Leita í fréttum mbl.is

Misnotkun

Öll misnotkun á stuðningskerfum er slæm. Hún grefur undan þeim sem raunverulega þurfa á stuðningi kerfanna að halda. Þess vegna er það gott að Vinnumálastofnun er með virkum hætti að hafa eftirlit með því hvort einstaklingar sem þiggja atvinnuleysisbætur séu samt að vinna.

Í fréttinni kemur fram að viðkomandi einstaklingar hafi umsvifalaust verið sviptir bótum, sem er svo sjálfsagt að vart þarf að tiltaka það sem viðbrögð. Skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar getur sá sem aflar sér eða reynir að afla sér atvinnuleysisbóta samkvæmt lögunum með svikum misst rétt sinn til atvinnuleysisbóta í allt að tvö ár og sætt sektum. Maður verður að treysta því að Vinnumálastofnun sjái til þess að brugðist sé af fullri hörku við allri misnotkun þannig að réttindamissi varði og sektum. Öðru vísi spornum við ekki við misnotkun af þessu tagi.


mbl.is „Atvinnulausir“ í fullri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Samfylkingin?

Það verður spennandi að sjá hvað Samfylkingin gerir í EB-málum. Fyrir liggur að ekki er þingmeirihluti fyrir þeirri tillögu sem utanríkisráðherra hefur lagt fram. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur virðast vera að taka höndum saman um þingsályktunartillögu sem hefur að markmiði að hefja aðildarviðræður og láta svo þjóðaratkvæði ráða niðurstöðu um inngöngu. Samfylkingin hefur sett aðildarviðræður sem algjört forgangsmál. Mun Samfylkingin þá styðja þingsályktunartillögu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks? Öðru vísi er henni ómögulegt að ná þessu aðalmáli sínu fram.
mbl.is Utanríkismálanefnd í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúpur valdsins

Ég veit ekki hvort "umskiptingar" sé alveg rétta orðið til að nota yfir þingmenn VG. En ég get sagt að það var merkilegt að upplifa það í apríl sl., þegar ég sat inni sem varamaður síðustu þrjár vikurnar fyrir þinglok, að sjá breytinguna sem orðið hafði á þingmönnum VG frá haustinu 2007 og vorinu 2008 þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Breytingin var algjör og ég held að hún hafi ekki farið framhjá neinum. Breytingin var svo áþreifanleg. Hjúpur valdsins hafði hvolfst yfir þingmenn VG. Þeir gengu um þinghúsið af allt öðru og meira öryggi en áður. Í ræðustól höfðu þeir ekki lengur allt á hornum sér. Þvert á móti. Og ræðukóngar þeirra frá fyrri tíð töluðu hátt um málefnastnautt málþóf stjórnarandstöðunnar. Þetta var merkilegt að upplifa.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi ríkisstjórn

Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar verður æ háværara. Nóg voru þær þó hástemmdar yfirlýsingarnar 1. febrúar sl. Nú áttu hlutirnir að fara að gerast. En annað er komið á daginn. Hægagangurinn hefur, ef eitthvað, aukist. Af fréttinni má ráða að stjórnvöld veigra sér við að taka stjórn á verkum þar sem margir koma að, með þeim afleiðingum að ekkert gerist. Aðkeyptir erlendir ráðgjafar eins og Mats Josefsson eru greinilega orðnir svo óánægðir með gang mála að þeir hóta afsögn. Þarf frekari vitnanna við? Á meðan gerist ekkert, vandi fjölskyldna og fyrirtækja eykst. En ríkisstjórninni virðist alveg sama.


mbl.is Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar?

Í fréttinni segir:

Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.

Hvað þýðir þetta? Þýðir þetta að lífeyrissjóðir eru með einhverjum hætti að reyna blekkja innistæðueigendur sína um raunverulega stöðu sjóðanna?


mbl.is Vilja reka forstjóra Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur?

Það hlaut að koma að því að tilfelli af svínaflensunni greindust hér. Og þá er næst að spyrja? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? Hvað á almenningur að gera? Ekkert? Eitthvað? Gott væri að fá einhverjar leiðbeiningar um það.
mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsunardagur

Væri kannski ráð að efna til hreinsunardags í dönskum skólum þar sem kennarar og foreldrar taka höndum saman og hreinsa skólana almennilega? Það mætti meira að segja hafa nemendurna með í verkið. Stundum má nú bara drífa sjálfur í hlutunum í staðinn fyrir að tala um vandamálið og ætlast til að aðrir leysi það. Eða hvað?Wink


mbl.is Skítur í dönskum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í rólegheitum

Það er ánægjulegt að heyra að fullur kraftur er kominn í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á ýmsum málum sem tengjast hruninu. En er einhvers árangurs að vænta úr húsleit tæpum átta mánuðum eftir hrun? Menn eru búnir að hafa allan þennan tíma til að dunda sér við að koma undan skjölum tölvupóstum o.fl., eyða þeim, tæta þau, hafi þeir á annað borð áttað sig á því að þessi gögn gætu skipt máli. En vonandi kemur þessi staðreynd ekki að sök við rannsókn málanna.

Það skiptir máli að þeir sem gengið hafa á svig við lög í aðdraganda hrunsins verði látnir sæta ábyrgð.


mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í afneitun?

Þjóðin geri sér algerlega grein fyrir vandanum enda brennir hann á fjölskyldum og fyrirtækjum daglega svo sárt svíður undan. Það er ríkisstjórnin sem er í afneitun varðandi þá staðreynd að þau úrræði sem gripið hefur verið til í þágu fjölskyldna og fyrirtækja duga engan veginn.
mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókin viðfangsefni

Þau eru greinilega flókin viðfangsefnin sem annar stjórnarflokkurinn telur brýnust þessa dagana. Má ekki með smá hagræðingu koma 14 manns fyrir í herbergi sem áður rúmaði 11 manns? Wink


mbl.is Þeir sitja sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og útlánsvextirnir?

Já, þetta er afar óþægileg staða fyrir bankanna. En hvenær ætlar efnahagsmálaráðherrann og ríkisstjórnin öll að opna augun fyrir þeirri afar óþægilegu stöðu sem fjölskyldurnar og fyrirtækin eru í vegna himinhárra vaxta sem þessir aðilar eru að greiða í útlánsvexti? Nú á ríkissjóður bankanna og er þess vegna farinn að velta fyrir sér efnahagsreikningi þeirra. Þarf ríkissjóður að eignast öll heimili og fyrirtæki í landinu áður en ráðherrarnir fatta þann halla sem er á efnahagsreikningi þeirra og grípa til aðgerða?
mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítavert kæruleysi

Hvernig dettur einhverjum í hug að skilja eftir kolagrill á þessum stað - án þess að hafa a.m.k. gengið kyrfilega úr skugga um að eldur væri slokknaður? Það má þakka fyrir að ekki fór ver - því ef hjólahópinn hefði ekki borið að er allt eins líklegt að enn stærra svæði hefði orðið eldinum að bráð. Eftir þurrka síðustu daga þarf ekki mikið til að eldur læsist i sinu og breiðist út með ógnarhraða og veldur oft óbætanlegu tjóni.
mbl.is Börðust við eld í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband