Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

En getur fjármálaráðherra

sýnt fram á og sannað að samningurinn stofni Íslandi ekki í hættu? Og hver á að bera sönnunarbyrði í þessu máli? Er það ekki ríkisstjórnin?

Svo er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin virðist fljót að gleyma. Félagsmálaráðherra viðurkennir að upplýsingagjöfin hefði mátt vera betri í Icesave málinu. Eitt helsta ádeiluefni VG á fyrri ríkisstjórn var að upplýsingagjöfin til almennings væri í molum. Þegar VG komast sjálfir í ríkisstjórn endurtaka þeir aftur og aftur, með stuðningi Samfylkingarinnar, sömu mistökin og þeir gagnrýndu aðra svo harðlega fyrir að gera. Hvernig má þetta vera? Hvað er svona flókið við það að upplýsa almenning?


mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru einhver samskipti?

Það er líklega rétt að opinberlega hafi hollenski seðlabankinn lítið getað gert vegna vaxtar Icesave-reikninganna í Hollandi. Slík opinber yfirlýsing af hálfu bankans hefði valdið áhlaupi á Landsbankann. En hafði hollenski seðlabankinn einhver samskipti við rétta aðila hér á landi til að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála? Kom hollenski seðlabankinn áhyggjum sínum á framfæri við Seðlabanka Íslands, FME eða stjórnendur Landsbankans?

Um það atriði vantar upplýsingar. Hafi hollenski seðlabankinn skýrt þessum aðilum frá áhyggjum sínum í formlegum eða óformlegum samskiptum er ljóst að ábyrgð Seðlabanka Íslands, FME og stjórnenda Landsbankans á þróuninni og núverandi stöðu mála er enn meiri.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG í ríkisstjórninni?

Í tveimur stórmálum setur forsætisráðherra allt sitt traust á stjórnarandstöðuna því hinn stjórnarflokkurinn VG vill ekki styðja málin. Ræðir annarsvegar um aðildarviðræður við EB og hins vegar Icesavesamninginn. Hvaða orð myndi formaður VG velja svona stjórnarsamstarfi ef hann væri í stjórnarandstöðu? 
mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýnt í kreppunni?

Er golfvöllur í Viðey það brýnasta að framkvæma fyrir Reykjavíkurborg í kreppunni? Spyr sú sem að vísu spilar ekki golf.
mbl.is Kanna kosti og galla golfvallar í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að standa í lappirnar

Ætlast ríkisstjórnin til að ríkisábyrgðin á Icesave verði samþykkt án þess að Alþingi sjá gögnin? Það er eins gott að alþingismenn standi í lappirnar gagnvart þessu og gott að heyra að formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins tekur svo afdráttarlaust á málinu.
mbl.is Ekki ríkisábyrgð á leynisamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondið

Það er skondið að á sama tíma og norrænu forsætisráðherrarnir tala um samnorræna umhverfisstefnu og mikilvægi umhverfismála koma fjórir af fimm á einkaþotum til Egilsstaða. Gátu ráðherrarnir ekki slegið sér saman í eina vél? Það hefði verið talsvert umhverfisvænna.
mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Ég vil benda öllum á að lesa þennan pistil Jóns Helga Egilssonar á pressan.is. Þessi pistill Jóns Helga er það besta sem ég hef lesið um Icesave og ætti að vera skyldulesning fyrir alla. Það má ekki gerast að Alþingi samþykki þennan samning.


mbl.is Icesave: Hægt að byggja allan Ísafjörð tíu sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfgefið

Saga Capital hlýtur að vera tilbúið til að veita þessum stofnfjáreigendum, lendi þeir í vandræðum, sömu ívilnandi lánskjörin og það naut sjálft hjá ríkissjóði.
mbl.is Eiga bara skuldir eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt þörf á því

Það er sjálfsagt þörf á því að endurskoða reglur um skipun embættismanna, ekki síst ráðuneytisstjóra. En það er hjákátlegt að heyra stjórnmálamenn kvarta yfir því hvernig málum er háttað í þessu tilliti. Hverjir skipa ráðuneytisstjóra? Það eru ráðherrarnir sem gera það. Það eru því ráðherrar sem ákveða hverju sinni hvort þeir skipi í embætti ráðuneytisstjóra útfrá faglegum forsendum eða forsendum sem hafa á sér meiri pólitískan blæ.  Flóknara er það ekki. Ráðherrar geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt mislíki þeim núverandi staðs mála.
mbl.is Vill endurskoða reglur um embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafalvarlegt mál

Þessar upplýsingar, ef réttar eru, eru grafalvarlegar og enn eitt púslið í þá mynd sem er að birtast af því sem raunverulega gerðist á síðasta ári. Hver verður ábyrgð þeirra sem vissu af stöðunni og aðhöfðust ekkert? Ofurlaun margra þeirra sem komu að máli voru réttlætt með því að ábyrgð þeirra væri svo mikil. Enn hefur ekki sýnt sig að nokkur beri minnstu ábyrgð á gríðarlegu tapi, m.a. tapi lífeyrissjóðanna. Svo er auðvitað umhugsunarefni af hverju t.d. lífeyrissjóðir voru að kaupa skuldabréf og víxla sem hlutafélag sem ekki einu sinni var almenningshlutafélag gaf út. Var slík fjárfesting fjármuna lífeyrissjóða í samræmi við þær reglur sem gilda?
mbl.is Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband