Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Vaxtalaust?

Af hverju liggja þessir fjármuni vaxtalausir í umsjón breskra stjórnvalda? Einhver er að hirða af þessum fjármunum vextina. Ber breskum stjórnvöldum ekki skylda til að ávaxta með einhverjum hætti fjármuni sem þeir frystu í krafti hryðjuverkalaga? Ekki eru þessi stjórnvöld að slá af vaxtakröfunum á hendur okkur. Vissulega eru það góðar fréttir að til eru 50 milljarðar upp í þessa liðlega 600 milljarða sem við erum að skuldbinda okkur til að greiða. En það hefði verið enn betra ef þessir peningar lægju með vöxtum.
mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin þarf að svara

Af hverju er verið að leggja á Íslendinga að greiða Icesave skuldir ef ekki eru fyrir því lagalegar forsendur? Af hverju hefur ágreiningi um greiðsluskyldu ekki verið vísað til alþjóðlegra dómstóla? Hvað knýr ríkisstjórnina til að semja með þeim hætti sem gert hefur verið?  Einn helsti sérfræðingur okkar í Evrópurétti, Stefán Már Stefánsson prófessor, er ósáttur við þessa samninga og telur mótaðilana vera að neyða okkur til samninga. Af hverju látum við neyða okkur? Hvað hangir á þessari spýtu? Hverju er verið að leyna okkur?
mbl.is Ósáttur við Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okurvextir?

Í þessari frétt er því haldið fram að vextirnir af "vinaláni" Hollendinga og Breta séu byggðir á einhverju sem kallað er CIRR-vexti OECD. Af þeim upplýsingum sem hægt er að afla sér á netinu um þessa vexti virðast þeir í fljótu bragði allnokkru lægri en 5,5%. Ekki er hægt að sjá annað en að fyrir næsta vaxtatímabil séu þeir vextir 3,66% fyrir skuldbindingar í pundum og 3,85% fyrir skuldbindingar í evrum. Þá virðast þessir vextir breytilegir en af fréttum má ráða að á "vinaláninu" séu vextirnir fastir í 5,5% allt lánstímabilið. Ekki fæst þannig séð að þessar svokölluðu "vinaþjóðir" okkar séu að gera okkur einhverja sérstaka greiða með þessum lánskjörum og vandséð að þær séu að ,,taka sérstakt tillit til fordæmalausra aðstæðna á Íslandi" í þessum samningum. 
mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómar ekki vel

Ekki hljómar þessi lausn vel. Engu skiptir þó það dragist í 7 ár að byrja að greiða. Á meðan tikka á fjárhæðina vextir sem sýnast óskiljanlega háir miðað við vaxtakjör í Evrópu um þessar mundir. Af hverju erum við að ganga að þessu? Er víst að okkur beri að greiða þetta allt saman? Hverju er verið að leyna okkur?


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað ekki

Auðvitað er samstarfið við AGS ekki í uppnámi því peningastefnunefndin brást í vaxtaákvörðun sinni. Búið var að kynda undir væntingar um umtalsverða stýrivaxtalækkun í dag. Tilkynnt var um lækkun um eitt prósentustig, langtum minni lækkun en vænst var og væntingar höfðu verið gerðar um. Enda var AGS í millitíðinni búinn að vara við vaxtalækkun. Það er því ljóst hver ræður hér þegar kemur að vaxtalækkunum. Það er AGS. Þess vegna er samstarfið við hann í engu uppnámi. Spurningunni sem ég varpaði fram á bloggi mínu fyrr í dag er svarað.
mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra

Vaxandi vandi lántakenda er staðreynd sem flestir gera sér grein fyrir, nema kannski helst forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnin, ef marka má umræður á Alþingi í gær. Þar fullyrti forsætisráðherra að staða heimilanna væri ekki eins slæm og menn vildu vera láta. Forsætisráðherra bar fyrir sig nýja athugun sem kynnt yrði fljótlega. Það verður fróðlegt að fá fréttir af þeirri athugun því ef hún er eins og forsætisráðherra gaf í skyn í umræðunum þá er hún í engu samræmi við það sem t.d. er haldið fram í þessari frétt.
mbl.is Vandi lántakenda fer vaxandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Kom að því að farið væri að rannsaka endurtekin kaup og sölu á Sterling flugfélaginu og þá peningamaskínu sem með því virtist sett í gang. Upplýsingar um skrýtna hluti í því sambandi voru komnar í ljós fyrir hrun. Gerð voru m.a. myndbönd um þessa hringekju þar sem áleitnum spurningum var varpað fram. Ég minnist þess að hafa bloggað um þetta mál og velt fyrir mér af hverju rannsóknaraðilar aðhefðust ekkert. Ég minnist svara um að orðrómur dygði ekki til aðgerða. Þau svör komu á óvart. Nú kemur loksins fram - í gegnum Berlingske Tidende - að málið sé í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Loksins, loksins, segir maður bara. Um leið er það áleitin spurning af hverju það þurfti hrun til að þetta mál væri skoðað. Átti ekki fyrir löngu að vera byrjað á þessari rannsókn?
mbl.is Umboðssvik og ólögleg lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta að nota krítarkort

Í prýðilegri bók Láru Ómarsdóttur, sem nýlega kom út, er að finna margvísleg góð kreppuráð. Eitt þeirra er að hætta að nota krítarkort. Lára fullyrðir, með réttu tel ég, að notkun krítarkorta stuðli að því meiru sé eytt en fjárráð í raun leyfa. Það er því sennilegra betra kreppuráð að leggja krítarkortinu en að koma sér upp sérstöku kreppukorti.
mbl.is „Kreppukortið“ kemur á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ræður?

Peningastefnunefndin gaf miklar væntingar um mikla lækkun stýrivaxta nú við júníákvörðunina. Síðan hefur talsmaður AGS tjáð sig með þeim hætti að stýrivaxtalækkun væri óráðleg. Ákvörðun peningastefnunefndarinnar mun sýna okkur hvort það sé í raun AGS sem öllu ræður hér á landi.


mbl.is Peningastefnunefnd í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju fatta þeir upp á næst?

Hvað skyldi gert við þá nemendur sem knúsast lengur en þrjár sekúndur? Brottvikning úr skóla? Og hver er á skeiðklukkunni? Skólastjórinn? Eða eru þetta atvinnuskapandi reglur? Er þetta ekki fulllangt gengið? Wink
mbl.is Knúsin tímatakmörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband