Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðaleysi

Það er einfalt svar við þessu. Ríkisstjórnin telur sig vera búna að gera allt sem þarf fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Ríkisstjórnin er ekki jarðtengd. Hún áttar sig ekki á stöðu mála og þeirri staðreynd að fjölskyldum og fyrirtækjum er að blæða út. Fyrri ríkisstjórn fékk réttilega bágt fyrir að 20. janúar sl., daginn sem þing kom saman eftir hefðbundið jólaleyfi, voru á dagskrá Alþingis mál sem höfðu lítið með að gera þann brýna vanda sem þá var uppi. Þá voru tæpir fjórir mánuðir frá hruni.

Nú, 20. maí, tæpum fjórum mánuðum eftir að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með fögur fyrirheit um aðgerðir, tafarlausar, er staðan orðin sú sama. Meðhöndlun úrgangs, erfðabreyttar lífverur og kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja breyta engu um þann vanda sem nú er uppi. En það eru málin á dagskrá Alþingis.

Hefur nokkur ríkisstjórn misst sjónar af verkefni sínu jafnfljótt og sú sem nú situr? Enda er búið að boða til mótmælafundar á Austurvelli nk. laugardag. Það kemur ekki á óvart. Framsóknarmenn eiga þakkir skildar fyrir að vekja á þessu athygli.

Er Framsóknarflokkurinn einn um að standa vaktina í stjórnarandstöðunni? Eða er þeirra málflutningur sá eini sem ratar í fjölmiðla?


mbl.is „Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Er sammála þér í öllu því er skrifarðu hér að ofan Þetta er hæggeng stjórn sem þið hafið og ætti hún að reyna að komast úr þriðja gírnum uppí þann fimmta/sjötta og hætta að leyfa sér umræður um hluti sem eru svona "tímastelandi" og ræða alvöru málin!

Jón Arnar, 21.5.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband