Leita í fréttum mbl.is

Að blekkja heila þjóð?

Mér er brugðið eftir lestur minnisblaðs SÍ um fund fulltrúa bankans með erlendum fjármálastofnunum í febrúar 2008.

Fulltrúar SÍ virðast hafa verið varaðir við stöðu íslensku bankanna á öllum fundum, varaðir við með skýrum og beinskeyttum hætti. Gott væri að fá upplýst nákvæmlega hverjir voru fulltrúar SÍ á þessum fundum.

Þeir voru upplýstir um mikið vantraust á markaði vegna íslensku bankanna, einkum vegna Glitnis og Kaupþings. Talsmönnum Kaupþings væri ekki fyllilega treyst og talsmenn Glitnis væru bersýnilega reynslulausir og virkuðu "desperat", eins og segir á einum stað í minnisblaðinu.

Var FME skýrt frá þessum fundum? Fékk FME minnisblaðið? Hverjir, nákvæmlega, fengu þetta minnisblað? Það þarf líka að upplýsa. Það er merkt trúnaðarmál svo ætla verður að vel hafi verið haldið utanum hverjir fengu það.

Af hverju fengu bankarnir, sem svo afdráttarlaust var varað við í febrúar 2008, heila átta mánuði til að leika lausum hala með fjármuni Íslendinga? Það er á þessum tíma sem t.d. Landsbankinn virðist fara að spila óvarlega með fjármuni ýmissa lífeyrissjóða og nota þá í fjárfestingar sem voru í þágu eigenda bankans og stærstu viðskiptavina. Hvað fengu bankarnir þrír marga sparifjáreigendur á þessu tímabili til að taka fjármuni út af öruggum bankabókum og setja í ávöxtun í peningamarkaðssjóðum sínum, sem síðan fjárfestu í skuldabréfum í eigu eigenda bankanna? Upplýst hefur verið um umfangsmiklar lánveitingar Kaupþings til vildarvina á þessum sama tíma.

Hvaða ábyrgð bera stjórnvöld á öllu þessu í ljósi þeirra upplýsinga sem nú eru að koma fram?


mbl.is Glitnismenn heim auralausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ábyrgð fyrrum ríkisstjórnar og Sjálfstæðisflokksins er "gríðarleg".  Þú veist að fjöldi sjálfstæðismanna í unglingahreyfingu flokksins fékk vinnu hjá Landsbankanum bara út á það að sýna flokksskýrteinni X-D og þau voru mörg set í það verkefni að "vinna að framgangi Ice-SLAVE reikninganna og veita þeim brautargengi".  Eigendur Landsbankans (Björgólfs feðgar) vissu því miður að það var "enginn áhugi hjá Sjálfstæðisflokknum að STÖÐVA þessa VILLIMENN," því fór sem fór og skömm Sjálfstæðisflokksins, Geirs, Seðlabankans, FME og Sollu stirðu verður ÆVARANDI.....  Hagsmunir heilar þjóðar voru setir á hliðarlínuna og hagsmunir örfára auðmanna voru setir í fyrsta sætið, svona vinnubrögð eru bara ekki boðleg, enda sagði ég ávalt: "Ekki meir Geir....."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.3.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég reikna fastlega með að fljótlega verði hafist handa og byggt við á Kvíabryggju (aftur) því hvítflibba Daltónar lenda ekki á Hrauninu. Onei

Á "Bryggju" geta þeir spilað golf, samið, ja, ljóð og barnabækur og dundað sér við að búa til listaverk úr fjörugrjótinu og svona mætti lengi telja.

Bestu kveðjur.

Ps. Ekki má nú gleyma að minnast á matinn þar.

Þráinn Jökull Elísson, 26.3.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 391652

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband