Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Aðgerðaleysi
Það er einfalt svar við þessu. Ríkisstjórnin telur sig vera búna að gera allt sem þarf fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Ríkisstjórnin er ekki jarðtengd. Hún áttar sig ekki á stöðu mála og þeirri staðreynd að fjölskyldum og fyrirtækjum er að blæða út. Fyrri ríkisstjórn fékk réttilega bágt fyrir að 20. janúar sl., daginn sem þing kom saman eftir hefðbundið jólaleyfi, voru á dagskrá Alþingis mál sem höfðu lítið með að gera þann brýna vanda sem þá var uppi. Þá voru tæpir fjórir mánuðir frá hruni.
Nú, 20. maí, tæpum fjórum mánuðum eftir að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með fögur fyrirheit um aðgerðir, tafarlausar, er staðan orðin sú sama. Meðhöndlun úrgangs, erfðabreyttar lífverur og kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja breyta engu um þann vanda sem nú er uppi. En það eru málin á dagskrá Alþingis.
Hefur nokkur ríkisstjórn misst sjónar af verkefni sínu jafnfljótt og sú sem nú situr? Enda er búið að boða til mótmælafundar á Austurvelli nk. laugardag. Það kemur ekki á óvart. Framsóknarmenn eiga þakkir skildar fyrir að vekja á þessu athygli.
Er Framsóknarflokkurinn einn um að standa vaktina í stjórnarandstöðunni? Eða er þeirra málflutningur sá eini sem ratar í fjölmiðla?
![]() |
„Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Tek ofan
![]() |
Gagnrýni Bruni einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Opna útibú / stofna svæðisfélag
Skrítin fyrirsögn á þessari frétt því hún er í engu samræmi við efni fréttarinnar. Það er sitthvað að opna útibú og að stofna svæðisfélag. Fyrirsögnin er því um allt annað.
En innihald fréttarinnar sýnist benda til að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn séu að efla samstöðuna í andstöðunni við að fara í aðildarviðræður. Það er fréttnæmt ekki síst í ljósi þeirrar sannfæringar forsætisráðherra að hún nái í gegn þingsályktunartillögunni með stuðningi framsóknar m.a.
![]() |
Heimssýn opnar útibú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Ofbeldisfullur faðir
Á þessum tíma árs eru meistaranemar í hinum ýmsu fagreinum að ganga frá meistaraprófsritgerðum sínum og verja þær. Athygli mín var vakin á vörn meistaraprófsritgerðar sem verður við lagadeild HÍ nk. föstudag.
Af lýsingu á efni ritgerðarinnar segir m.a.:
Í erindinu verður gerð grein fyrir möguleikum ofbeldisfullra foreldra til að öðlast forsjá barna sinna samkvæmt íslenskum rétti. Enn fremur hvaða áhrif ofbeldi innan veggja heimilisins hefur á ákvarðanir um umgengni barns við ofbeldisfullt foreldri sem það býr ekki hjá. Loks verða niðurstöður rannsóknarinnar skoðaðar í ljósi þess hvaða vernd börnum er tryggð samkvæmt íslenskum rétti og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, gegn hvers kyns ofbeldi.
Augljóst virðist því að ritgerðin fjallar um ofbeldi foreldra og hvaða áhrif það hefur á möguleika gagnvart forsjá. Það er bæði verðugt og þarft umfjöllunarefni.
Þess vegna hnýt ég um það að heiti ritgerðarinnar er Getur ofbeldisfullur faðir fengið forsjá barna sinna? Miðað við lýsinguna sýnist að eðlilegra heiti hefði verið Getur ofbeldisfullt foreldri fengið forsjá barna sinna? Það er umhugsunarefni af hverju annað foreldrið er dregið fram umfram hitt í titli ritgerðar sem fjallar um foreldra, ofbeldi og möguleika til forsjár. Erum við ekki komin lengra í að forðast staðlaðar kynjaímyndir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Barnsleg einfeldni?
Ef Samfylkingin vill tryggja þingsályktunartillögunni öruggan stuðning þarf hún að standa öðru vísi að málum. Þá þarf hún fyrirfram að fá til stuðnings við málið alla aðra þingflokka en þingflokk VG sem fyrir fram er vitað að er á móti málinu, sennilega í heild sinni.
Af hverju er ekki farið í slíka samvinnu við stjórnarandstöðuna? Af hverju er bara sagt af hálfu forsætisráðherra að hún meti það svo að það sé meirihluti fyrir þingsályktunartillögunni. Hvers konar forysta er þetta í máli sem Samfylkingin telur það mikilvægasta?
Mér finnst óskiljanlegt hvernig forsætisráðherra er að halda á þessu máli. Er fosætisráðherra fyrirmunað að setjast niður og sjá hvað þarf til að stjórnarandstaðan skuldbindi sig til stuðnings? Hvaða orðalag, hvaða framsetning, hvaða fyrirkomulag þegar til viðræðna kemur?
Það er ekki nóg að halda í mikilvægum málum, það þarf að vita.
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Ríkisvæðing
![]() |
Skiptar skoðanir um eignaumsýslufélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. maí 2009
Bjartsýni?
Það eina þessa dagana sem eykur þjóðinni bjartsýni eru þessir yndislegu sumardagar sem við höfum notið a.m.k. hér á suðvesturhorninu. Það væri synd að segja að ríkisstjórnin væri að auka bjartsýni okkar. Þvert á móti. Ríkisstjórnin er ekki alveg jarðtengd. Hún virðist ekki skilja vandann sem fjölskyldur og fyrirtæki glíma við. Hún áttar sig ekki á því að þetta gengur ekki nema með einhvers konar afskriftum skulda. Maður veltir fyrir sér hvað þurfi til að ríkisstjórnin opni augun og fari að grípa til aðgerða sem duga.
Það er ekki nóg að tala um bjartsýni. Það þarf með aðgerðum að blása bjartsýni í brjóst landsmanna. Það eru engar vísbendingar um það að þessi ríkisstjórn ætli að gera það.
![]() |
Jóhanna Guðrún fyrirmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 18. maí 2009
Ríkisumsvif aukast
Enn fjölgar fyrirtækjunum sem ríkið eignast vegna eignarhalds síns á bönkunum. Í sjónvarpsfréttum í gær kom fram að engar reglur eru til um það hvernig skilanefndirnar selja eignir sem bankarnir taka yfir með þessum hætti. Efnahagsmálaráðherrann skýrði frá því að fylgst væri með því að eignir væru seldar með opnu og gegnsæju söluferli. Hvernig er hægt að fylgjast með því þegar reglurnar eru engar til að bera saman við?
Það er umhugsunarefni að ekki skuli einfaldlega hafa verið settar skýrar reglur um sölu eigna. Þá er fyrirfram vitað hverjar leikreglurnar eru. Margt bendir til að upphaf ófara okkar megi rekja til þess að vikið var til hliðar á sínum tíma skýrum reglum um það hvernig standa skyldi að einkavæðingu bankanna. Þetta kemur t.d. skýrt fram í athyglisverðri bók Ólafs Arnarsonar Sofandi að feigðarósi. Í því tilviki voru reglurnar til. Þess vegna er svo auðvelt að sjá, eftirá, að þeim var vikið til hliðar. Ef engar reglur eru til má skjóta sér bak við þá staðreynd. Fyrir helgi var t.d. fréttaflutningur um það að ein skilanefndin væri að bjóða völdum aðilum með tölvupósti að gera tilboð í tilteknar eignir. Hvernig eru aðilar valdir í slíku ferli?
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að efnahagsráðherra og ríkisstjórnin setji skýrar reglur þar sem opið og gagnsætt söluferli eigna, sem ríkisbankarnir þurfa að selja, er tryggt. Því verður ekki trúað að ríkisstjórnin vilji hafa þetta allt svona loðið og óljóst.
![]() |
Íslandsbanki með 47% hlut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Léttir lund

![]() |
Áfram spáð blíðu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Á 10 ára fresti?
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi