Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Af hverju?

Eitt af því sem mikið hefur verið talað um eftir hrunið er mikilægi gegnsæis. Af hverju er það eitthvað leyndarmál hver er samsetning innlána Icesave-reikninga Landsbankans? Ég tala nú ekki um ef vísbendingar eru um að í samningaviðræðum hafi ábyrgð verið tekin á meiru en tilskipanir sem við erum bundin af, kröfðust. Eigum við skattgreiðendur ekki fortakslausa kröfu á þessum upplýsingum?  Það erum við sem eigum að borga á endanum. Ég trúi ekki öðru en að kærunefnd upplýsingamála snúi þessari ákvörðun við. En æskilegast hefði auðvitað verið að viðskiptaráðherra sjálfur hefði séð mikilvægi þess að upplýsa málið.
mbl.is Viðskiptaráðherra lúrir á upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera grín að neytendum

Verðmunur af því tagi sem fram kemur í könnuninni á sér enga skynsamlega skýringu. Vissulega er  rekstrarkostnaður væntanlega eitthvað hærri hjá verslunum eins og 10-11, einkum vegna lengri opnunartíma. En það er ómögulegt að sú staðreynd ein útskýri svo gríðarlegan verðmun. Ekki verður annað séð en að verslanir sem bjóða upp á verð af þessu tagi séu í raun að gera grín að neytendum og treysta því að þeir hafi nákvæmlega ekkert verðskyn. Þetta er auðvitað ólíðandi og verður svarað best með einum hætti af hálfu neytenda: Að sniðganga þær verslanir sem bjóða upp á svona verðlagningu.


mbl.is 348% verðmunur á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnað framtak

Vetrarhátíðin, líkt og menningarnóttin, eru dæmi um sérlega vel heppnað framtak af hálfu borgaryfirvalda með virkri þátttöku utanaðkomandi aðila. Sjálf fór ég í Esjuljósagöngu sem var einn dagskrárliðurinn á hátíðinni. Lagt var á Esjuna í ljósaskiptunum á laugardagskvöld og gengið upp í myrkri. Í göngunni tóku þátt yfir 80 manns, á öllum aldri og þó nokkrir útlendingar. Það var fallegt að horfa af Esjunni á ljósadýrðina í Reykjavík, þegar upp var komið (stöð 4). Og svo var maður auðvitað svo alsæll að hafa drifið sig að göngu lokinni. Það er sennilega fátt betra þegar kemur að þjálfun en að ganga reglulega á Esjuna.

Fjallgönguklúbburinn Toppfarar (www.toppfarar.is) sá um gönguna af hálfu Vetrarhátíðar. Þetta er klúbbur sem stofnaður var 2007 og fer vikulega í gönguferðir á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og svo mánaðarlega í lengri fjallgöngur. Vissi auðvitað ekkert af þessum klúbbi fyrir þetta en fór með þeim í Búrfell og Búfellsgjá sl. þriðjudag. Góð tveggja tíma ganga - þægileg og hressandi. 


mbl.is Metaðsókn á Vetrarhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvörunarorð

Ég hygg að hér séu aðvörunarorð og ábendingar sem hlusta þurfi á og bregðast við. Þvi fyrr þvi betra.
mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarefni

Ábendingar fráfarandi formanns FÍS um það hversu langt Samkeppniseftirlitið gekk í að samþykkja samruna í verslunarrekstri hér á árum áður eru umhugsunarefni. Eftir bankahrunið er öllum ljóst að Fjármálaeftirlitið stóð ekki undir verkefnum sínum og veitti falskt öryggi. Spurning er hvort ýmsar gerðir Samkeppniseftirlitsins hafi hugsanlega ýtt undir þróun mála með þeirri samþjöppun peningavalds sem sameiningum fylgdi, eins og formaðurinn bendir á. Kannski er þetta eitthvað sem þarf að skoða í tengslum við það uppgjör sem í gangi er vegna hrunsins?
mbl.is Formaður FÍS: Fjölmargir brugðust trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankinn átti ekki annarra kosta völ

Það liggur í augum uppi að mistökin hér eru bankans. Fyrir liggur skv. fréttinni upptaka af samtali þar sem fyrirmæli voru gefinn, en bankinn sinnti þeim ekki. Það er því ekki skrítið þó mistökin séu viðurkennd og mismunurinn greiddur. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig tilvik, sem meira liggja á gráum svæðum, verða afgreidd af hálfu bankans.
mbl.is Landsbanki viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt

Það er lífsnauðsynlegt að ljúka við tónlistarhúsið þó ekki sé nema útaf staðsetningunni á því. Það gengur ekki að í hjarta borgarinnar sé hálfkarað hús svo árum skiptir. Það er því sérlega ánægjulegt að ríki og borg skuli nú búin að ákveða að ganga í það mál.
mbl.is Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gat þetta gerst?

Mér er óskiljanlegt hvernig forsetaembættið gat gefið grænt ljós á viðtal við forsetann þar sem orð hans voru slitin úr samhengi eins og það er kallað hjá embættinu. Ég hélt að fjölmiðlafulltrúar / upplýsingafulltrúar væru til að tryggja fyrirfram að svona uppákomur gerðust ekki. Og jafnþaulreyndur maður í samskiptum við fjölmiðla og forseti Íslands er léti svona lagað ekki gerast á sinni vakt. Er ekki tímabært að sá vinkill á málinu verði skoðaður?
mbl.is Forsetaviðtal olli skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klókt hjá Steingrími

Þetta var klókt útspil hjá Steingrími. Leyfir veiðum að fara fram á þessu ári en lofar engu fram í framtíðina, enda kannski réttara að nýr sjávarútvegsráðherra í næstu ríkisstjórn sjái um það.
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ámælisvert?

Það er margt að á Íslandi. Við getum þó verið þakklát fyrir það að hér hefur enginn áhuga á því hvort við göngum til náða nakin eða í náttfötum. Enda er það óáhugavert og vandséð að öðrum komi það við. Það er makalaust að klæðaburður í rúminu geti orðið hápólitískt mál í nokkru landi. Enn makalausara er að stjórnmálamaður sem verður uppvís að því að sofa nakinn telji sig þurfa að bjóðast til að segja af sér. Að axla pólitíska ábyrgð öðlast nýja merkingu við lestur þessarar fréttar. Wink
mbl.is Býðst til að segja af sér vegna nektarmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband