Leita í fréttum mbl.is

Sátt?

Það er skiljanlegt að menn vilji gera forystumanni VG í borgastjórn kleift að ljúka án dóms því máli sem hann höfðaði.

Fundurinn virðist ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem giltu um boðun fundar. Engu að síður mættu til fundar allir sem á fundinum áttu að vera og tóku þátt í fundarstörfum. Í 4. mgr. 83. gr. laga um meðferð einkamála segir að ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við hann, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara. Sem sé, það er ákveðin meginregla að þótt boðun sé ólögmæt þá getur eftirfarandi málsmeðferð verið lögmæt ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta mæta til að gæta hagsmuna sinna, þrátt fyrir ólögmæta boðun.

Frávísunarkrafa OR bendir til að málið geti ekki fengið efnislega úrlausn - enda vandséð hvernig forystumaður VG getur átt lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í þessu máli. Það er athyglisvert, sem fram hefur komið, að OR gerði ekki málskostnaðarkröfu á forystumanninn. Það er óvenjulegt í dómsmáli að stefndi geri ekki málskostnaðarkröfu á stefnanda. Ætli sáttin felist einnig í því að OR greiði lögmannskostnað forystumannsins líka?


mbl.is Falið að leita sátta í dómsmáli OR og Svandísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl : Ef málinu er vísað frá vegna "aðildarskorts" er þá eru fundarboðreglur allar fallnar úr gildi og við tekur Sturlungaöld hin nýrri. Auðvitað hefur Svandís rétt á fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort rétt hafi verið að verki staðið. Samanburður þinn við einkamál stenst ekki því þar er ætíð veittur frestur til málsvarna eða sókna. Það er veikleiki  lögfræðinga að vísa í hinar og þessar lagagreinar án þess að hugsa málið til enda. hvað er verið að kenna í lögfræðinni ??

kv bv

Björgvin Víglundsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

"Fullur" hefur greinilega ekki lesið frumvarp mitt. Allt það sem "fullur" segir er þegar í lögum og er ekki í mínu frumvarpi. Ef foreldrar eru með sameiginlega forsjá þá getur foreldrið með lögheimilið ekki flutt úr landi með barnið. Þannig eru lögin núna.

Dögg Pálsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Björgvin - ég er ekki að segja að málinu verði vísað frá vegna aðildarskorts heldur af því að forystumaður VG hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um málið. Á þessu er nokkur munur í lögfræði.

Dögg Pálsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:11

4 identicon

Sæl aftur

Gætum við ekki rætt kjarnann í málinu ? Það væri þó heillandi viðfangsefni að kryfja orð í lögfræði sem oft hafa svipaða merkingu þegar grannt er skoðað , sem sagt getum við ekki skilið aukaatriði frá . Nú eru reyndar allmargir stjórnmálamenn búnir að klístur á puttana í þessu REI máli og er Svandís ekki undanskilin.

Bestu kveðjur

BV

p.s.

það er gaman og gagnlegt að þingmenn láti í sér heyra !á blogginu

kv bv

Björgvin Víglundsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:16

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Til að skýra mál Daggar frekar þá er um að ræða boð á eigendafund OR en ekki t.d. stjórnarfund.  Eigendafundur samanstendur af borgarstjóra, bæjarstjóranum á Akranesi og sveitarstjóra Borgarbyggðar.  Þessir þrír halda á hlutabréfunum.  Síðan er það þeirra pólitíska ábyrgð að leita eftir stuðningi síns pólitíska baklands (sem Villi klikkaði á) en það hefur ekkert með lögfræði að gera eingöngu pólitík.

Þar sem Svandís er ekki í neinu þessara þriggja embætta þá á hún ekki aðild að fundinum.  Því hefur hún ekki lögvarða hagsmuni af fundarboðinu.  Með sömu rökum get ég ekki kært fundarboð húsfélagsins í næsta húsi vegna þess að sá fundur kemur mér ekkert við - ég á ekki aðild að honum.

Svandís getur því ekki flutt þetta mál heldur yrði borgarstjóri sjálfur í krafti embættis síns að flytja það gegn Orkuveitunni þar sem borgarstjóraembættið á aðild að fundinum.  Það væri hins vegar einkennilegt þar sem borgarstjóri þess tíma greiddi atkvæði á þessum fundi og virðist því hafa verið nokkuð sáttur með skipulagið þá.

Það sem er að gerast núna er hins vegar það að stefnandi (Svandís) er í krafti síns pólitíska valds að segja stefnda (OR) hvernig hann á að haga málum í samningum við stefnanda (Svandísi).  Það getur stundum verið þægilegt að sitja báðum megin við borðið.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.11.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Tek af heilum hug undir það sem Sigurður Viktor skrifar hér fyrir ofan. Það er nákvæmlega rétt: Það er stundum þægilegt að sitja báðum megin við borðið. Og það er rétt sem Björgvin bendir á. Þetta mál er orðið allt hið versta, fyrir alla borgarfulltrúa sem að því hafa komið. Og síðustu vendingar bæta það ekki. Næst gerist það sjálfsagt að ákveðið verði að setja meira hlutafé frá OR í REI svo hægt verði að taka þátt í verkefni í Filipseyjum - þannig að fyrirtæki í almenningseigu mun dragast enn meir inn í áhætturekstur.

Dögg Pálsdóttir, 19.11.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband