Fimmtudagur, 4. júní 2009
Loksins, loksins
![]() |
Umboðssvik og ólögleg lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Hætta að nota krítarkort
![]() |
„Kreppukortið“ kemur á markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Hver ræður?
Peningastefnunefndin gaf miklar væntingar um mikla lækkun stýrivaxta nú við júníákvörðunina. Síðan hefur talsmaður AGS tjáð sig með þeim hætti að stýrivaxtalækkun væri óráðleg. Ákvörðun peningastefnunefndarinnar mun sýna okkur hvort það sé í raun AGS sem öllu ræður hér á landi.
![]() |
Peningastefnunefnd í klemmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Hverju fatta þeir upp á næst?

![]() |
Knúsin tímatakmörkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. júní 2009
Merkilegt
![]() |
Stuðningur við stjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. júní 2009
Þversagnir
Þær eru þversagnakenndar fréttir fjölmiðlar um meintar hótanir Þjóðverja. Formaður viðskiptanefndar, sem er stjórnarsinni, tjáði sig í kvöldfréttum með þeim hætti að henni þætti bagalegt að nefndin skyldi ekki upplýst um þessi bréfaskipti. Það eru því ekki einvörðungu stjórnarandstæðingar sem kvarta.
Kjarni málsins er sá að upplýsingagjöf ríkisstjórnarinnar er orðin býsna brotakennd. Hún fór af stað með hástemmdum yfirlýsingum um að nú skyldi aldeilis bætt úr þar sem fyrri ríkisstjórn brást, í upplýsingagjöfinni. Og vissulega fór ríkisstjórnin þokkalega af stað í þessu efni. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra héldu vikulega blaðamannafundi á þriðjudögum. Nú virðast þessir fundir hættir og upplýsingagjöfin er orðin jafnléleg ef ekki verri en hjá fyrri ríkisstjórn.
![]() |
Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. maí 2009
Og hverjum skulda stjórnmálaflokkarnir?
Nýjar upplýsingar um fjárstyrki til Samfylkingarfélaga vekja athygli því tengdir aðilar hafa styrkt flokkinn um umtalsverðar fjárhæðir.
Enn vantar að Samfylkingin og aðrir stjórnmálaflokkar upplýsi hverjum þeir skulda. Fyrir kosningar kom fram að Samfylkingin skuldaði í árslok 2007 127 mk.kr. Framsóknarflokkurinn skuldaði 154 m.kr., VG 91 m.kr. og Sjálfstæðisflokkurinn 76 m.kr.
Mikið var þá talað um nauðsyn þess að upplýsa hverjir ættu þessar kröfur á flokkana. Um það hefur síðan ekkert verið upplýst. Hvernig væri að flokkarnir tækju nú höndum saman og skýrðu frá því?
![]() |
Ekki tilefni til endurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. maí 2009
Skjaldborgin?
![]() |
Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Skjaldborgin, hvar er hún?
![]() |
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Var á það bætandi?
![]() |
Álögur á eldsneyti og áfengi hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Kastljós sýknað en ...
Það er vissulega rétt að Kastljós var sýknað af miskabótakröfu. En í forsendum dóms Hæstaréttar eru gerðar svo alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Kastljóss í málinu að stjórnendur Kastljóss og RÚV hljóta að vera hugsi.
Í forsendum sínum staðfestir Hæstiréttur meira og minna allar þær athugasemdir sem áfrýjendur gerðu í sínum málatilbúnaði við fréttaflutninginn, hversu misvísandi hann var og á stundum beinlínis rangur.
Þannig segir í dómi Hæstaréttar um umfjöllun Helga Seljan um málið í Kastljósi 26. apríl 2008:
... Umfjöllun um hvernig menn fá íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt reglum laga nr. 100/1952 um það efni, eins og þeim var þá skipað, og hvaða munur var á þeim þremur meginleiðum sem til greina komu til þess að menn fengju íslenskan ríkisborgararétt var ófullnægjandi. Ekki var gerð grein fyrir þeim skýra mun sem var á veitingu dómsmálaráðherra á ríkisborgararétti með stjórnvaldsákvörðun á grundvelli lögbundinna skilyrða, sbr. 5. gr. a í lögunum og á því hvernig Alþingi veitir íslenskan ríkisborgararétt með lögum, sem eðli málsins samkvæmt er ekki reist á því að fullnægt sé lögbundnum skilyrðum, en háð umsögn lögreglustjóra og Útlendingastofnunar, sbr. 6. gr. laganna. Þá var í greinargerð stefnda Helga Seljan fjöldi rangra og misvísandi fullyrðinga, auk ónákvæmni. Rangt var farið með grundvöll dvalarleyfis áfrýjandans Luciu, fjölda þeirra sem sóttu um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis á vorþingi 2007 og fjölda þeirra sem fengu ríkisborgararétt. Þá voru rangar fullyrðingar um mismunandi aðstæður umsækjenda um ríkisborgararétt sem afgreiddur var samtímis umsókn áfrýjandans og um afstöðu Útlendingastofnunar til umsóknar hennar. Sumar fullyrðingarnar lutu að atriðum sem skiptu verulegu máli fyrir almenning til þess að geta lagt mat á málefnið í heild sinni og tekið afstöðu til þess, hvort valdi hefði verið misbeitt. (Leturbreytingar DP.)
Um kynningu Þórhalls Gunnarssonar 27. apríl 2008 segir Hæstiréttur:
... Í kynningu stefnda Þórhalls komu fram ýmsar rangfærslur, svo sem að Útlendingastofnun hefði hafnað umsókn áfrýjandans Luciu um íslenskan ríkisborgararétt og um dvalartíma hennar í landinu. Villandi upplýsingar komu að auki fram í kynningunni, svo sem að allsherjarnefnd Alþingis hefði ákveðið að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. (Leturbreytingar DP.)
Um kynningu Þórhalls Gunnarssonar og umfjöllun Sigmars Guðmundssonar 30. apríl 2008 segir Hæstiréttur:
... Þar flutti stefndi Þórhallur kynningu í upphafi, þar sem enn var farið rangt með ýmsar staðreyndir, til dæmis um lengd dvalartíma áfrýjandans Luciu í landinu, þótt leitast hefði verið við að leiðrétta það af hálfu þáverandi umhverfisráðherra og annarra. Meginefni umfjöllunarinnar þetta sinn var greinargerð stefnda Sigmars um skilyrði fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar og um umsókn áfrýjandans Luciu og efni hennar. Greinargerð þessi um skilyrði fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar var bæði röng og ónákvæm í ýmsum atriðum og veitti ekki skýra mynd af því hvernig reglum um efnið var skipað. Enn var farið rangt með dvalartíma áfrýjandans Luciu í landinu og umfjöllunin um skilyrði þess hve dvalartími þyrfti að vera langur til að fallist væri á umsókn var villandi. (Leturbreytingar DP.)
Um kynningu Þórhalls Gunnarssonar og viðtal Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósi 2. maí 2008 segir Hæstiréttur:
... Í kynningu stefnda Þórhalls var enn farið rangt með nokkrar staðreyndir, svo sem um dvalartíma áfrýjandans Luciu í landinu, lengd afgreiðslutíma umsóknar hennar og fjallað með villandi hætti um lengd afgreiðslutíma umsókna, annars vegar hjá dómsmálaráðuneyti þegar sótt er um ríkisborgararétt á grundvelli 5. gr. laga nr. 100/1952 og hins vegar þegar sótt er um til Alþingis samkvæmt 6. gr. laganna. Meginefni þáttarins var viðtal stefndu Jóhönnu við Bjarna Benediktsson, þáverandi formann allsherjarnefndar Alþingis. Spurningar þessarar stefndu í þættinum voru um sumt reistar á röngum staðhæfingum, svo sem um atriði sem misfarið var með í kynningu og gerð hefur verið grein fyrir. (Leturbreytingar DP.)
Bætur voru aldrei meginatriðið í málatilbúnaði áfrýjenda heldur það að staðfest yrði að Kastljós hefði ekki virt þær reglur sem fara ber eftir í opinberri umfjöllun. Hæstiréttur dregur rökstuðning sinn saman með eftirfarandi hætti:
Umfjöllun stefndu um málið í Kastljósi og viðleitni þeirra til að sýna fram á að meðferð og afgreiðsla umsóknar áfrýjandans Luciu í stjórnsýslunni og hjá allsherjarnefnd Alþingis hefði verið óeðlileg, bar ofurliði vilja þeirra til að fara rétt með staðreyndir og til að leiðrétta rangfærslur og gera viðhlítandi grein fyrir lagagrundvelli málsins. (Leturbreytingar DP.)
Sem lögmaður áfrýjenda tel ég að með röksemdum sínum hafi Hæstiréttur staðfest með áberandi hætti slæleg vinnubrögð Kastljóss, þótt ekki væri fallist á að fyrir hendi væru skilyrði bótaréttar.
![]() |
Kastljós sýknað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Er viðskiptaráðherra ekki í ríkisstjórninni?
![]() |
Fastgengisstefna ekki raunhæf nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi