Leita í fréttum mbl.is

Slæm frétt

Það er margt slæmt í þessari frétt. Ungur aldur telpunnar. Það að hún skuli vera í slagtogi við svona miklu eldri mann. Það liggja þungar refsingar við því broti sem þau bæði hafa orðið uppvís að þannig að viðbúið er að telpan fái fangelsisdóm, jafnvel langan, enda sakhæf. Slæmt er að henni skuli sleppt án þess að forráðamenn eða barnaverndaryfirvöld séu látin vita. Auðvitað hljómar það ótrúlega að hún hafi haft leyfi foreldra fyrir ferðalaginu. Það er þó best að fara varlega í að ásaka foreldra telpunnar. Forsöguna þekkjum við ekki, þó fram komi að telpan hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. Það bendir til að hún hafi átt í einhverjum vandræðum. Kannski hafa foreldrarnir einfaldlega gefist upp? En ég skil ekki af hverju kerfið hefur ekki með einhverjum hætti gripið inn í til að hjálpa telpunni. Það eru til ýmis barnaverndarúrræði sem hægt er að grípa til í tilvikum eins og þetta virðist vera. En kannski er búið að reyna það líka?

Verst finnst mér þó í umfjöllun um svona mál hvað mikið er gert úr því hvað götuverðmæti þess sem reynt var að smygla geti verið. Ég heyrði í kvöldfréttunum á annarri hvorri stöðinni nákvæmlega útlistað hvað "gróðinn" hefði orðið mikill hjá parinu, hefði smyglið tekist. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla svona nákvæmlega um það og held að allar slíkar upplýsingar geti hvatt til smygls í von um skjótfenginn gróða.


mbl.is Barnaverndaryfirvöld vinna í máli 16 ára fíkniefnasmyglara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég er sammála því að fjölmiðlar fjalli ekki mikið um gróðann af svona innflutningi, en hitt er annað mál að stjórnvöld vilja ekkert vita af þessu blessaða fólki og loka öllum eyrum fyrir vandanum yfirleitt.  Ef við skoðum Byrgismálið í heil þá var það rosalega óþægilegt mál, að það skyldi upplýsast vegna þess að þingmenn gátu falið sig á bakvið að þeir hafi veitt svo og svo miklu fé til meðferðarmála.  En hafa ekki viljað stuðlað að meiri forvörnum og ekki stutt við SAA eins og þyrfti né geðdeildina eða deild 33 svona er þetta á Íslandi í dag.

Einar Vignir Einarsson, 8.8.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Halla Rut

Ég fékk hnút ... þegar ég heyrði um aldur stúlkunnar. Maður umþrítugt sem velur sér kærustu sem er 16 ára á við einhverjar alvarlegar þroskatruflanir að stríða.

Að fréttamenn velji fyrir okkur hvað okkur er holt að heyra og hvað ekki tel ég samt ekki góð pólitík. 

Halla Rut , 8.8.2007 kl. 15:29

3 identicon

Ogedsleg, en haltu aftam Dogg!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Ragnheiður

svo eru bara sumir krakkar þannig að maður böðlast með þá í gegnum öll möguleg úrræði en það bara dugar ekki til. Lögreglan kallar það einbeittan brotavilja.

Ég reyndi þetta með minn gutta, frá Pontíusi til Pílatusar og til baka aftur. Hann hætti svo bara þegar honum sýndist !

Góður pistill hjá þér Dögg og ég er sammála með "gróðaupplýsingarnar". Þær þurfa ekki að fylgja með.

Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 391639

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband