Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Að kljúfa þjóðina
VG hefur samþykkt að ekki skuli koma til aðildarviðræðna við EB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort gengið skuli til viðræðna. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er raunar sú sama. Afstaða þessara tveggja flokka virðist m.a. ráðast af því að þeir treysta því að kjósendur hafni því í fyrri atkvæðagreiðslunni að ganga til aðildarviðræðna. Þar með verður aldrei gengið til aðildarviðræðna, aldrei fæst úr því skorið hvað í pakkanum er, aldrei verður efnt til síðari atkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli í EB á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Vandinn við þessa aðferðafræði er sá að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna byggist fyrst og fremst á huglægu mati hvers og eins kjósanda. Í slíkum kosningum er kosið með hjartanu fremur en höfðinu. Það er fyrirsjáalegt að í slíkum kosningum mun þjóðin skiptast í tvær fylkingar, sennilega nokkuð jafnstórar miðað við skoðanakannanir. Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda nú að kljúfa þjóðina í tvennt, þvert á allar pólitískar línur, í afstöðu til þess hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við EB?
Auðvitað er skynsamlegast að fara þegar í stað í aðildarviðræður með skýr samningsmarkmið sem Alþingi myndi ákveða, þess vegna með auknum meirihluta atkvæða þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan fengi síðan að bíða þangað til endanleg samningsdrög liggja fyrir, ef samningar á annað borð nást.
Til að það sé hægt þarf VG að breyta stefnu sinni (og raunar Sjálfstæðisflokkurinn líka, en hann er ekki á leið í ríkisstjórn þannig að hann ræður ekki för). Ekki sýnast miklar líkur á því.
![]() |
Enn ósætti um ESB-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Óþolandi
![]() |
Misvægi minnkað næst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Rembihnútur
Það virðist stefna í algjöra óvissu með ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og VG. Formaður Samfylkingarinnar setur sem fortakslaust skilyrði að viðræður við Evrópusambandið um aðild hefjist sem allra fyrst. Formaður VG hafnar slíkum viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn Samfylkingar segja engan afslátt gefinn á þessari kröfu Samfylkingarinnar. Sömu sjónarmið virðast hjá VG, sbr. t.d. þessa frétt, þ.e. að gefa engan afslátt á því hvernig VG vill standa að málum.
Staða okkar kallar m.a. á nýjan gjaldmiðil og það sem allra fyrst. Sú staðreynd er meginástæðan fyrir nauðsyn þess að láta á aðildarviðræður við EB reyna. En það er umhugsunarefni ef ríkisstjórnarflokkarnir sem sögðu fyrir kosningar að þeirra meginverkefni væri að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, ætla að láta ágreining um form varðandi aðildarviðræður, verða þess valdandi að hér verði hugsanlega langvarandi stjórnarkreppa. Þegar liggur fyrir að greiðsla tvö af láninu frá AGS hefur tafist vegna kosninga og óvissu í stjórnmálalífinu. Þessar fréttir flýta tæpast fyrir þessari afgreiðslu frá AGS.
Ríkisstjórnarflokkarnir töluðu hátt um að fyrri ríkisstjórn hefði brugðist eftir hrunið, m.a. með aðgerðarleysi. Aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum af hálfu núverandi ríkisstjórnar hafa látið á sér standa. Framsóknarflokkurinn, sem m.a. gerði þessa ríkisstjórn mögulega, gagnrýndi þetta aðgerðarleysi harkalega í aðdraganda kosninganna.
Ágreiningur stjórnarflokkanna um form vegna Evrópusambandsviðræðna flýtir ekki aðgerðum í þágu heimila og fyrirtækja. Þvert á móti setur hann allt hér í uppnám, m.a. starf það sem unnið hefur verið í samræmi við samkomulagið við AGS. Hvað eru forystumenn Samfylkingarinnar og VG að hugsa?
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Í genunum?

![]() |
Synir og dætur taka við af feðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Fýsilegir kostir?
Samfylkingin er orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn. Formanni flokksins finnst lítið gert úr þeirri staðreynd. Kannski er gert jafnmikið úr þeirri staðreynd og tilefni er til. Þessi staða Samfylkingarinnar er ekki árangur yfirburðasigurs flokksins í kosningunum. Þvert á móti hún er afleiðing sögulegs fylgishruns Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nær ekki einu sinni þeim styrk sem flokkurinn hafði 2003. Framhjá þeirri staðreynd verður heldur ekki litið.
Formaður Samfylkingarinnar telur sig getað hótað formanni VG með því að Samfylkingin eigi annarra kosta völ en stjórn með VG. Það er rétt. En er það einhver hótun ef við lítum á þá kosti? Annar kosturinn er stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sú stjórn hefði 35 þingmanna meirihluta. Varla fer formaður Samfylkingarinnar að leiða til ríkisstjórnar stjórnmálaflokk sem hún er búin að hamra á að sé kominn í löngu tímabært frí frá ríkisstjórnarsetu? Þennan kost hefur formaður Samfylkingarinnar því sjálfur slegið út af borðinu. Þriðji kosturinn er stjórn með Framsóknarflokki og Borgarahreyfingu. Sú stjórn hefði 33 þingmenn, sem er minnsti meirihluti sem hægt er að hafa til að mynda meirihlutastjórn. Einhvern veginn held ég að formanni Samfylkingarinnar þyki þetta stjórnarmynstur lítið fýsilegt.
Enda var formaður VG pollrólegur í þessum viðræðum í kvöld. Hann veit sem er að formaður Samfylkingarinnar á í raun ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með VG. Hann mun krefjast þess að slík stjórn verði mynduð upp á þau býti að ekki verði gengið til EB viðræðna nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Þetta veit formaður VG. Þetta óttast formaður Samfylkingarinnar. Enda var formaður Samfylkingarinnar áhyggjufullur.
![]() |
Getum valið úr öðrum kostum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Að skilja
Er skýringin á slöku gengi Lýðræðishreyfingarinnar nokkur önnur en sú að kjósendur hafa einfaldlega ekki áhuga á stefnumálum þessa stjórnmálaafls? Þarf forsvarsmaður hreyfingarinnar ekki að líta sér nær áður en hann kennir öllum öðrum um?
![]() |
Lýðræðishreyfingin líklega fram á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Nákvæmlega
Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur hér að kjarna málsins. Samfylkingin er ekki að ná þeim kosningasigri sem þeim hafði verið spáð. Hún nær ekki 30% fylgi, þó hún sé orðin stærsti flokkurinn. Hún er með lakari niðurstöðu en 2003. Sigurvegari kosninganna, ótvíræður, er VG sem er að fá glæsilegustu kosningu sem þeir hafa fengið, þó að þeir hafi ekki náð jafnglæsilegum árangri og skoðanakannanir bentu til. Formaður VG var með ótvíræður í yfirlýsingum sínum á föstudagskvöld. Hann hafnaði EB viðræðum án undanfarandi þjóðaratkvæðis. Flokkurinn bætti við sig 5 þingmönnum, Samfylkingin 2. Hvaða skilaboð eru þetta frá kjósendum? Er ekki a.m.k. ljóst að kjósendur VG ætlast ekki til að flokkurinn gefi eftir í afdráttarlausri afstöðu sinni í EB málum.
![]() |
Sextándi þingmaðurinn gleðitíðindi næturinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Framsókn langar í ríkisstjórn
Framsókn finnst greinilega nóg að hafa verið utan ríkisstjórnar í tvö ár eftir að hafa verið þar á undan í ríkisstjórn í 12 ár sem allir kjósendur virðast hafa verið búnir að gleyma í kjörklefanum í gær. Eða er nóg að afneita fortíðinni til að ábyrgð t.d. á einkavæðingu bankanna eigi að lenda á Framsóknarflokknum?
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál þróast. Allt veltur það á VG og hvaða afstöðu þeir taka gagnvart EB í viðræðum sínum við formann Samfylkingarinnar. Formaður VG var skýr í sínum yfirlýsingum á föstudagskvöld. Engar aðildarviðræður nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Formaður Samfylkingarinnar hefur verið jafnskýr. Hún vill aðildarviðræður strax. Formaður Samfylkingarinnar er í kjörstöðu. Það eru fleiri stjórnarmyndunarkostir en Samfylkingin og VG. Það er nefnilega kostur á Evrópubandalagsstjórn. Hvaða pressu setur það á VG. Mun VG gleyma því sem lofað var á föstudagskvöldið? Þar sagðist formaður VG aldrei ná því í gegnum flokksráð VG að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs um aðildarviðræður án þjóðaratkvæðis. Hvort mun vega þyngra, ráðherrastólarnir eða prinsipin?
![]() |
Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Skýr skilyrði
Formaður Samfylkingarinnar gæti ekki talað skýrar. Aðildarviðræður strax er sett á oddinn af hálfu Samfylkingarinnar. Hvernig ætlar VG að bregðast við því í ljósi jafnskýrra yfirlýsinga formanns VG á föstudagskvöld? Formaður VG hefur fullyrt að hans orðum sé hægt að treysta og það sé að marka það sem hann segir. Ef VG fer nú til stjórnarsamstarfs þar sem EB viðræður verða ákveðnar, án þjóðaratkvæðis þá er formaður VG að ganga bak orða sinna við kjósendur á föstudagskvöld. Spennan eykst ...
![]() |
Þingað um nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Mikilvæg skref í jafnréttisbaráttunni
![]() |
Aldrei fleiri konur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Að setja hlutina í samhengi
Samfylkingin er vissulega orðin stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem eru tíðindi. En VG eru hinir raunverulegir sigurvegarar þessara kosninga. Það er mikil fylgisaukning þeirra, úr 14,3% árið 2007 í 21.7% nú, sem er hin mikla vinstri sveifla í þessum kosningum. Samfylkingin fær 29,8% atkvæða sem er minna en flokkurinn fékk 2003 (tæplega 31%) og heldur meira en hann fékk 2007, 26,8%. Enda er Samfylkingin ekki að bæta við sig nema tveimur þingmönnum. VG bætir við sig 5 þingmönnum.
Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur stöðugt bætt við sig fylgi síðustu sjö árin er VG sem fékk 8,8% atkvæða í kosningunum 2003, 14,3% í kosningunum 2007 og 21,7% í kosningunum nú. Þá hefur flokkurinn náð því að vera stærsti flokkurinn í kjördæmi formannsins, sem hljóta að vera allnokkur tíðindi.
Sjálfstæðisflokkurinn geldur sögulegt afhroð. Kjósendur hafa ákveðið, með réttu eða röngu, að þeim flokki einum væri um að kenna bankahrunið og það sem yfir okkur hefur gengið. Vissulega ber flokkurinn sína ábyrgð á því en það er ótrúlegt að bæði Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem voru í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þau 18 ár sem um ræðir, skuli vera stikkfrí af ábyrgð, í augum kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn fær þó þegar upp er staðið, heldur skárri niðurstöðu en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Ég hygg að flokkurinn sé einnig að gjalda fyrir að læsa sig inni í fáránlegri ákvörðun landsfundar varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn er þó næststærsti flokkurinn. Allar kannanir bentu til að VG næði þeirri stöðu eftir kosningarnar.
Framsókn bætir við sig frá síðustu kosningum, svipuð aukning í prósentum talið og Samfylkingin og bætir við sig tveimur þingmönnum, eins og Samfylkingin. Framsókn er þó talsvert frá þeim styrk sem hann fékk 2003, þegar flokkurinn fékk 17,7%. Borgarahreyfingin leysir Frjálslynda flokkinn af hólmi, nær fjórum þingmönnum, sem er einnig tíðindi.
Nú verður spennandi að sjá hvernig spilast úr þessu. Samfylkingin er með stöðu til að knýja fram Evrópusambandsviðræður strax. Mun VG fallast á það, án þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða munu flokkar sem styðja Evrópusambandsviðræður, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin, taka höndum saman um að mynda næstu stjórn?
![]() |
27 nýir þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Útstrikanir
Eftir kosningarnar 2007 þegar tveir þingmenn breyttu um sæti vegna útstrikana gerðu kjósendur sér grein fyrir því valdi sem þeir hafa, með útstrikunarleiðinni. Fyrir kosningarnar nú gerðu fjölmiðlar vel grein fyrir því hvernig ætti að strika út eða breyta röð kjósenda, án þess að ógilda atkvæðið.
Allt hefur þetta greinilega leitt til þess að fleiri kjósendur hafa ákveðið að breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem þeir kusu. Hvort nægilega margir hafa gert þetta til að breytingar verði á röð frambjóðenda og jafnvel því hverjir komast á Alþingi fæst uppgefið eftir helgi Það verður auðvitað spennandi að sjá.
Miðað við þær upplýsingar sem þó hafa verið gefnar er enginn einn flokkur að fá meiri útstrikanir en annar. Meira að segja frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar eru strikaðir út í einhverjum mæli, eftir því sem fram kom í kosningasjónvarpinu í nótt.
Hvort auknar útstrikanir séu vísbending um að tími prófkjara sé liðinn skal ósagt látið. Ljóst hefur verið lengi að prófkjör eru ekki góð leið til að velja frambjóðendur á lista. Skárri leið hefur ekki fundist enn. Því miður. Kannski persónukjör sé það sem koma skal?
![]() |
Tími prófkjara liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi