Leita í fréttum mbl.is

Skiljanleg ákvörðun

Ég skil vel ákvörðun Bjargar að gefa ekki kost á sér í það sæti sem hún hafnaði í. Árangur hennar nú var lakari en síðast. Í því felast skilaboð til hennar frá kjósendum, sem erfitt er að horfa framhjá.

Sjálf hafnaði ég í 15. sæti í prófkjörinu í Reykjavík, eins og ég hef áður skýrt frá og fékk liðlega 2.300 atkvæði. Kjörnefnd bauð mér að halda því sæti og skipa 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. 

Ég gaf í fyrsta sinn kost á mér í prófkjöri haustið 2006. Þá náði ég bindandi kosningu í 11. sætið og skipaði 6. sætið í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 2007. Eftir kosningarnar varð ég fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður og hef tvívegis tekið sæti á Alþingi. Ég lagði fram viðamikið frumvarp til laga um breytingu á barnalögum. Frumvarp mitt vakti talsverða athygli enda felst í því talsverð réttarbót fyrir foreldra og börn. 

Engu að síður er árangur minn í prófkjörinu nú talsvert lakari en í prófkjörinu 2006. Þá kaus liðlega helmingur kjósenda mig í eitt af efstu 10 sætunum. Nú var það innan við þriðjungur kjósenda sem greiddi mér atkvæði í þessi sæti. 

Þetta eru skilaboð frá kjósendum sem ekki verða misskilin. Dómi kjósenda verður að una. Þess vegna afþakkaði ég boð kjörnefndar um að skipa 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. 


mbl.is Björk ekki á lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel mig fylgjast ágætlega með, en ég man ekkert eftir þessari konu, fyrr en á dögunum þegar hún sást eins og skammaður rakki flýta sér í sæti þegar þingmenn voru áminntir af forseta fyrir að mæta ekki í vinnuna á réttum tíma. Hún var ein þeirra sem hafði of mikið að gera í kosningabaráttu og mátti ekki vera að því að sinna vinnunni.

Kannski ekki nema von að henn væri hafnað, fólk tengir hana ekki við neitt. Landsmenn gera kröfu til þingmanna að þeir geri meira en komast í áskrift að þingfararkaupi.

Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:13

2 identicon

Sæl Dögg.

Einkennilegt að þú takir ekki það sæti sem kjósendur völdu þig í, þar sem þú ert kona og ert uppfull af því að konur verði að skipa að minnsta kosti helming sæta.  Er það kannski bara skálkaskjól fyrir þín persónulegu markmið?

Bara við það, að þú unir ekki við dóm kjósenda segir mér mikið um þig. Þú ert engu skárri en þeir sem þú hefur verið að gagnrýna.

p.s vonandi gengur þér súper vel að greiða Saga Capital skuldina þína...  http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/03/20/insolidum_skal_borga_saga_capital/ 

Ég trúi nefnilega ekki að svona prinsipp manneskja eins og þú látir við það sitja að greiða bara hlutaféið, en ekki alla skuldina.

Breki

Breki (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 04:25

3 identicon

Lágkúran í ummælum Kollu og Breka er þeim væntanlega samboðin.

Þegar einstaklingur á borð við Dögg - (sem meðal annars hefur barist fyrir réttindum barna - barist við kerfið þegar það bregst einstaklingum sem eru með óvanaleg vandamál - tekst á við misvitra embættismenn í allskonar stöðum - ) nær ekki brautargengi í  prófkjöri - þá er rógsmaskína fjölmiðla orðin öflugri en góðu hófi gegnir. Þáttur hennar vegna breytinga á barnalögum sem og vegna laga um geðvernd barna og ungmenna munu verða heiðursmerki henna - ásamt fleiri slíkum - á meðan enginn mun muna eftir lágkúrulegum níðskrifurum.

Í orrahríðinni um efnahagsmál tók stjórn þingsins þá ákvörðun að taka til umræðu tillögu Sigurðar Kára um sölu áfengis í matvöruverslunum. Þetta mál hafði legið í langan tíma og undarlegt að setja það á dagskrá þegar það var gert nema hugsunin hafi verið sú að spilla fyrir Sigurði Kára. Hann brást við og krafðist þess að málið yrði tafarlaust tekið AF dagskrá. Það var gert en skaðinn var skeður. Fólk sem þekkir ekki ferlið innan þingsins sá bara eitt - Sigurður Kári vildi ræða sölu áfengis í matvöruveslunum í miðri fjármálaumræðu. RANGT. En - enn og aftur - skaðinn var skeður og Sigurður hlaut ekki þann framgang í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem hann svo sannarlega átti skilinn.

En þannig er víst pólitíkin.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 07:43

4 identicon

Góðan dag Dögg

Las greinina þína um endurreisn atvinnulífsins og hvernig best sé að gera það en þarna staldra ég aðeins við.

Þeir sem eiga og reka fyrirtæki taka lán hjá fjármálastofnunum til reksturs hvort sem er til kaupa á hlutabréfum eða almenns reksturs bera í raun enga persónulega ábyrgð á því sem gerist innan fjármálasviðs fyrirtækisins og það fer bara á hausinn og ný kennitala búin til um reksturinn??

Nýlegur dómur segir svo ekki verður mislesið að sé tekið lán til hlutabréfakaupa þá geti maður nýtt arðinn þegar vel gengur en lokað buddunni ári illa og fyrirtækið verði gjaldþrota enda beri enginn ábyrgð á fyrirtækinu eða lánum til þeirra.

Ef hér á að þróast ábyrgt atvinnulíf þarf að endurvinna lög um atvinnustarfsemi lánastofnanir með þeim orðum að lánastofnunum verði óheimilt að lána til fyrirtækja sem engin beri persónulega ábyrgð á.

Það er betra að hafa færri ábyrg fyrirtæki í rekstri en fleiri skúffufyrirtæki sem nú hafa lent í fangi landsmanna og enginn sér fyrir endan á.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 09:42

5 identicon

Get ekki séð lágkúruna í því að benda á staðreyndir. Fólk tengir Björk Guðjónsdóttur ekki við neitt. Hún bara er þarna. Eða réttara sagt, var þarna.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 09:57

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ég virði skoðanir annarra og ég ætlast ekki til að öllum líki við mig eða verk mín. En mér þætti meira til gagnrýninnar koma ef þeir sem hana setja fram hefðu kjark og þor til að gera það undir fullu nafni og kt. Það er heigulsskapur að gagnrýna aðra í skjóli nafnleyndar.

Dögg Pálsdóttir, 22.3.2009 kl. 12:25

7 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Má til með að bæta þessari litlu vísu eftir Hannes Hafstein við athugasemd mína hér að framan. Veit ekki af hverju mér finnst hún eiga svo vel við.

Taktu' ekki níðróginn nærri þjer.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er
sem ormarnir helst vilja naga.

Dögg Pálsdóttir, 22.3.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 391660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband