Leita í fréttum mbl.is

Það verður

áhugavert að fylgjast með þessu flokksþingi framsóknarmanna í fjölmiðlum og ekki síður hvort nýrri forystu takist að hala flokkinn eitthvað upp úr þeirri niðurlægingu sem hann hefur verið í núna um margra missera skeið. Ný forysta mun hafa nóg að gera við að reyna að endurreisa flokkinn. Spurning er hvort lífi sé hægt að blása í öldunginn.
mbl.is Flokksþing breytinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar óskir

Vonandi gengur allt að óskum hjá utanríkisráðherra í þeirri meðferð sem hún er í ytra og að frekari sýnataka sé einvörðungu merki um að læknar þar vilja fara varlega, en ekki að eitthvað óvænt hafi komið upp. Við þurfum hana hingað heim til starfa sem fyrst. En heilsan gengur að sjálfsögðu fyrir. Ég sendi utanríkisráðherra hugheilar óskir um góðan bata.
mbl.is Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lá alltaf fyrir

Þetta kemur nú ekki mikið á óvart. En mér finnst áhugaverður þessi ferill, sem útnefningar ráðherra og raunar t.d. hæstaréttardómara, fara í gegnum. Þeir sem tilnefndir eru til ábyrgðarmikilla embætta í Bandaríkjunum þurfa að sýna að þeir séu traustsins verðir. Kannski við gætum lært eitthvað af þessu?
mbl.is Clinton hlýtur samþykkti utanríkismálanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tákn og minnisvarði

Held að segja megi að þessi háhýsi um allan bæ séu séu tákn góðærisins og minnisvarðar hrunsins. Turninn við Borgartúnið er óskiljanlegur. Hann passar engan veginn í umhverfið. Það hefði aldrei átt að leyfa þessa byggingu á þessum stað. Og það er rétt, ámátlegt er ýlfrið sem berst um allt hverfið þegar vindurinn gnauðar í gegnum hann. Það vonandi þó hverfur þegar hann er fullglerjaður. Vonandi verða hinir tveir turnarnir, sem búið var að veita leyfi fyrir, aldrei reistir. Turninn við Borgartúnið er varanlegur minnisvarði slæma skipulagsmistaka borgaryfirvalda. Fleiri slík minnismerki, frá eldri tímum, eru útum allan bæ.


mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningshlutafélag

Það virðist ljóst að stjórn bankans hefur gleymt því í samningum sínum við fv. bankastjórann að bankinn var í eigu almenningshlutafélags en ekki persónulegri eigu tiltekinna stjórnarmanna. Það er alltaf einfalt að semja svona með annarra manna peninga.
mbl.is Gengu að kröfum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

ef satt er að 46% Íslendinga beri traust til bankakerfisins. Einhvern veginn hefði maður fyrirfram ekki trúað því, eftir allt sem á undan er gengið. En ekki kemur á óvart að Íslendingar séu svartsýnir um eigin fjármál.
mbl.is Íslendingar svartsýnir um eigin fjármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypt

Það var Blair pólitískt dýrkeypt á sínum tíma að styðja Bush í þessu brölti hans í Afganistan - svo ekki sé talað um í Íraksstríðinu. Það má því ekki minna vera en að Bush sæmi þennan vin sinn einhverju glingri. Vonandi gefur Blair eitthvað fyrir það.Wink
mbl.is Bush sæmir Blair orðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Mér er óskiljanlegt af hverju ráðherrarnir þurftu að ganga inn i þinghúsið í gegnum mótmælendahópinn. Hægt er að komast inn í húsið gegnum bílakjallara. Það var engin ástæða til að setja ráðherrana í þá hættu sem þeir greinilega voru þarna í, þegar mótmælendur reyndu að varna þeim inngöngu í Alþingishúsið. En mér finnst gott að sjá að kæra eigi þá sem ollu skemmdum fyrir eignaspjöll.


mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir

Ég hef verið ánægð með menntamálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins síðustu vikur og mánuði. Hún þorir að segja ýmsa hluti upphátt og gengst við því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki skotið sér undan ábyrgð eftir liðlega 17 ára stjórnarsetu. Í þættinum á Sprengisandi í gær setti hún fram athyglisvert viðhorf um að til kosninga ætti þó ekki að efna fyrr en niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir. Um þetta er frétt á visir.is, sjá hér. Á þáttinn í heild má hlusta hér. 

Kosningar, áður en kjörtímabilinu lýkur, sýnast óumflýjanlegar. Kemur þar meira til en eingöngu allt sem gerst hefur. Evrópumálin og þróun þeirra kann að gera kosningar nauðsynlegar fyrr. En ég tel að ábending varaformanns Sjálfstæðisflokksins um að áður en til kosninga verður gengið þurfi niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að liggja fyrir sé skynsamleg. Er ekki eðlilegt að kjósendur hafi þetta allt á borðinu þegar þeir ganga til kosninga?

En ég vænti þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eftir rúman hálfan mánuð, verði einhver nafnaskoðun á þætti Sjálfstæðisflokksins í þessu öllu, sbr. t.d. það sem varaformaðurinn nefndir í fréttinni á visir.is: Af hverju var vikið til hliðar ákvörðunum um að tryggja dreifða eignaaðild að bönkunum, við einkavæðingu þeirra?


Að vinna gegn viðskiptavinum

Ef í ljós kemur að þessar fullyrðingar eru réttar, hvað er þá til ráða? Ég tel að þá verði að skoða alvarlega að ákveða að myntkörfulánin sem haldið var að fólki og fyrirtækjum, skuli vegna endurgreiðslu miðast við einhverja tiltekna gengisvísitölu, t.d. 1. júlí 2007 eða einhverja aðra dagsetningu áður en gengið féll, fyrir tilstilli bankanna. Með sama hætti verði að miða endurgreiðslu vísitölubundinna lána við neysluvísitölu einhvern tiltekinn dag áður en allt fór til fjandans. Áhrif gengisins á neysluvísitöluna eru talsverð og verulegan hluta hækkunar  vísitölunnar má rekja til þróunar gengisins. Og kannski á að gera þetta hvort eð er til að gefa fólki og fyrirtækjum einhvern möguleika á að lifa þessar hremmingar af. Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir.
mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Í fréttá visir.is í gær kemur fram að birta eigi helstu niðurstöður skýrslna endurskoðendafyrirtækjanna um bankanna. Þetta er sjálfsagt og í raun skrítið að FME skuli ekki sjálft hafa ákveðið að birta samantekt af þessu tagi. Í fréttinni kemur nefnilega fram að viðskiptaráðuneytið hafi gefið FME fyrirmæli um þetta, m.a. eftir að fjölmiðlum hefur ítrekað verið neitað um aðgang að þessum gögnum. Viðskiptaráðuneytið fær plús fyrir þetta.


Spurning um hugtakanotkun?

Spákaupmennska, varnasamningar? Liggur ekki fyrir að umrætt fyrirtæki gerði samninga sem tryggði því hagnað ef krónan veiktist, og því meiri sem krónan veiktist meir? Á sama tíma voru starfsmenn bankans, sem þeir voru stærstu eigendur að, t.d. að hvetja útgerðina til að gera samninga við bankann um að krónan myndi styrkjast.
mbl.is „Exista stundaði ekki spákaupmennsku"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband