Leita í fréttum mbl.is

Skýrður og óútskýrður launamunur kynjanna

Sá launamunur sem skiptir mestu og sem þarf að ráðast á er óútskýrður launamunur karla og kvenna. Hér er ágætis útskýring á launamun kynjanna og mati á tölfræðilegum upplýsingum um hann. Þar kemur fram að samanburður á launum kynjanna eftir upplýsingum úr skattframtölum, en á þeim byggði rannsóknin sem um er fjallað í fréttinni, er óleiðréttur samanburður. Einhver framtíðarspá byggð á óleiðréttum samanburði á launum karla og kvenna sýnist því lítið annað en samkvæmisleikur, svo lítið mark er á henni takandi. 

Óútskýrður launamunur kynjanna er skv. síðustu rannsóknum kringum 10-12% (sjá hér). Þeim mun þarf að eyða. Ef menn einbeita sér að því að eyða þeim launamun þá tekst það á örfáum árum. 


mbl.is Launajafnrétti árið 2072?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samtök atvinnulífsins segja, að gögn um ábyrgð starfsmanna, frammistöðu eða fjölskylduaðstæður hafi ekki verið tiltæk en vera kynni að hluta launamunarins megi rekja til þessara þátta. Þess vegna sé ekki hægt að fullyrða að einungis sé um kynbundinn launamun að ræða heldur geti munurinn stafað af mismunandi ábyrgð og frammistöðu.

Tekið úr fréttinni sem þú vísar í! 

Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hef ítrekað bent á að munur í foreldraábyrgð endurspegli stöðu kynjanna á vinnumarkaði.   Í dag er munur í foreldraábyrgð kynjanna, konur bera enn meiri ábyrgð þar og bera minna úr bítum á vinnnumarkaði.   Við jafna foreldraábyrgð kynjanna þá sækja kynin fram á vinnumarkaðinn á sömu forsendum, nokkuð sem þau gera ekki í dag.

Almennt finnst mér vanta að umræðan fjalli um þetta samhengi.

Gísli Gíslason, 24.11.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband