Leita í fréttum mbl.is

Þorir

Ég hef verið ánægð með menntamálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins síðustu vikur og mánuði. Hún þorir að segja ýmsa hluti upphátt og gengst við því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki skotið sér undan ábyrgð eftir liðlega 17 ára stjórnarsetu. Í þættinum á Sprengisandi í gær setti hún fram athyglisvert viðhorf um að til kosninga ætti þó ekki að efna fyrr en niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir. Um þetta er frétt á visir.is, sjá hér. Á þáttinn í heild má hlusta hér. 

Kosningar, áður en kjörtímabilinu lýkur, sýnast óumflýjanlegar. Kemur þar meira til en eingöngu allt sem gerst hefur. Evrópumálin og þróun þeirra kann að gera kosningar nauðsynlegar fyrr. En ég tel að ábending varaformanns Sjálfstæðisflokksins um að áður en til kosninga verður gengið þurfi niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að liggja fyrir sé skynsamleg. Er ekki eðlilegt að kjósendur hafi þetta allt á borðinu þegar þeir ganga til kosninga?

En ég vænti þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eftir rúman hálfan mánuð, verði einhver nafnaskoðun á þætti Sjálfstæðisflokksins í þessu öllu, sbr. t.d. það sem varaformaðurinn nefndir í fréttinni á visir.is: Af hverju var vikið til hliðar ákvörðunum um að tryggja dreifða eignaaðild að bönkunum, við einkavæðingu þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir þetta ...(en það skyggir á hana að hennar maður virðist vera í hópi KB sem fá "skuldir afskrifaðar"...ólíkt okkur..almenningi?)

 Annars stendur hún klárlega upp úr!...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:43

2 identicon

Sæl Dögg

Hafa virkilega engar efasemdir kviknað hjá þér með flokkinn? Það er nú meira langlundargeðið hjá þér. Ég get því miður ekki hrósað frammistöðu hjá neinum af ráðherrum eða þingmönnum í sjálfstæðisflokknum. Þau fá öll falleinkunn.

Ég skil ekki þessa ESB þjónkun við Samfylkinguna. Hver fer í aðildarviðræður nema að hann hafi fullan hug á inngöngu? Það er eins og forystan vilji vita hvort hún eigi sjéns.

Því miður finnst mér þetta mál taka á sig sorglegri og sorglegri mynd með hverjum deginum sem líður og það sem á að vera aðalmál landsfundar er hvernig flokkurinn ætlar að ná sátt við þjóðina. Hér dugar ekkert nema fölskvalaus iðrun.

Anna María (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:34

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó

Bloggað um fréttina

Vel er mætt á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:01

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Vildi bara láta vita að D- sætið var autt í kvöld.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:02

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég er sammála NO 2 - Þorgerður  er á mjög svo gráu svæði, ef hún gefur ekkert eftir þá gæti flokknum blætt - þetta kemur væntanlega í ljós á flokksfundinum sem ég sit ekki.

Jón Snæbjörnsson, 13.1.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit að nýkröfur fella ekki fólk á prófum til að allir geti haft jöfn tækifæri til áhrifa. En fyrr má nú aldeilis fyrirvera. Frakka mætti til dæmis taka til fyrirmyndar: "Le Fonctionnalisme". Lítill fugl sagði mér líka að einkavinavæðingin væri búinn að eyðileggja ráðuneytin. Utanríkisráðuneytið sér í lagi.

Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Landsfundur Sjálfstæðifélagsins ætti að skoða vel utanríkisþjónustuna og þá sérstaklega það sem erlendis er bæði fólk og byggingar - hér má spara marga milljarða og færa yfir til þeirra sem illa standa sökum fallsins á Íslandi, við getum svo komið til baka þegar betur árar ef nauðsin krefur

Jón Snæbjörnsson, 14.1.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391655

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband