Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Að sjá það sem skrifað er á vegginn
Er ekki bara timaspursmál hvenær Brown verður ruslað út, með illu eða góðu? Ekki munum við sýta brottför hans. Brown varð alvarlegur gerandi í því sem yfir okkur dundi þegar hann með óvenjulega ruddalegum hætti beitti hryðjuverkalöggjöf á Ísland, sem í sögulegu samhengi er lítil og vinveitt þjóð gagnvart Bretum. Þetta gerði hann til að hressa upp á stöðu sína sem forsætisráðherra og án nokkurs tillits til afleiðinganna fyrir okkur.
Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að dagar Brown væru taldir. M.a. af þeim ástæðum er áleitin sú spurning hvort bíða hefði átt með að ganga frá Icesavesamningum við Breta. Hugsanlega hefði ný ríkisstjórn í Bretlandi verið tilbúin til að semja við okkur með öðrum og hagstæðari hætti. En á það var ekki látið reyna. Formaður íslensku samninganefndarinnar vildi ekki hafa þetta verkefni lengur hangandi yfir sér.
![]() |
Þrýstingurinn á Brown eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Það var og ...
Sé þetta rétt þá talaði utanríkisráðherra í gær ekki eins og hann vissi af þessari staðreynd. Það verður fróðlegt að heyra og sjá hvernig utanríkisráðherra svarar þessu í dag.
![]() |
Var undir forystu utanríkisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. júní 2009
Endalaus leynd
Það er óskiljanleg þessi leynd sem ríkisstjórnin lætur vera yfir viðræðum vegna Icesave málsins. Eina skýringin á þessum asa í málinu kom fram í yfirgripsmiklu og hápólitísku viðtali Svavars Gestssonar sendiherra í Morgunblaðinu í dag eru eftirfarandi ummæli sendiherrans: ,,Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér. Sem sé, sendiherrann vildi bara klára þetta. Eru það rök? Hefðu frekari viðræður hugsanlega skilað betri samningi?
Á blaðamannafundi á laugardag kom fram hjá fjármálaráðherra að öll gögn væru jafnóðum send rannsóknarnefnd Alþingis. Hvað er ráðherrann með því að gefa í skyn? Að þessu máli tengist eitthvað sem heyrir undir verksvið þeirrar nefndar? Af hverju er vitnað í minnisblað sem þinginu er ekki sýnt? Og ef búið var að negla samkomulagið í þessu minnisblaði - um hvað var þá nefndin undir forystu Svavars Gestssonar sendiherra að semja? Þurfti þá eitthvað að semja?
Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ótrúverðugur og skýringar eru þversagnakenndar. Eftir situr þjóðin með ábyrgð á umtalsverðum fjármunum sem enn hefur ekki tekist að útskýra með skýrum hætti að hún beri ábyrgð á.
![]() |
Gróflega misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. júní 2009
Hvað meinar utanríkisráðherra?
![]() |
Kom í veg fyrir samkomulag við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Heldur hvað?
Auðvitað er þessi fyrirgreiðsla til þessara tveggja fjárfestingabanka ekkert annað en ríkisstyrkur. Fyrirgreiðslan er óskiljanleg ekki síst fyrir þá sök að hluthafar í þessum fjárfestingabönkum töpuðu engu. Hvert orð í ágætri grein Halldórs Friðriks Þorsteinssonar um þetta mál í Morgunblaðinu í síðustu viku er rétt. Ríkissjóður sem er ekkert annað en við skattgreiðendur er að gefa örfáum hluthöfum tveggja fjárfestingabanka milljarða. Á meðan blæðir öðrum fyrirtækjum út og mörg fara í gjaldþrot. Ekki eiga þau kost á svona ríkisstyrkum. Af hverju ekki?
Á sama tíma segir forsætisráðherra að engin þörf sé að gera meira fyrir fjölskyldurnar í landinu. Það er of dýrt að lækka höfuðstól fasteignalána sem hækkuðu umfram allt sem nokkur skynsamur maður gat búist við vegna bankahruns og gengishruns. Hver fjölskylda fengi þó ekki nema örfáar milljónir í fyrirgreiðslu með slíkri aðgerð. Það er ekki hægt.
Skilaboðin geta ekki verið skýrari: Það má gefa örfáum völdum hluthöfum marga milljarða króna. Það má ekki gefa fjölskyldunum í landinu örfáar milljónir króna.
Ég skil ekki þessa ríkisstjórn.
![]() |
„Ekki ríkisstyrkur“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Hvað er ekki verið að segja okkur?
Ég er sammála hverju orði sem Eiríkur Bergmann Einarsson segir. Ríkisstjórnin hefur ekki útskýrt fyrir okkur af hverju það þurfti að semja. Ríkisstjórnin hefur ekki útskýrt fyrir okkur af hverju það þurfti að semja nánast í skjóli nætur. Það var skrifað undir um miðnætti aðfararnótt laugardags.
Fjármálaráðherra hefur ekki með trúverðugum hætti útskýrt fyrir okkur hvað hafi breyst frá því í haust þegar hann var í stjórnarandstöðu og taldi þá fráleitt að semja um Icesaveskuldir. Það eru engin rök að segja að þetta séu miklu betri samningar en þá hafi verið í boði. Gæði samningsins getur varla verið málið. Þurfti að gera hann er spurningin?
Við bíðum eftir skýringum frá ríkisstjórninni.
![]() |
Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. júní 2009
Vaxtalaust?
![]() |
50 milljarðar á reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 6. júní 2009
Ríkisstjórnin þarf að svara
![]() |
Ósáttur við Icesave-lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. júní 2009
Okurvextir?
![]() |
Frystingu eigna aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 5. júní 2009
Hljómar ekki vel
Ekki hljómar þessi lausn vel. Engu skiptir þó það dragist í 7 ár að byrja að greiða. Á meðan tikka á fjárhæðina vextir sem sýnast óskiljanlega háir miðað við vaxtakjör í Evrópu um þessar mundir. Af hverju erum við að ganga að þessu? Er víst að okkur beri að greiða þetta allt saman? Hverju er verið að leyna okkur?
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi