Leita í fréttum mbl.is

Síðasti vetrardagur

Mér brá þegar ég gekk útúr dómsal 102 í Héraðsdómi Reykjavíkur um kl. 14:30 í dag. Út um gluggann í afgreiðslunni blöstu við blikkandi ljós, lögreglubíll, slökkviliðsbíll og þykkan reyk lagði upp af húsinu þar sem skemmtistaðurinn Pravda er. Við nánari athugun kom í ljós að kveiknað hafði í húsunum þarna sunnan megin við Austurstrætið. Búið var að loka af Lækjartorg og fjöldi manns fylgdist með. Reykurinn var svo þykkur að ekkert sást sunnar en Iðuhúsið og varla það. Þar sem mín beið viðtal á skrifstofunni gat ég ekki gefið mér tíma til að fylgjast lengi með en augljóst var að allt stefndi í stórtjón á þessum gömlu húsum í hjarta Reykjavíkur.

Í kvöld fórum við vinkonurnar svo út að borða, sem er ekki í frásögur færandi. Við ákváðum að fara niður á Laugaveg og ganga niðrí bæ til að sjá hvernig umhorfs væri þar eftir brunann. Bílnum ákvað ég að leggja á Vitastíg. Þegar ég beygði af Hverfisgötunni upp Vitastíginn var allt í reyk á horninu við Laugaveg. Mín fyrsta hugsun var hvort annar eldur hefði kviknað í miðbænum. Við nánari athugun kom í ljós að svo var ekki, sem betur fer. Reykurinn var gufa. Heitt vatn rann í stríðum straumum niður Vitastíginn og var búið að mynda stórt og mikið stöðuvatn, sjóðandi heitt auðvitað, á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs. Mynd 1

Við stöllur héldum áfram göngunni niður Laugarveginn og niður í miðbæ. Þar var auðvitað hræðilegt að sjá eyðileggingu eldsins. Talsverður mannfjöldi var, gangandi og akandi, í sömu erindagjörðum og við, að kynna sér stöðu mála.Mynd 2

Gufan grúfði enn yfir horni Vitastígs og Laugavegar þegar við komum tilbaka. Búið var að loka Laugaveginum en enn rann heitavatnið. Viðgerðarmenn voru mættir á staðinn.

Þessi síðasti vetrardagur verður eftirminnilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband