Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Síðasti vetrardagur
Mér brá þegar ég gekk útúr dómsal 102 í Héraðsdómi Reykjavíkur um kl. 14:30 í dag. Út um gluggann í afgreiðslunni blöstu við blikkandi ljós, lögreglubíll, slökkviliðsbíll og þykkan reyk lagði upp af húsinu þar sem skemmtistaðurinn Pravda er. Við nánari athugun kom í ljós að kveiknað hafði í húsunum þarna sunnan megin við Austurstrætið. Búið var að loka af Lækjartorg og fjöldi manns fylgdist með. Reykurinn var svo þykkur að ekkert sást sunnar en Iðuhúsið og varla það. Þar sem mín beið viðtal á skrifstofunni gat ég ekki gefið mér tíma til að fylgjast lengi með en augljóst var að allt stefndi í stórtjón á þessum gömlu húsum í hjarta Reykjavíkur.
Í kvöld fórum við vinkonurnar svo út að borða, sem er ekki í frásögur færandi. Við ákváðum að fara niður á Laugaveg og ganga niðrí bæ til að sjá hvernig umhorfs væri þar eftir brunann. Bílnum ákvað ég að leggja á Vitastíg. Þegar ég beygði af Hverfisgötunni upp Vitastíginn var allt í reyk á horninu við Laugaveg. Mín fyrsta hugsun var hvort annar eldur hefði kviknað í miðbænum. Við nánari athugun kom í ljós að svo var ekki, sem betur fer. Reykurinn var gufa. Heitt vatn rann í stríðum straumum niður Vitastíginn og var búið að mynda stórt og mikið stöðuvatn, sjóðandi heitt auðvitað, á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs.
Við stöllur héldum áfram göngunni niður Laugarveginn og niður í miðbæ. Þar var auðvitað hræðilegt að sjá eyðileggingu eldsins. Talsverður mannfjöldi var, gangandi og akandi, í sömu erindagjörðum og við, að kynna sér stöðu mála.
Gufan grúfði enn yfir horni Vitastígs og Laugavegar þegar við komum tilbaka. Búið var að loka Laugaveginum en enn rann heitavatnið. Viðgerðarmenn voru mættir á staðinn.
Þessi síðasti vetrardagur verður eftirminnilegur.
Bloggar | Breytt 19.4.2007 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Þjóðargjöfin og vika bókarinnar
Vika bókarinnar á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í dag, 17. apríl. Að þessu sinni ákváðu bókaútgefendur að bjóða frambjóðendum til Alþingiskosninga, sem skráðir eru fyrir bók í Gegni að koma til opnunarinnar í bókabúð Máls og menningar. Rit mitt um Aldraða á Íslandi frá árinu 1987 hefur ratað í Gegni og þar með telst ég bókarhöfundur skv. skilgreiningu.
Ég var nú hálffeimin að mæta þarna með viðurkenndum rithöfundum, eins og meðframbjóðanda mínum, Stefáni Mána, sem skipar 16. sæti í Reykjavík suður. En þetta var gaman og þjóðargjöf bókaútgefenda til mín notaði ég til að kaupa þrjár kiljur, Skipið eftir Stefán Mána (að sjálfsögðu), Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson og Viltu vinna milljarð sem ég hef mikið heyrt talað um. Ljóst er að annir framundan munu ekki flýta fyrir því að þessar bækur verði lesnar, en þær bíða þá sumarfrísins.
Vika bókarinnar er frábært framtak og vonandi munu sem flestir foreldrar leysa ávísunina út og kaupa bækur fyrir börnin sín og sig sjálfa. Glitnir styður þessa þjóðargjöf og er sá stuðningur lofs verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Kosningabaráttan er hafin
Fyrstu fundir kosningabaráttunnar voru í gær. Ég mætti ásamt menntamálaráðherra og Sigurði Kára á hádegisfund hjá Bandalagi íslenskra listamanna. Þá langaði til að heyra um áherslur Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum. Landsfundurinn samþykkti metnaðarfulla ályktun á þessu sviði sem ánægjulegt var að skýra þeim frá. Þar er áhersla lögð á að hlutverk hins opinbera eigi fyrst og fremst að vera að skapa gróskumikinn jarðveg fyrir menningarstarfsemi og að opinber stuðningur við lista- og menningarstarfsemi, eins og aðrar atvinnugreinar eigi ævinlega að vera gegnsær.
Umræður var ekki hægt að skilja með öðrum hætti en þeim að fulltrúar BÍL séu í meginatriðum ánægðir með það starf sem unnið hefur verið í menningarmálum á undangegnum árum, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað hafa þeir, eins og öll hagsmunasamtök, áhuga á að sjá meira gert. Á þær óskir hlustuðum við, en lofuðum engu.
Kl. 17 var ég viðstödd opnun fyrstu kosningaskrifstofunnar, uppi í Árbæ. Hún er fyrir Árbæjar- og Grafarholtshverfið. Fjölmenni var við opnunina og greinilegt að þarna verður unnið af krafti næstu vikurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Glæsilegur landsfundur
Glæsilegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að baki. Stemningin var frábær og baráttuhugur í öllum. Við væntum góðra úrslita úr kjörkössunum 12. maí nk.
Málefnavinnan gekk vel. Ég sat fundi í velferðarnefnd og fjölskyldunefnd og leit stutt við í nefnd um málefni aldraðra. Fjörug skoðanaskipti voru í öllum nefndum og fundirnir vel sóttir.
Á sunnudag kom í ljós, eins og vænta mátti, að forysta flokksins nýtur víðtæks stuðnings. Það var ánægjulegt og er gott veganesti í þá kosningabaráttu sem framundan er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 392326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi