Leita í fréttum mbl.is

Að vinna gegn viðskiptavinum

Ef í ljós kemur að þessar fullyrðingar eru réttar, hvað er þá til ráða? Ég tel að þá verði að skoða alvarlega að ákveða að myntkörfulánin sem haldið var að fólki og fyrirtækjum, skuli vegna endurgreiðslu miðast við einhverja tiltekna gengisvísitölu, t.d. 1. júlí 2007 eða einhverja aðra dagsetningu áður en gengið féll, fyrir tilstilli bankanna. Með sama hætti verði að miða endurgreiðslu vísitölubundinna lána við neysluvísitölu einhvern tiltekinn dag áður en allt fór til fjandans. Áhrif gengisins á neysluvísitöluna eru talsverð og verulegan hluta hækkunar  vísitölunnar má rekja til þróunar gengisins. Og kannski á að gera þetta hvort eð er til að gefa fólki og fyrirtækjum einhvern möguleika á að lifa þessar hremmingar af. Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir.
mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Dögg - en við höfum mjög stuttan tíma - einstaklingar, heimili, fjölskyldur og fyrirtæki eru á barmi þrots.

Ef ég má nota þín orð hér

Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir.

Jón Snæbjörnsson, 12.1.2009 kl. 08:05

2 identicon

En hver á að borga mismuninn?

Garðar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:26

3 identicon

Er ekki bankinn gjaldþrota. Hversvegna þarf þá að standa við þessa samninga. Er bankinn bara milligönguaðili í skilgreiningu laga. Ef svo er eru þá ekki allir gerningar 6 mánuði frá gjaldþroti og jafnvel 18 hjá tengdum aðilum sbr. stærsta eigenda kaupþings riftanlegir

Sigþór (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:33

4 identicon

Sammála þér Dögg.  En það er annað sem vakti athygli mína í þessari frétt sem ég veit ekki hvort ég skil rétt.   Félagið Kjalar fékk myntkörfulán til að kaupa Kaupþing, en síðan í byrjun árs 2008 þegar öllum var ljóst að krónan félli þá gera þeir samning við bankann sinn um gjaldeyristilfæringar þannig að þeir tapi ekki á gengisfallinu - heldur bankinn.  Mér er spurn af hverju bankinn hafi áhuga á að gera slíkan samning þegar augljóst er að hann muni tapa á honum???  Skattgreiðendur voru svo náttúrulega ábyrgir fyrir tapi bankans.  Er þetta löglegt?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:53

5 identicon

En hvað með verðtryggðu lánin? Það er ekkert réttlæti í þeim heldur.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:56

6 identicon

Garðar.

Er það svo erfitt að skilja? Lánveitandi eðlilega! Hann á ekki að njóta ávinnings af ólögmætu athæfi.

MR (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:36

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir.

Af vinna gegn viðskipavinum? Já

Að vinna gegn hag Bankanna? Já

Að vinna gegn hluthöfum Bankanna ? Já

Að vinna gegn efnahagslegu öryggi þjóðarinnar? Já

Eyðleggja orðspor þjóðarinnar útá við? Já

Veðja á veikingu krónunar?  Nei

Í kraft sínum og yfirsýn, í ljósi menntunar og reynslu,  vissu aðilar að hún myndi veikjast. Svo allir dómskvaddir matsmenn.

Skaðbóta skildir? Já.

Eignarupptaka? Já

Enda uppheiminum skýr skilaboð að slíkt muni ekki endurtaka sig? Já

Geta allir lifað af 135.000 á mánuði? Já

Geta þeir bara farið [í fangelsi]? Já.

Nema þeir fái vinnu í Póllandi eða Rúmeníu.

Allt í samræmi við hagnað og ábyrgð aðila.   

Júlíus Björnsson, 12.1.2009 kl. 15:07

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Send umheiminum skýr skilaboð? Já

Júlíus Björnsson, 12.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband