig vanta skýringu á því af hverju Eva Joly velur þessa tímasetningu til að koma opinberlega fram með yfirlýsingar sem jafnvel má skilja svo að hún vilji hætta sem sérstakur ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara. Kannski skýrist það á morgun.
Og vonandi næst sú lending að við höldum áfram að njóta mikilvægrar leiðsagnar Evu Joly. Það skiptir miklu varðandi áframhald þeirra rannsókna sem hafnar eru og þeirra sem hljóta að vera í farvatninu. Það þarf að velta við hverjum steini.
![]() |
Skoða þörf á auknum útgjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Kemur ekki á óvart
Ef marka má fréttaflutning af hæfismati nefndar forsætisráðuneytisins vegna seðlabankastjórastaðna kemur ekki á óvart að umsækjendur hafi gert alvarlegar athugasemdir við matið. Það er óskiljanlegt að umsækjendur sem sækja um báðar stöðurnar skuli fá mismunandi mat í þær þó fyrir liggi að lagaleg skilyrði eru hin sömu til að gegna báðum. Þá hefur heyrst að nefndin hafi ekki kallað umsækjendur í viðtal. Vandséð er hvernig hægt er að meta hæfni til samskipta með öðrum hætti en a.m.k. viðtali við umsækjendur.
Einhvern veginn hafa þessi vinnubrögð á sér blæ þess að verið sé að reyna að gæðastimpla með "hlutlausum" hætti einstaklinga sem eru skipunaraðilanum þóknanlegir og freista þess að gefa skipuninni í embættin þar með faglegan blæ. Allt bendir þó til að þegar upp verði staðið verði það pólitísk tengsl umsækjenda sem muni ráða úrslitum um það hvort þeir verði skipaðir eða ekki.
Svo er umhugsunarefni að þeir einstaklingar sem faglega bera mikla ábyrgð á peningamálastefnu Seðlabankans, sem hrundi í hruninu, skuli taldir hæfastir til að gegna starfi seðlabankastjóra. Það virðist einhver þversögn í því mati.
![]() |
Gera athugasemdir við hæfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Ferðabann?
Fjármálaráðherra segir takmörk fyrir því hvað hægt sé að breyta í rekstri á miðju fjárlagaári. Þetta er þó það sem fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu hafa þurft að gera. Fjölskyldur og fyrirtæki fengu ekki mikinn aðlögunartíma að gerbreyttu umhverfi, gerbreyttri tekjustöðu. Fjölskyldur og fyrirtæki gátu ekki veitt sér þann lúxus að segja að allar aðhaldsaðgerðir yrðu að bíða nýs fjárlagaárs.
Ég hef velt fyrir mér hvort ekki megi setja mikil takmörk á allar vinnuferðir til útlanda. Þó fjármálaráðherra hafi lækkað dagpeninga vegna ferðalaga erlendis þá mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og fækka þessum ferðum umtalsvert. Með því yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi: Umtalsverður ferðakostnaður sparast. Ég er viss um að ferðakostnaður ríkissjóðs vegna utanlandsferða hleypur á hundruðum milljóna ef ekki enn hærri fjárhæðum á hverju ári. Síðan myndi það þýða að opinberir starfsmenn eru meira á skrifstofum sínum til að sinna enn brýnni verkefnum en þeim sem í vinnuferðunum felast.
![]() |
Ná helmingi með tekjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Jákvæð þróun
Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að sem flest börn njóti sameiginlegrar forsjár foreldra sinna þó foreldrarnir hætti að búa saman. Þess vegna er það umhugsunarefni hvað allar lagabreytingar á þessu sviði taka langan tíma hjá okkur og hversu lengi við erum að aðlaga okkur þróun í nágrannalöndunum. Sameiginleg forsjá var ekki lögfest fyrr en 1992 en hafði þá verið möguleiki fyrir foreldra í nágrannalöndunum um margra ára skeið. Sama má segja um svokallaða dómaraheimild. Hún er lögfest í flestum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við en hér gengur hvorki né rekur að fá hana lögfesta.
Það er tvennt sem er brýnast að mínu mati varðandi sameiginlega forsjá. Annars vegar að barnalögum verði breytt þannig að dómarar geti dæmt að sameiginlegri forsjá skuli ekki slitið eða að sameiginlegri forsjá skuli aftur komið á. Það er bjargföst skoðun mín að til lengri tíma litið muni dómaraheimildin fækka forsjármálum. Hins vegar að skilgreint verði með miklu skýrari hætti en nú er hvað felst í því að hafa sameiginlega forsjá yfir barni. Forsjárágreiningur sem upp kemur á alltof oft rætur að rekja til þess að ekki er nægilega skýrt hvað felst í því að hafa sameiginlega forsjá.
![]() |
Flestir með sameiginlega forsjá barna eftir skilnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Að sjá það sem skrifað er á vegginn
Er ekki bara timaspursmál hvenær Brown verður ruslað út, með illu eða góðu? Ekki munum við sýta brottför hans. Brown varð alvarlegur gerandi í því sem yfir okkur dundi þegar hann með óvenjulega ruddalegum hætti beitti hryðjuverkalöggjöf á Ísland, sem í sögulegu samhengi er lítil og vinveitt þjóð gagnvart Bretum. Þetta gerði hann til að hressa upp á stöðu sína sem forsætisráðherra og án nokkurs tillits til afleiðinganna fyrir okkur.
Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að dagar Brown væru taldir. M.a. af þeim ástæðum er áleitin sú spurning hvort bíða hefði átt með að ganga frá Icesavesamningum við Breta. Hugsanlega hefði ný ríkisstjórn í Bretlandi verið tilbúin til að semja við okkur með öðrum og hagstæðari hætti. En á það var ekki látið reyna. Formaður íslensku samninganefndarinnar vildi ekki hafa þetta verkefni lengur hangandi yfir sér.
![]() |
Þrýstingurinn á Brown eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Það var og ...
Sé þetta rétt þá talaði utanríkisráðherra í gær ekki eins og hann vissi af þessari staðreynd. Það verður fróðlegt að heyra og sjá hvernig utanríkisráðherra svarar þessu í dag.
![]() |
Var undir forystu utanríkisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. júní 2009
Endalaus leynd
Það er óskiljanleg þessi leynd sem ríkisstjórnin lætur vera yfir viðræðum vegna Icesave málsins. Eina skýringin á þessum asa í málinu kom fram í yfirgripsmiklu og hápólitísku viðtali Svavars Gestssonar sendiherra í Morgunblaðinu í dag eru eftirfarandi ummæli sendiherrans: ,,Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér. Sem sé, sendiherrann vildi bara klára þetta. Eru það rök? Hefðu frekari viðræður hugsanlega skilað betri samningi?
Á blaðamannafundi á laugardag kom fram hjá fjármálaráðherra að öll gögn væru jafnóðum send rannsóknarnefnd Alþingis. Hvað er ráðherrann með því að gefa í skyn? Að þessu máli tengist eitthvað sem heyrir undir verksvið þeirrar nefndar? Af hverju er vitnað í minnisblað sem þinginu er ekki sýnt? Og ef búið var að negla samkomulagið í þessu minnisblaði - um hvað var þá nefndin undir forystu Svavars Gestssonar sendiherra að semja? Þurfti þá eitthvað að semja?
Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ótrúverðugur og skýringar eru þversagnakenndar. Eftir situr þjóðin með ábyrgð á umtalsverðum fjármunum sem enn hefur ekki tekist að útskýra með skýrum hætti að hún beri ábyrgð á.
![]() |
Gróflega misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. júní 2009
Hvað meinar utanríkisráðherra?
![]() |
Kom í veg fyrir samkomulag við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Heldur hvað?
Auðvitað er þessi fyrirgreiðsla til þessara tveggja fjárfestingabanka ekkert annað en ríkisstyrkur. Fyrirgreiðslan er óskiljanleg ekki síst fyrir þá sök að hluthafar í þessum fjárfestingabönkum töpuðu engu. Hvert orð í ágætri grein Halldórs Friðriks Þorsteinssonar um þetta mál í Morgunblaðinu í síðustu viku er rétt. Ríkissjóður sem er ekkert annað en við skattgreiðendur er að gefa örfáum hluthöfum tveggja fjárfestingabanka milljarða. Á meðan blæðir öðrum fyrirtækjum út og mörg fara í gjaldþrot. Ekki eiga þau kost á svona ríkisstyrkum. Af hverju ekki?
Á sama tíma segir forsætisráðherra að engin þörf sé að gera meira fyrir fjölskyldurnar í landinu. Það er of dýrt að lækka höfuðstól fasteignalána sem hækkuðu umfram allt sem nokkur skynsamur maður gat búist við vegna bankahruns og gengishruns. Hver fjölskylda fengi þó ekki nema örfáar milljónir í fyrirgreiðslu með slíkri aðgerð. Það er ekki hægt.
Skilaboðin geta ekki verið skýrari: Það má gefa örfáum völdum hluthöfum marga milljarða króna. Það má ekki gefa fjölskyldunum í landinu örfáar milljónir króna.
Ég skil ekki þessa ríkisstjórn.
![]() |
„Ekki ríkisstyrkur“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Hvað er ekki verið að segja okkur?
Ég er sammála hverju orði sem Eiríkur Bergmann Einarsson segir. Ríkisstjórnin hefur ekki útskýrt fyrir okkur af hverju það þurfti að semja. Ríkisstjórnin hefur ekki útskýrt fyrir okkur af hverju það þurfti að semja nánast í skjóli nætur. Það var skrifað undir um miðnætti aðfararnótt laugardags.
Fjármálaráðherra hefur ekki með trúverðugum hætti útskýrt fyrir okkur hvað hafi breyst frá því í haust þegar hann var í stjórnarandstöðu og taldi þá fráleitt að semja um Icesaveskuldir. Það eru engin rök að segja að þetta séu miklu betri samningar en þá hafi verið í boði. Gæði samningsins getur varla verið málið. Þurfti að gera hann er spurningin?
Við bíðum eftir skýringum frá ríkisstjórninni.
![]() |
Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi