Miðvikudagur, 25. mars 2009
Kallar á skýringar
Hví hefur viðskiptaráðuneytið einhvern sérstakan áhuga á því að bregða fæti fyrir rannsókn bankahrunsins? Hér kemur fram að ráðuneyti viðskiptamála hafi viljað viðhalda algjörri bankaleynd.
Fram hefur komið hjá nýjum viðskiptaráðherra að hann vilji losa um bankaleynd. Að vísu hefur hann sagt að það geti ekki gerst fyrr en seinna því það taki tíma að semja nauðsynlegt lagafrumvarp og það náist ekki fyrir vorið.
Það tekur enga stund að semja lagafrumvarp ef þörf krefur. Það sýndi sig t.d. þegar neyðarlögin voru samin og samþykkt á örfáum klukkutímum í byrjun október.
Fyrir liggur að hagsmunir almennings í landinu lúta að því að allt fari upp á borðið og upplýsist. Viðskiptaráðuneytið sýnist því með þessum þröskuldshætti sínum vera að gæta annarra hagsmuna en almennings í landinu. Það sýnist augljóst. Hvaða hagsmuna er ráðuneytið að gæta? Svara við því hljóta fjölmiðlar að kalla eftir.
![]() |
Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Sofnað á verðinum?
Af fréttinni má ráða að undanþáguheimild sem aðrar þjóðir, m.a. Bretar og Hollendingar, var af okkar hálfu og annarra Norðurlanda, ekki nýtt. Ekki var drifið í málum eftir að ábending barst. Þess í stað virðist málið hafa verið hálfpartinn svæft með því að setja það í nefnd. Hver skyldu hafa verið rökin fyrir því að nýta ekki undanþáguheimildina? Sjálfsagt hefur engum dottið í hug að þetta gæti nokkurn tímann skipt máli og því skipti okkur engu hvort heimildin væri nýtt eður ei.
En þær upplýsingar sem hér koma fram, til viðbótar við minnisblað Seðlabankans sem birt var í gær, gera enn óskiljanlegra að Landsbanki Íslands skyldi athugasemdalaust fá að opna fyrir Icesave í Hollandi vorið 2008.
![]() |
Gátu sparað 444 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Hlutafélagavæðing SPRON
Í Fréttablaðinu í dag (bls. 6) er haft eftir viðskiptaráðherra að hlutafélagavæðing SPRON hafi verið mistök. Ég tek undir með ráðherranum. Til hvers var ákveðið að fara með SPRON í kauphöllina? Þegar til kom reyndust stjórnendur félagsins ekki hafa nein áform um aðgerðir til að tryggja vöxt og viðgang þess.
Hins vegar virðist sem stjórnarmenn SPRON hafi hagnýtt sér þessa ákvörðun sjálfum sér til hagsbóta. Margar helstu staðreyndir þessa máls liggja fyrir opinberlega:
- Stjórn SPRON samþykkti 17. júlí 2007 að leita eftir samþykki stofnfjáreigenda fyrir því að breyta SPRON í hlutafélag og skrá félagið í Kauphöll. Á sama fundi var ákveðið að markaður með stofnfjárbréf SPRON yrði opinn til 7. ágúst 2007.
- Þrír stjórnarmenn í SPRON seldu stofnfjárbréf á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007. Um þá sölu upplýsti stjórn SPRON hins vegar ekki fyrr en í ársbyrjun 2008.
- Á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007 hvöttu æðstu stjórnendur SPRON stofnfjáreigendur til að auka við stofnfjáreign sína. Margir stofnfjáreigendur fylgdu þeim ráðum.
- Á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007 hvöttu æðstu stjórnendur SPRON stofnfjáreigendur til að selja ekki stofnfjárbréf sín. Margir stofnfjáreigendur fylgdu þeim ráðum. Vissu æðstu stjórnendur þó að þrír stjórnarmenn voru búnir að selja mikinn hluta stofnfjárbréfa sinna og fyrirtækja sinna.
- Stjórn skýrði stofnfjáreigendum ekki frá sölu stjórnarmanna á stofnfjárbréfum á almennum fundi stofnfjáreigenda 21. ágúst 2007. Á þeim fundi samþykktu stofnfjáreigendur að breyta SPRON í hlutafélag og skrá í Kauphöll. Ég fullyrði að stofnfjáreigendur hefðu orðið tregir til að samþykkja þessar tillögur stjórnar hefðu þeir verið upplýstir um það að meirihluti stjórnarinnar var búinn á þessum tíma að selja stórar hluta stofnfjáreignar sem hann hafði yfir að ráða.
Hlutafélagavæðing SPRON fór því fram án þess að stjórn SPRON upplýsti stofnfjáreigendur um mikilvæga þætti á borð við fyrrgreinda sölu stjórnarmanna á eigin bréfum. Sala stjórnarmanna var hvergi tilkynnt opinberlega. Virðist sem stjórn SPRON og æðstu stjórnendur hafi bundist samtökum um að halda henni leyndri. Stjórn SPRON hafði aðgang að skýrslu Capacent um verðmæti félagsins og vissu um forsendur og aðferðir við verðmatið en þetta vissi markaðurinn ekki. Stjórnarmenn höfðu undirtökin í viðskiptunum þegar þeir seldu bréfin. Stjórnarmenn höfðu aðstæður, umfram aðra, til að meta það svo að hagsmunum þeirra væri best borgið með því að selja stofnfjárbréf á þessum tíma, og gerðu það.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sæta stjórnarmenn SPRON á þessum tíma og æðstu stjórnendur nú rannsókn af hálfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara vegna gruns um fjársvik.
Málið vekur einnig alvarlegar spurningar sem snúa að Fjármálaeftirlitinu. Ég mun fjalla um þátt FME í öðru bloggi.
![]() |
Margt líkt með Íslandi og Enron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Að blekkja heila þjóð?
Mér er brugðið eftir lestur minnisblaðs SÍ um fund fulltrúa bankans með erlendum fjármálastofnunum í febrúar 2008.
Fulltrúar SÍ virðast hafa verið varaðir við stöðu íslensku bankanna á öllum fundum, varaðir við með skýrum og beinskeyttum hætti. Gott væri að fá upplýst nákvæmlega hverjir voru fulltrúar SÍ á þessum fundum.
Þeir voru upplýstir um mikið vantraust á markaði vegna íslensku bankanna, einkum vegna Glitnis og Kaupþings. Talsmönnum Kaupþings væri ekki fyllilega treyst og talsmenn Glitnis væru bersýnilega reynslulausir og virkuðu "desperat", eins og segir á einum stað í minnisblaðinu.
Var FME skýrt frá þessum fundum? Fékk FME minnisblaðið? Hverjir, nákvæmlega, fengu þetta minnisblað? Það þarf líka að upplýsa. Það er merkt trúnaðarmál svo ætla verður að vel hafi verið haldið utanum hverjir fengu það.
Af hverju fengu bankarnir, sem svo afdráttarlaust var varað við í febrúar 2008, heila átta mánuði til að leika lausum hala með fjármuni Íslendinga? Það er á þessum tíma sem t.d. Landsbankinn virðist fara að spila óvarlega með fjármuni ýmissa lífeyrissjóða og nota þá í fjárfestingar sem voru í þágu eigenda bankans og stærstu viðskiptavina. Hvað fengu bankarnir þrír marga sparifjáreigendur á þessu tímabili til að taka fjármuni út af öruggum bankabókum og setja í ávöxtun í peningamarkaðssjóðum sínum, sem síðan fjárfestu í skuldabréfum í eigu eigenda bankanna? Upplýst hefur verið um umfangsmiklar lánveitingar Kaupþings til vildarvina á þessum sama tíma.
Hvaða ábyrgð bera stjórnvöld á öllu þessu í ljósi þeirra upplýsinga sem nú eru að koma fram?
![]() |
Glitnismenn heim auralausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Að hafast ekkert að ...
Þetta mun vera minnisblaðið sem lesið var upp fyrir forsætisráðherra og utanríkisráðherra í mars 2008. Aðvörunin er skýr: ,,Hættulegt er að hafast ekkert að ..." en af fréttinni verður ekki ráðið hvort minnisblaðið geymi tillögur um hvernig við skuli bregðast. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra á þessum tíma hafa bæði sagt að engar tillögur hafi komið frá SÍ sem ekki var farið eftir.
Athyglisvert er að fulltrúar SÍ virðast ekki hafa deilt áhyggjum erlendu matsfyrirtækjanna varðandi Icesave reikninga Landsbankans. Og áhyggjur útlendinganna virðast engin aðvörunarljós hafa kveikt hjá SÍ. Þess í stað vörðu þeir Icesae en töldu þó ólíklegt að sú vörn hefði dregið úr áhyggjum útlendinganna.
Af minnisblaðinu verður ekki annað ráðið en að SÍ hafi haft áhyggjur af íslenska bankakerfinu, varaði ríkisstjórnina, eða a.m.k. hluta hennar við, án þess að leggja fram tillögur fram um viðbrögð. Ríkisstjórnin virðist hafa látið aðvörunina sem vind um eyru þjóta. SÍ var varaður við Icesave reikningum Landsbankans, varði þá og lét aðvörunina sem vind um eyru þjóta.
Eftir stendur að svara: Af hverju var ekkert hafst að?
![]() |
SÍ: Stefnt í ógöngur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Talning
![]() |
Ásbjörn vann baráttuna við Einar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Hlýtur að ætla í formanninn
![]() |
Kristján Þór tilkynnir um framboðsáform |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Skiljanleg ákvörðun
Ég skil vel ákvörðun Bjargar að gefa ekki kost á sér í það sæti sem hún hafnaði í. Árangur hennar nú var lakari en síðast. Í því felast skilaboð til hennar frá kjósendum, sem erfitt er að horfa framhjá.
Sjálf hafnaði ég í 15. sæti í prófkjörinu í Reykjavík, eins og ég hef áður skýrt frá og fékk liðlega 2.300 atkvæði. Kjörnefnd bauð mér að halda því sæti og skipa 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Ég gaf í fyrsta sinn kost á mér í prófkjöri haustið 2006. Þá náði ég bindandi kosningu í 11. sætið og skipaði 6. sætið í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 2007. Eftir kosningarnar varð ég fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður og hef tvívegis tekið sæti á Alþingi. Ég lagði fram viðamikið frumvarp til laga um breytingu á barnalögum. Frumvarp mitt vakti talsverða athygli enda felst í því talsverð réttarbót fyrir foreldra og börn.
Engu að síður er árangur minn í prófkjörinu nú talsvert lakari en í prófkjörinu 2006. Þá kaus liðlega helmingur kjósenda mig í eitt af efstu 10 sætunum. Nú var það innan við þriðjungur kjósenda sem greiddi mér atkvæði í þessi sæti.
Þetta eru skilaboð frá kjósendum sem ekki verða misskilin. Dómi kjósenda verður að una. Þess vegna afþakkaði ég boð kjörnefndar um að skipa 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
![]() |
Björk ekki á lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. mars 2009
Þannig endar
![]() |
SPRON til Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 21. mars 2009
Erum við skárri en Tyrkland?
Háskólinn í Reykjavík var með kynningardag í dag. Af því tilefni var fyrirlestramaraþon. Ég var þar með stuttan fyrirlestur um umgengni og umgengnistálmanir. Í fyrirlestrinum fór ég yfir lagaákvæði um umgengni og viðbrögðum við umgengnistálmunum. Það er merkilegt til þess að hugsa að þau mikilvægu mannréttindi sem umgengni er nú talin vera voru fyrst lögfest hér árið 1972 og þá eingöngu fyrir börn sem áttu foreldra í hjúskap. Það var ekki fyrr en 1981 sem umgengnisréttur náði til allra barna.
Niðurstaða mín er sú að ef á það yrði látið reyna fyrir mannréttindadómstól Evrópu þá myndu íslensk stjórnvöld líklega fá sömu einkunn og Tyrkland vegna óskilvirka úrræða vegna umgengnistálmana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. mars 2009
Allt er þetta í lagi
Ég hvet alla áhugamenn um bankahrunið og rannsókn á því að kynna sér dóm í máli Insolidum ehf. og okkar mæðgina gegn alþjóðlegum fjárfestingarbanka, með aðsetur á Akureyri.
Af niðurstöðu dómsins má ráða að þeir viðskiptahættir sem hinn alþjóðlegi fjárfestingabanki viðhafði teljast allt í lagi. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Í málum af þessu tagi verður Hæstiréttur að hafa síðasta orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 21. mars 2009
Gamalt trix
Það er gamalt trix í samningaviðræðum að hóta því að slíta þeim, fari ekki að ganga. Það sem vekur athygli er að hótun af þessu tagi hafi virkað á einkavæðingarnefnd. Svona hótanir virka venjulega ekki nema gagnaðilinn vilji ólmur semja við þann sem hótar slitum og sá sem hótar gruni eða jafnvel viti af þeim áhuga. Var einkavæðingarnefnd búin að fá fyrirmæli um að semja við Samson? Vissi Samson það?
Um kaup Samson á stórum hluta í Landsbankanum er fjallað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðinguna. Þar kemur m.a. fram að nefndarmaður í einkavæðinganefnd hafi sagt af sér vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru sem hann taldi hafa leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur hafi verið sniðgengnir (bls. 59-60).
Um útboðið sjálft gerði Ríkisendurskoðun aðra skýrslu. Í niðurstöðum þeirrar skýrslu (bls. 30 og 31) gerir Ríkisendurskoðun ekki athugasemd við ákvörðun um að hefja viðræður við Samson. Á hinn bóginn tekur Ríkisendurskoðun undir gagnrýni á framkvæmdina sem fram komu af hálfu nefndarmannsins í einkavæðingarnefnd og annarra sem buðu. Í niðurstöðu í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir ennfremur að sala Landsbankans á VÍS í ágúst 2002, í miðju söluferli, hafi haft óheppileg áhrif á söluferlið og verið til þess fallin að vekja tortryggni. Sú sala hafi á hinn bóginn hvorki verið á valdi einkavæðingarnefndar né ráðherranefndar um einkavæðingu.
Til upprifjunar þá var VÍS síðan í S-hópnum sem gengið var til viðræðna við um sölu á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum, eins og fram kemur á bls. 69 í fyrri skýrslunni sem vísað er til hér að framan.
Það er ágætt að Morgunblaðið er að kafa ofan í þessi mál. Það eru vonandi fleiri að gera, s.s. rannsóknarnefnd Alþingis.
![]() |
Samson hótaði viðræðuslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 392712
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi