Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Follow the money
Það er sérlega ánægjulegt að sjá að reyna eigi að komast að því hvernig Landsbankinn notaði það fé sem kom inn í bankann með Icesave. Ég hef áður spurt hér á þessu bloggi af hverju ekki er búið að upplýsa í hvað voru notaðir tæplega 2 milljarðar evra, sem söfnuðist inn á Icesave reikninga Landsbankans eftir að hollensku Icesave reikningarnir voru stofnaðir. Það hlýtur að skipta máli að þetta upplýsist.
En það er verra að Framsókn skuli ekki hafa treyst sér að vera með. Samstaða um niðurstöðuna skiptir miklu máli nú. Við þurfum að senda umheiminum sterk skilaboð. Þau veikjast með því að Framsókn virðist ekki hafa treyst sér til að samþykkja a.m.k. þá fyrirvara sem samstaða náðist um. Má skilja það svo að þeir séu ósammála þeim fyrirvörum sem þó er samkomulag um, þó fyrir liggi að þeir vilji hafa gengið lengra í fyrirvörunum?
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Af hverju er Framsókn ekki með?
Það er ánægjulegt að heyra að fjórir af fimm þinglokkum skuli hafa náð samkomulagi í fjárlaganefnd. Það eru vonbrigði að Framsókn skuli ekki treysta sér að vera með í því samkomulagi.
Að afgreiddu þessu máli frá Alþingi kemur í ljós hvort það var þetta mál sem var að stoppa allt annað, næstu greiðslu frá AGS, norrænu lánin o.fl.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Sandkassi?
Hvernig má það vera að trúnaðarskjöl leka frá Alþingi? Vissulega er þess krafist að allt sé uppi á borðum en meðan mál eru í vinnslu og endanleg útgáfa liggur ekki fyrir held ég að allir skilji að slík skjöl eiga ekki og mega ekki fara á flot.
Nú ríður á að samstaða náist á Alþingi um lausn Icesave málsins. Ýmislegt benti til að samstaða væri að nást um fyrirvara sem augljóslega þarf að gera vegna ríkisábyrgðarinnar. Ef líkur á samstöðu hafa minnkað eða jafnvel orðið að engu fyrir þennan leka þá ber sá sem að honum stóð mikla ábyrgð.
![]() |
Skaðar hagsmuni Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Gott mál
![]() |
Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Dapurt
![]() |
Þráinn segir sig úr þingflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Er
ég ein um að finnast að orðaskak milli þingmanna af þessu tagi er eiginlega orðið eitthvað sem við hvorki viljum né nennum hlusta á? Er ekki tímabært að þingmenn snúi bökum saman, hvar í flokki sem þeir standa, og fari að vinna að uppbyggingu hér? Það er hárrétt ábending að heimili og fyrirtæki eru að kikna undan afleiðingum verðbólgu og gengishruns. Haustið verður erfitt. Það þarf að fara að gera eitthvað bitastætt til að hjálpa fjölskyldum og fyrirtækjum til að komast útúr þeim ógöngum sem aðdragandi hrunsins og hrunið hefur leitt yfir þjóðina. Því fyrr sem þingið fer að einbeita sér að þeim verkum, því betra.
![]() |
Klappstýra hrunsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Vonandi
![]() |
Nefnd vinnur að breytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Jákvætt innlegg
![]() |
FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Að skjóta sendiboðann ...
Hefði umrædd kona leitað til mín, þegar hún stóð frammi fyrir því að grípa til varna í brottnámsmáli, hefði ég útskýrt vandlega fyrir henni að líkur hennar á að vinna málið væru mjög litlar. Ég hygg að flestir, ef ekki allir lögmenn, sem taka að sér brottnámsmál hefðu gert það sama. Dómaframkvæmd í brottnámsmálum, þar sem málavextir eru sambærilegir þessu máli er orðin mjög skýr. Foreldri sem farið hefur með barn úr landi þar sem fjölskyldan bjó, án þess að ljúka forsjárágreiningi milli foreldranna, er nokkurn veginn undantekningarlaust dæmt til að fara með börnin úr landi til að forsjárágreiningi sé hægt að ljúka með þeim hætti sem lög viðkomandi lands gera ráð fyrir.
Konan segir að gögn, málstað hennar til framdráttar, hafi ekki verið lögð fram. Um það veit ég auðvitað ekki. En hitt veit ég að fyrir Hæstarétt voru t.d. lögð fram ný gögn, m.a. sálfræðiskýrsla frá skólasálfræðingi. Sú skýrsla gerði lítið til að styðja fullyrðingu konunnar um að börnin hefðu aðlagast hér með þeim hætti að ekki mætti ákveða að hún skyldi fara með þá aftur til Bandaríkjanna til að þar yrði leyst úr forsjárdeilu foreldranna.
Ég hef áður í bloggi um þetta mál bent á að um mál af þessu tagi gilda tveir alþjóðasamningar, svokallaður Haagsamningur, sem átti við í þessu mál, og svokallaður Evrópusamningur. Báða samningana höfum við lögfest með lögum nr. 160/1995.
Það eru 11. og 12. gr. laganna sem fjalla um afhendingu barns skv. Haagsamningnum. Í 11. gr. er fjallað um það hvenær afhenda skal barn. Í 12. gr. er fjallað um hvenær heimilt er að synja um afhendingu barns. Ákvæðið er svohljóðandi:
Heimilt er að synja um afhendingu barns ef:
1. meira en eitt ár er liðið frá því að barnið var flutt á brott eða hald hófst þar til beiðni um afhendingu er móttekin hjá héraðsdómi, enda hafi barnið aðlagast nýjum aðstæðum,
2. alvarleg hætta er á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu,
3. barnið er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess, eða
4. afhending er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda.
Af greininni má sjá að það eru fjögur tilvik sem heimila dómara að synja um afhendingu barns. Nauðsynlegt er að undirstrika að þessi ákvæði eru heimildarákvæði. Það þýðir að dómara er aldrei skylt að synja um afhendingu. Meginreglan er sú að ef barn hefur verið numið á brott með þeim hætti sem 11. gr. laganna tilgreinir þá skal dæma um að afhending fari fram.
Ef heimildarákvæðin eru skoðuð nánar þá er þar í fyrsta lagi þessi eins árs regla. Hún er víðtækari en að einungis skuli líta á lengd tímans sem barnið hefur verið brottnumið. Til að henni megi beita verður að sýna fram á, og sú sönnunarbyrði hvílir á foreldrinu sem nam barn á brott, að barnið hafi aðlagast nýjum aðstæðum. Í þessu máli voru engin þau gögn lögð fram, hvorki í héraðsdómi né Hæstarétti, sem sýndu að börnin hefðu aðlagast nýjum aðstæðum. Sú staðreynd að ákvæðið var ekki notað í kröfugerð konunnar skiptir því að mínu mati ekki máli.
Í öðru lagi er heimilt að synja um afhendingu ef alvarleg hætta er á því að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega aðstöðu. Ekkert slíkt var fyrir hendi í þessu máli. Í greinargerð með ákvæðinu segir að meta skuli hlutlægt hvort hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega. Þar kemur einnig fram að mikið þurfi til að koma svo unnt sé að beita þessu ákvæði, sbr. orðalagið "alvarleg hætta". Konan byggði kröfu sína m.a. á þessu ákvæði.
Í þriðja lagi er heimilt að synja um afhendingu ef barnið er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til aldurs þess. Þessu undantekningarákvæði var beitt í dómi Hæstaréttar sem lesa má hér. Til að unnt sé að byggja á viljaafstöðu barna verða þau að hafa náð ákveðnum aldri og þroska sem börnin í þessu máli hafa ekki náð. Konan byggði kröfu sína m.a. á þessu ákvæði.
Í fjórða lagi er heimilt að synja um afhendingu ef afhending er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda. Þetta ákvæði á augljóslega ekki við og var ekki vísað til þess í málinu.
Af framangreindu má væntanlega sjá að líkurnar á því að konan ynni þetta brottnámsmál voru litlar ef nokkrar. Það er staðreynd málsins.
Ég lauk mínu síðasta bloggi um þetta mál með orðunum: Flóknara er þetta mál ekki. Var ég þá að vísa til þess að lögfræðilega væri þetta mál ekki flóknara en þetta. Einn bloggari taldi þetta orðalag óviðeigandi því mál af þessum toga væru alltaf flókin, fyrir foreldrana og börnin sem hlut eiga að máli. Það er svo sannarlega rétt og með þessu orðalagi var ég hreint ekki að vísa til þess. Málsaðilar í þessu máli eru í flókinni stöðu. Faðirinn var vegna brottfarar móðurinnar með börnin, sviptur börnum sínum í 18 mánuði. Móðirin, vegna brottfarar sinnar sem var ólögmæt, stendur nú frammi fyrir því að þurfa að fara aftur til Bandaríkjanna með börnin. Bæði standa þau frammi fyrir því að eiga fyrir höndum erfitt forsjármál þar sem þau munu takast á um forsjá tveggja barna.
Það er flókin og erfið staða.
![]() |
Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
63:0?
Ég er að horfa á kvöldfréttir RÚV. Skrítið hvað forsætisráðherra var afdráttarlaus í að segja að stjórnin þyrfti ekki á stjórnarandstöðunni að halda vegna Icesave. Þau ummæli komu þvert á ummæli heilbrigðisráðherra sem sagðist helst vilja sjá Icesave samþykkt með 63:0. Að vísu bætti forsætisráðherra við að auðvitað væri betra að sem breiðust samstaða næðist á þinginu.
Ég held að það sé rétt hjá heilbrigðisráðherra. Gagnvart umheiminum er allra best ef Alþingi ber gæfu til að ná slíkri samstöðu um fyrirvara við Icesave ríkisábyrgðina að allir þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, greiði atkvæði með málinu, breyttu með þeim hætti sem samstaða næst um.
![]() |
Icesave líklega úr nefnd fyrir vikulok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi