Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Sendir tóninn ...
Það er algerlega óviðeigandi að seðlabankastjóri leyfir sér að senda forsætisráðherra tóninn með þeim hætti sem hér hefur verið gert. Í því sambandi skiptir hvorki máli hvað seðlabankastjórinn heitir né hvað forsætisráðherrann heitir.
Furðar sig á vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Hvar eru
boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum? Fyrri ríkisstjórn stóð sig ekki nægilega vel í þessum efnum. Nýja ríkisstjórnin þóttist hafa lausnirnar, en þær láta standa á sér.
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar stórlega milli ára. Þessi þróun var fyrirséð og staðfestir hvernig hávaxtastefnan m.a. er að setja fyrirtækin á kné. Því fylgir aukið atvinnuleysi og er vart á það bætandi eins og staðan er nú.
Vandi heimila er óleystur. Í annarri frétt hér á mbl.is í dag er skýrt frá því að fjölskylda sem keypti íbúð á 100% láni fyrir nokkrum misserum er nú með í höndum eign sem stendur ekki lengur undir veðinu. Þeir sem keypt hafa eign fyrir nokkrum misserum og áttu einhvern höfuðstól í henni eru komnir í þá stöðu að höfuðstólinn hefur verðbólgan brennt upp. Eftir stendur eign sem varla stendur lengur undir áhvílandi íbúðaláni. Meðan fjölskyldan getur borgað hinar mánaðarlegu afborganir af láninu skapast engin vandamál. En um leið og greiðslugetuna þrýtur, t.d. vegna atvinnuleysis, þá stefnir þessi fjölskylda í þrot og heimilismissi.
Hvað á að tala lengi um að koma fjölskyldum og fyrirtækjum til hjálpar? Er ekki búið að tala nóg og komið að því að gera það sem þarf, sem er fyrst og fremst lækkun vaxta og lækkun höfuðstóls íbúðarlána með því t.d. setja hann til stöðu miðað við einhverja tímasetningu s.s. 1. júlí 2007?
Því sem hér hefur gerst hefur verið líkt við efnahagslegar hamfarir. Bregðast þarf við þeim í samræmi við það. Það verður ekki gert með einhverjum gömlum leiðum. Ný og óþekkt vandamál kalla á nýjar og róttækar lausnir, eins og þá sem að framan er rakin. Spurningin er: Þora stjórnvöld að grípa til lausna af þessu tagi.
70 fyrirtæki gjaldþrota í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Slyngir samningamenn?
Ég hefði haldið að í þessar nefndir þyrfti slynga og þaulvana samningamenn, jafnvel erlenda. Gagnaðilarnir mun einskis svífast í viðleitni sinni til að knébeygja okkur. Það hefur þegar komið í ljós. Það er lífsspursmál fyrir okkur sem þjóð að vel takist til í þessum samningum, ekki síst samningunum um Icesave.
Með mikilli virðingu fyrir þeim einstaklingum sem þarna hafa verið valdir þá leyfi ég mér að efast um að þeir séu réttu einstaklingarnir í nákvæmlega þessi verkefni.
Svavar stýrir Icesave nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Vantar jarðtengingu?
Bónusgreiðslur þrátt fyrir tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Gloppa í lögum?
Þessi umræddi bandaríkjamaður hefur verið í starfi hér á landi. Atvinnurekandi sá sem greitt hefur honum laun hefur jafnframt þurft að standa skil á tryggingagjaldi af launum hans. Ákveðinn hluti tryggingagjaldsins rennur til Atvinnuleysistryggingasjóðs og á að tryggja atvinnuleysisbætur.
Mér er því óskiljanlegt hvernig hægt er að greiða í Atvinnuleysistryggingasjóð af launum mannsins og segja honum síðan, þegar hann verður atvinnulaus og ætlar að njóta réttinda sem búið er að greiða fyrir hann að hann eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Þetta hlýtur að vera gloppa í lögum sem stoppa þarf upp í og það hið snarasta.
Farðu heim, góði minn! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Þrjár vikur
eru frá fyrsta starfsdegi ríkisstjórnarinnar og allt er komið upp í háaloft - í boði Framsóknarflokksins. Það er sami flokkurinn og hratt af stað þeirri atburðarás sem varð til þess að Samfylkingin fór á brott úr fyrri ríkisstjórn í fangið á VG. Með loforðum sínum um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG vantrausti gerði Framsóknarflokkurinn Samfylkingunni kleift að hlaupa frá hálfnuðu verki, þegar kjarkinn brast eftir að skoðanakannanir fóru að sýna verri útkomu en áður.
Ábyrgð Framsóknarflokksins er mikil. Ekki er ég viss um að kjósendur kunni að meta uppákomur af þessu tagi. Kjósendur kalla eftir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Kjósendur kalla eftir kosningum. Þetta þóttist Framsóknarflokkurinn styðja. Nú sýnir Framsóknarflokkurinn hvernig framsóknarmenn efna sín loforð.
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.2.2009 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Skuggahliðar prófkjöranna
Það er erfitt að finna hentuga leið til að velja á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Prófkjör eða forval er sú leið sem mest hefur verið notuð síðustu árin. Gallinn við þá leið er sá að þar berjast samherjar, stundum af slíkri hörku að menn verða sárir í slagnum og þau sár gróa seint og stundum aldrei. Enda er ýmsum meðölum beitt í prófkjörsbaráttunni, misjafnlega vönduðum. Það þekkja allir af eigin raun, sem tekið hafa þátt í prófkjöri. Og það er langt frá því að vera sjálfgefið að val á lista gegnum prófkjör skili stjórnmálaflokkum lista sem er sigurstranglegastur þegar til kosningabaráttunar sjálfrar kemur.
Þegar tveir samherjar berjast um sama sætið ofarlega á lista í prófkjöri þá getur viðureignin ekki endað nema á einn veg. Annar fer með sigur af hólmi og hinn bíður lægri hlut. Það verður að treysta því að sú niðurstaða sé rétt þar sem það er niðurstaða í lýðræðislega prófkjöri. Fréttin hér sýnir glöggt verstu skuggahliðar prófkjöranna.
Samherjar eiga ekki að þurfa að berjast með þeim hætti sem prófkjörin bjóða upp á. Það þarf að finna betri leið til að velja frambjóðendur á lista. Kannski er einhvers konar persónukjör þvert á pólitíska flokkar, í kosningunum sjálfum, leið sem skoða þarf af meiri alvöru.
Ekki erfiðasta prófkjörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
2. - 4. sætið
Eins og fram kemur í fréttinni er ég í hópi þeirra sem gefið hafa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem haldið verður 13. - 14. mars nk.
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.-4. sætið á listanum.
Ég hef einlægan áhuga á því að leggja mitt af mörkum til að bæta hag fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Það er og verður brýnasta verkefnið í bráð og lengd. Staða heimila og fyrirtækja er alvarleg eftir bankahrunið. Atvinnuleysi stefnir í óþekktar hæðir. Skuldastaða heimila er víða með þeim hætti að fjölskyldur munu ekki ráða fram úr henni án sértækra aðgerða. Fyrirtæki stefna í þrot. Við öllu þessu verður að bregðast, með nýjum lausnum.
Ég hef áður bloggað um að ég ætla ekki að ráðast í kostnaðarsama prófkjörsbaráttu. Þó Sjálfstæðisflokkurinn telji að kostnaður undir 2,5 m.kr. sé innan hæfilegra marka þá tel ég að aðstæður í þjóðfélaginu leyfi ekki að slíkum fjármunum sé varið í prófkjörsbaráttu. Það er nánast móðgun við þær þúsundir einstaklinga sem búnir eru að missa atvinnuna og þær fjölskyldur og fyrirtæki sem eru að komast í þrot, að eyða slíkum fjárhæðum í keppni milli samherja í stjórnmálum.
Prófkjörsbarátta mín verður því rekin með lágmarkstilkostnaði. Á næstu dögum opna ég aftur heimasíðu mína www.dogg.is. Ég held auðvitað áfram að blogga um málefni líðandi stundar. Auk þess mun ég skrifa lengri pistla á blogginu og heimasíðunni um þau áherslumál sem ég verð með í prófkjörsbaráttunni. Mér til mikillar ánægju hefur blogg mitt notið sívaxandi lesturs á liðnum mánuðum. Þá er ég með síðu á Facebook og þann miðil mun ég einnig nota í baráttunni. Stuðningsmenn mínir munu tala fyrir framboði mínu í sínum hópum. Þá tek ég að sjálfsögðu þátt í allri kynningu á vegum flokksins vegna prófkjörsins .
Enginn verður ónáðaður af mér eða stuðningsmönnum mínum með ósk um fjárframlög vegna prófkjörs míns. Ef einhver hefur áhuga á að leggja framboði mínu lið með fjárframlögum þá bendi ég viðkomandi á að láta aðila á borð við Mæðrastyrksnefnd njóta þeirra fjármuna.
Mér er fullkomin alvara með því að þetta framboð verður rekið á lágmarkskostnaði. Aðstæður í þjóðfélaginu eru slíkar. Mín prófkjörsbarátta verður því einnig ákveðinn prófsteinn á það hvort samhengi sé milli árangurs í prófkjöri og þeirra fjármuna sem til baráttunnar er varið.
Nú mun ég, með stuðningsmönnum mínum, bretta upp ermar og vinna framboði mínu brautargengis. Ég bið þá, sem vilja styðja mig í þessu prófkjöri að merkja við mig á kjörseðlinum í 2. - 4. sætið.
Geir gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Skoðanakannanir
Þessi skoðanakönnun vekur ýmsar vangaveltur. Fram kemur að liðlega 1000 kjósendur í Reykjavík voru spurðir. Væntanlega eru það almennir kjósendur í Reykjavík en ekki yfirlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Spurningin verður því: Er stuðningur við einstaka frambjóðendur í því prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem framundan er sá sami meðal almennra kjósenda í Reykjavík og meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins?
Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Skýringar
Afskrifa 1.500 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 392324
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi