Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Feður, til hamingju með daginn
Sérstakur feðradagur, líkt og sérstakur mæðradagur, á sér langa sögu í nágrannalöndum okkar.
Í Bandaríkjunum er þriðji sunnudagur í júní tileinkaður feðrum. Þar í landi komu fram hugmyndir um sérstakan feðradag fyrir réttri öld, eða árið 1909. Fyrsti feðradagurinn í Bandaríkjunum var þó ekki haldinn fyrr en 10 árum síðar, 19. júní 1919 í Washington. Dagurinn var þó ekki festur í sessi í öllum ríkjum Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri forsetatilskipun í tíð Lyndon Johnson árið 1966. Richard Nixon gerði daginn síðan að sérstökum viðurkenningardegi fyrir feður með yfirlýsingu árið 1972.
Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er feðradagurinn annar sunnudagur í nóvember. Danmörk miðaði lengi við þennan saman dag en nú er hann haldinn hátíðlegur 5. júní ár hvert þar í landi. Svíar hafa haldið upp á sérstakan feðradag allar götur frá árinu 1931 og Danir frá árinu 1935.
Liðlega 70 árum síðar, eða árið 2006, var í fyrsta sinn hér á landi, haldið upp á sérstakan feðradag, annan sunnudag í nóvember. Sérstakur feðradagur á sér þannig örstutta sögu á Íslandi. Er það raunar sérstakt umhugsunarefni að það skyldi taka okkur liðlega sjö áratugi að feta að þessu leyti í fótspor helstu nágrannalanda okkar. Við erum nú vön að vera snögg að tileinka okkur ýmislegt sem gert er í útlöndum. Fyrsti mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur hér á landi 1934, réttum aldarfjórðung eftir að farið var að halda slíkan dag hátíðlegan í útlöndum.
Kannski segir þessi staðreynd allt sem segja þarf um stöðu feðra í íslensku samfélagi fram til þessa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Fúlir framsóknarmenn
Í fréttum RÚV í hádeginu kom einnig fram að formaður Framsóknarflokksins sagði formann Samfylkingarinnar valdaskessu og pólitískt dálítið léttlynda. Forsætisráðherra sagði hann sinnulausan og ríkisstjórnina daufgerða (hér). Formaður Framsóknarflokksins sparar ekki lýsingarorðin. Það er hins vegar athyglisvert að hér ræðst hann persónulega á forystumenn stjórnarflokkanna og tel ég það nokkurt nýmæli í pólitískri umræðu. Hingað til hafa menn reynt að haga gagnrýni sinni þannig að hún væri á málflutning stjórnmálamanna og -flokka en ekki persónur þeirra.
Málflutningur formanns Framsóknarflokksins er ómerkilegur og aumkunarverður. Í raun endurspeglar hann ekkert annað en það hversu svekktir framsóknarmenn eru yfir því að vera ekki lengur í ríkisstjórn. Þeir vita sem er að allir möguleikar eru á því að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur alla burði til að verða farsælt og langt. Það myndi þýða langa setu fyrir Framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu. Þá tilhugsun skelfast framsóknarmenn enda kunna þeir best við sig þar sem völdin eru. Enda vanir því að hafa völd í þjóðfélaginu langt umfram kjörfylgi.
Ég fullyrði að gegnum svona málflutning sjá allir og hann eykur hvorki trúverðugleika Framsóknarflokksins né fylgi við hann.
Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Hafa konur vit á fjármálum og efnahagsmálum?
Á fimmtudag var á Alþingi rætt um nýtt frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Sitt sýndist hverjum. Margir lýstu efasemdum um gagnsemi laga um þetta efni. Jafnrétti næðist ekki með lagasetningu heldur hugarfarsbreytingu.
Ég tel að það þurfi að setja nauðsynlegan lagaramma til að tryggja jafnrétti á öllum sviðum en hugarfars- og viðhorfsbreytingu þarf líka. Í framsögu minni með frumvarpi til laga um breytingu á barnalögum benti ég m.a. á að hið háa Alþingi fellur í gryfju viðtekinna viðhorfa í þjóðfélaginu gagnvart hlutverkum kynjanna. Í gagnlegri handbók fyrir þingmenn eru skemmtilegar myndir til að lyfta efni bókarinnar. En tvær þeirra hnaut ég um (ekki þó þegar ég fletti henni í fyrsta sinn heldur þegar ég var að fletta henni undir umræðunni um jafnréttismálin - verð að viðurkenna það). Önnur er mynd af þingmanni sem situr við eldhúsborðið heima og vinnur í fartölvunni. Heimiliskötturinn og börnin geta þingmanninum lítinn vinnufrið. Og þingmaðurinn á myndinni er kona því skopteiknaranum hefur greinilega ekki dottið í hug að karlþingmaður þyrfti að una þeim vinnuskilyrðum heima við að hann fengi ekki vinnufrið fyrir ketti og börnum. Hin myndin er af ræstitækni sem fer eins og hvítur stormsveipur um sali Alþingis - og viti menn. Ræstitæknirinn er kona. Enda ljóst að hið almenna viðhorf í þjóðfélaginu er að konur eru aðalumönnunaraðilar barna og ræstitæknar eru konur.
Sjálf hef ég fallið í svona gryfju þegar ég fyrir nokkrum árum las glæpasögu Arnalds Indriðasonar, Bettý. Þar gengur plottið útá að maður falli í gryfju hefðbundinna viðhorf um kynin. Ég féll kylliflöt í þá gryfju, og var miður mín á eftir, þótt mér létti mjög að heyra að ég hefði ekki verið ein í þeirri gryfju. Tel ég mig þó sæmilega jafnréttissinnaðan einstakling. Svona erum við öll afsprengi þess uppeldis sem við fengum.
Ég sá í blöðunum um helgina tvær auglýsingar um fundi sem ég hnaut um vegna þeirra skýru skilaboða sem þær senda.
Fjármálaráðuneytið í samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja efnir til morgunverðarfundar nk. miðvikudag. Fundarefnið er: Getur Ísland orðið miðstöð fyrir alþjóðlegan lífeyrissjóðarekstur? Það er greinilegt að á þessu efni hefur engin kona nokkurt vit því framsögumenn, sem eru fjórir talsins eru allir karlmenn. Meira að segja er konu ekki einu sinni treystandi til að stýra fundinum, því fundarstjórinn er líka karlmaður. Skýr skilaboð til kvenna frá fjármálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða og Samtökum fjármálafyrirtækja.
Viðskiptaráð íslands boðar til morgunverðarfundar nk. þriðjudag. Fundarefnið er: Hvenær lækka vextir? Hagstjórn og peningamál. Það er sama með vaxtamálin, hagstjórnina og peningamálin eins og lífeyrissjóðamálunum. Konur hafa ekkert vit á þeim. Allir framsögumennirnir, fimm talsins, eru karlmenn. Og konu er ekki treystandi til að stýra þessum fundi frekar en hinum. Aftur koma hér skýr skilaboð til kvenna, nú frá Viðskiptaráði Íslands.
Meðan hægt er að halda fundi þar sem engin kona er meðal framsögumanna þá eigum við ennþá mjög langt í land í jafnréttisbaráttunni. Því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Jómfrúarræðan o.fl.
Þingmennsku minni er lokið í bili. En jómfrúarræðan var flutt og ég mælti einnig fyrir frumvarpi til laga um breytingu á barnalögum með síðari breytingum. Ég er því vel sátt við þennan fyrsta hálfa mánuð sem ég sat á þingi, ekki síst í ljósi þess að þingfundardagarnir voru ekki nema fjórir.
Jómfrúarræðuna flutti ég á fimmtudagskvöld, nánar tiltekið kl. 19:09 (ég komst að því að vinnudagurinn getur verið langur á Alþingi, ekki bara fyrir jól og þinglok). Hana flutti ég um þingsályktunartillögu Valgerðar Sverrisdóttur um eflingu rafrænna sjúkraskráa. Ræðan var stutt, u.þ.b. fimm mínútur. Í þingsályktunartillögu sinni leggur Valgerður til að á kjörtímabilinu verði lokið við innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár fyrir alla heilbrigðisþjónustu. Í ræðu minni (sem hægt er að hlusta á hér, smella á play.m3) benti ég á að allan lagalegan grunn vantar til þess að hægt sé að innleiða rafrænar sjúkraskrár hér á landi. Rafræn sjúkraskrá, í þeim skilningi sem Valgerður leggur til, er miðlæg sjúkraskrá, sem hefur að geyma allar upplýsingar um einstakling, frá vöggu til grafar. Það þýðir að í sjúkraskránni er hægt að fá heildstæða mynd af einstaklingnum og öllu um hans heilbrigðissögu. Það þarf ekki að taka fram að upplýsingar í sjúkraskrá eru viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Það er því að mjög mörgu að hyggja áður en ráðist verður í að efla rafrænar sjúkraskrár, ekki síst persónuverndarmálum. Hverjir eiga að fá aðgang, hvaða aðgang á sjúklingurinn sjálfur að hafa, á hann að hafa beinan aðgang, á hann að ráða einhverju um það hvað fer í sjúkraskrána? Svona mætti lengi halda áfram. Svo merkilegt er að þótt sjúkraskrár hafi verið haldnar rafrænt (skráðar í tölvu) um árabil þá er engin heimild í lögum fyrir því. Heimild til tölvufærslu sjúkraskráa er í reglugerð sem sett var 1991 með stuðningi í læknalögum frá 1988.
Ég benti einnig á að í tillögunni fælist mikið traust til heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins því Framsóknarflokknum hefði ekki tekist á þeim 12 árum sem þeir sátu í heilbrigðisráðuneytinu að gera neitt sem neinu skiptir í þessum málum. Síðan ætluðust þeir til að heilbrigðisráðherra gerði allt sem gera þarf á innan við fjórum árum. Ég benti Valgerði einnig á að heilbrigðisráðherra stæði fullkomlega undir þessu trausti því hann hefði í byrjun október skipað nefnd til að hefja undirbúning að lagasetningu (hér). Það vill svo til að ég er formaður þeirrar nefndar þannig að ég þekki málið. Og nefndin hefur hafið störf, enda eigum við að skila nefndaráliti í formi lagafrumvarps eigi síðar en 15. febrúar nk.
Valgerður kunni ekki alveg að meta athugasemdir mínar. Sérkennilegt hvað framsóknarmenn eru viðkvæmir þessa dagana. Jafnframt fullyrti hún að nefndarskipunin hefði verið viðbrögð ráðherra við tillögu hennar. Ég sleppti því að pirra Valgerði frekar með því að segja henni að nefndarskipunin hefði verið í undirbúningi í mun lengri tíma og hafði ekkert með hennar þingsályktunartillögu að gera. Umræðan í heild um eflingu rafrænna sjúkraskrá er undir hlekknum hér að framan fyrir þá sem vilja hlusta á viðbrögð Valgerðar við minni ræðu og öðrum sem fluttar voru í umræðunni.
Eins og fram kom á síðasta bloggi undirbjó ég fyrir þessa fyrstu þingsetu mína frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (frumvarpið í heild er hér). Það tíðkast á Alþingi að gera allt sem hægt er til að varaþingmenn nái að mæla fyrir frumvörpum sínum meðan þeir sitja á Alþingi. Það tókst í þetta sinn þannig að á föstudagsmorgun vorum við þrír varaþingmennirnir sem mæltum fyrir frumvörpum okkar, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og ég. Í framsöguræðu minni fyrir frumvarpinu benti ég m.a. á að sem jöfnust foreldraábyrgð væri algjör forsenda þess að jafnrétti kynjanna næðis, en það vildi svo til að á fimmtudag var einmitt verið að ræða nýtt frumvarp félagsmálaráðherra og jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Framsöguræðu mína og umræðuna alla um frumvarpið er hægt að hlusta á hér, fyrir áhugasama (athugið að framsöguræðan er neðst).
Ég get ekki annað en verið mjög ánægð með þau viðbrögð sem ég fékk við frumvarpinu. Allir sem tóku til máls voru jákvæðir. Þá hafa fjölmiðlar fjallað með jákvæðum hætti um málið, ekki síst dagblaðið 24 stundir, sem gerði því góð skil í gær. Á eftir verð ég síðan í útvarpsþætti á rás 2 hjá RÚV þar sem frumvarpið verður m.a. til umfjöllunar. Ég el því þá von í brjósti að þetta frumvarp mitt fái brautargengi á Alþingi í vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi