Leita í fréttum mbl.is

Ámælisvert?

Það er margt að á Íslandi. Við getum þó verið þakklát fyrir það að hér hefur enginn áhuga á því hvort við göngum til náða nakin eða í náttfötum. Enda er það óáhugavert og vandséð að öðrum komi það við. Það er makalaust að klæðaburður í rúminu geti orðið hápólitískt mál í nokkru landi. Enn makalausara er að stjórnmálamaður sem verður uppvís að því að sofa nakinn telji sig þurfa að bjóðast til að segja af sér. Að axla pólitíska ábyrgð öðlast nýja merkingu við lestur þessarar fréttar. Wink
mbl.is Býðst til að segja af sér vegna nektarmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Þá er það spurningin með Íslenska stjórnmálamenn. Eru þeir í náttfötum og ef ekki þá er kannski komin ástæða fyrir afsögnum þó að ekki væri nema fyrir það þó svo að allt annað sé fyrirgefið.

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 18.2.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi frétt frá Malasíu bendir til að sú aðferð sem lýst er til að koma pólitískum andstæðing á kné, er vægast sagt á ansi lágu plani. Ekki kemur fram hvort myndir hafi hugsanlega verið falsaðar en tiltölulega auðvelt mun það vera. Spurning hvort þar í landi séu hliðstæð ákvæði og er í flestum stjórnarskrám um að heimilið sé friðheilagt og persónufrelsi sé virt.

Að draga saman óskyld mál sér til framdráttar hefur aldrei þótt góður né vandaður málflutningur.

Kannski að þroski og hæfileiki að virða mannréttindi annarra sé kannski stutt kominn þar eystra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Málið snýst fyrst og fremst um þann "glæp" hennar að leyfa karlmanni sem ekki er eiginmaður hennar að gista hjá sér!

Myndirnar sanna að svo hafi verið, en vissulega var nektin olía á eldinn en er ekki aðalatriði málsins! Ef hún hefði verið sofandi í náttfötum hefði það litlu breytt. Ef eiginmaður hennar hefði tekið nektarmynd af henni og lekið í fjölmiðla væri hann sekur en ekki hún.

Hún leyfði karlmanni að vera hjá sér sem ekki var eiginmaður hennar! Um það snýst málið!

Mér finnst það hafa vantað í fréttina.

Benedikt Halldórsson, 18.2.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úps..Fyrrverandi kærasti, jæja hún er a.m.k. breysk og mannleg eins og við hin. Hins vegar er það skuggalegt að sofa nakinn.

Finnur Bárðarson, 18.2.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Takk Benedikt fyrir þennan vinkil. Það eiginlega gerir málið ennþá verra ef einhleyp kona og engum lofuð má ekki eiga í nánum samskiptum við karlmann.

Dögg Pálsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:46

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er alveg gáttaður á þessari athugasemd Benedikts. Svona aths. gæti átt við aðstæður einhverra mjög strangra bókstafsmanna. Hvaðan hann hefur einhverjar upplýsingar sem ekki eru í fréttinni væri fróðlegt.

Ætli það sé ekki mjög algengt um allan heim að fólk skjóti skjólshúsi yfir gesti þegar þannig stendur á. Hvað fólk kann síðan að aðhafast innan heimilisins á ekki að koma neinum við.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband