Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Spennandi

Ég fór á námskeið hjá Sollu í fyrra um matreiðslu hráfæðis. Var hissa á því hvað margt var ágætlega bragðgott og sumt alveg sérstaklega spennandi. Hef lesið bækur um hollustu hráfæðis og efa ekki að maður bæði yngist, léttist og verði orkumeiri fari maður að neyta hráfæðis í ríkum mæli . En maður er bara svo vanur hinu. Það er vandinn. Hafði ekki tekið eftir þessum stað en ætla svo sannarlega að prufa hann fljótlega. Hlakka til. Blogga kannski um þá reynslu.Undecided
mbl.is Hrátt og hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

París Hilton

Mér finnst sama hvaða blöð ég opna, alltof oft rekst ég á fréttir af París Hilton. Meira að segja Morgunblaðið gefur daglegu lífi þessarar konu ótrúlegt dálkapláss hjá sér.  Um daginn voru fjölmiðlar, erlendir sem innlendir, í marga að daga að segja okkur frá því hvort stúlkan væri innan eða utan fangelsismúranna.

Gott væri ef einhver útskýrði fyrir mér hvað það er sem gerir fréttir af þessari konu svo merkilegar að fjölmiðlar keppast við að segja frá þeim. Mér finnst líf þessarar konu einfaldlega ekkert sérstaklega fréttnæmt.


Ekki nóg að skipta um þjálfara?

Ég get nú ekki sagt að ég fylgist mjög náið með fótbolta en hef þó frá því að ég var stelpa haldið með Val enda uppalin í Hlíðunum, hreinu Valshverfi.

Man ég ekki rétt að stjórn KR rak þjálfarann fyrir stuttu til að bæta gengi liðsins? Ekki sýnist mér það hafa borið mikinn árangur. En Valshjartað kætist alltaf þegar Valur vinnur KR - sem frá því ég man eftir mér var erkióvinurinn, a.m.k. í fótbolta.Wink


mbl.is Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm frétt

Það er margt slæmt í þessari frétt. Ungur aldur telpunnar. Það að hún skuli vera í slagtogi við svona miklu eldri mann. Það liggja þungar refsingar við því broti sem þau bæði hafa orðið uppvís að þannig að viðbúið er að telpan fái fangelsisdóm, jafnvel langan, enda sakhæf. Slæmt er að henni skuli sleppt án þess að forráðamenn eða barnaverndaryfirvöld séu látin vita. Auðvitað hljómar það ótrúlega að hún hafi haft leyfi foreldra fyrir ferðalaginu. Það er þó best að fara varlega í að ásaka foreldra telpunnar. Forsöguna þekkjum við ekki, þó fram komi að telpan hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. Það bendir til að hún hafi átt í einhverjum vandræðum. Kannski hafa foreldrarnir einfaldlega gefist upp? En ég skil ekki af hverju kerfið hefur ekki með einhverjum hætti gripið inn í til að hjálpa telpunni. Það eru til ýmis barnaverndarúrræði sem hægt er að grípa til í tilvikum eins og þetta virðist vera. En kannski er búið að reyna það líka?

Verst finnst mér þó í umfjöllun um svona mál hvað mikið er gert úr því hvað götuverðmæti þess sem reynt var að smygla geti verið. Ég heyrði í kvöldfréttunum á annarri hvorri stöðinni nákvæmlega útlistað hvað "gróðinn" hefði orðið mikill hjá parinu, hefði smyglið tekist. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla svona nákvæmlega um það og held að allar slíkar upplýsingar geti hvatt til smygls í von um skjótfenginn gróða.


mbl.is Barnaverndaryfirvöld vinna í máli 16 ára fíkniefnasmyglara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjublöðin

Ég gengst við því að vera búin að kaupa bæði tekjublöðin, blað Frjálsrar verslunar og Mannlífsblaðið. Ég skammast mín ekkert fyrir að finnast gaman að fletta þessum blöðum. Mér finnst hreint frábært að sjá hvað margir eru að gera það gott í launum. Ég fagna hverri konu sem ég sé meðal þeirra hæstu. Þær mættu vera miklu mun fleiri. (Nefni það þó í framhjáhlaupi að ég skil ekki af hverju meint mánaðarlaun mín eru hærri í öðru blaðinu en hinu.)

Ég er greinilega ekki ein um þessa forvitni um ,,einkahagi" annarra. Hver einasti maður sem var að kaupa í bókabúðinni í dag var að kaupa annað hvort  blaðið eða bæði. Sumir eru að æsa sig yfir þessum blöðum og kalla þá jafnvel snuðrara sem kíkja í skattskrárnar. Ég spyr: Er einhver munur á því að kaupa tekjublöðin eða kaupa Séð og heyrt, Mannlíf, Nýtt líf, Ísafold og hvað þau nú heita öll þessi blöð. Þar er sífellt verið að segja manni frá einkahögum fólks, að vísu sjaldnast tekjum en ýmsu öðru. Ég sé ekki muninn. 


Kona á sextugsaldri

Fyrir nákvæmlega ári síðan í gær (2.8.) varð ég fimmtug. Mér fannst það frábært og hélt upp á þann áfanga í aldri með góðri veislu. Mér finnst að afmæli gefi sérstakt tilefni til að halda boð. Ég hef það því nánast fyrir fasta reglu að efna til boðs af einhverju tagi á afmælinu mínu - jafnvel þótt það hitti oftar en ekki á mestu ferðamannahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Það er nefnilega ánægjulegt að eldast. Það fá ekki allir.    

Í kringum afmælið í fyrra var ég eitthvað að grínast með það að nú væri ég komin á sextugsaldur. Ég var snarlega leiðrétt og mér bent á að á sextugsaldurinn kæmist ég ekki fyrr en ég yrði 51 árs. Frá og með gærdeginum er ég því örugglega orðin kona á sextugsaldri. Happy 

 


Góð tíðindi

Mér finnst þetta gott. Og vonandi er það rétt að heimildin verði ekki veitt aftur. Nektarsýningar eru niðurlægjandi fyrir alla, bæði þá sem sýna nekt sína og ekki síður fyrir þá sem kaupa sig inn til að horfa á nekt annarra.
mbl.is Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held með Hillary

Þetta eru góðar fréttir og vonandi heldur Hillary þessari forystu þannig að hún nái útnefningu demókrata og sigli síðan örugg í forsetastólinn í kosningunum í nóvember að ári.

Það var athyglisverð umfjöllun um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í Morgunblaðinu nýlega. Þar kom fram að Hillary á mestu fylgi að fagna meðal lítið menntaðra kvenna. Því menntaðri sem konur eru því ólíklegri eru þær til að styðja Hillary. Þetta finnst mér athyglisvert og ég velti fyrir mér hvaða skýringar kunna að vera á þessu. Ég man ekki hvort einhver munur væri á fylgi karlanna með henni eftir menntun.

Ég var í New York haustið sem Hillary var fyrst í framboði til öldungadeildarinnar. Það var sama við hvern maður talaði. Allir höfðu skoðun á Hillary Clinton. "They either hated her or loved her." Það var ekkert þar á milli. Ég man líka vel eftir beinu útsendingunni af kvennaráðstefnunni sem haldin var hér haustið 2000 þar sem Hillary mætti. Hillary var einfaldlega frábær.

Ég held að Hillary Clinton yrði góður forseti Bandaríkjanna. Þar fyrir utan yrði brotið blað með kosningu hennar í það embætti. Að vísu myndi það líka gerast ef Obama næði kjöri. Mér finndist flott ef Hillary yrði forsetaefnið og Obama varaforsetaefni.

Það verður gaman að fylgjast með þessu kapphlaupi næstu mánuðina.


mbl.is Hillary Clinton tekur forustu hjá demókrötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband