Leita í fréttum mbl.is

Slæmur kostur fyrir hvern?

Samþykki á ríkisábyrgð á Icesave virðist afar slæmur kostur fyrir íslensku þjóðina. Því meira sem fram kemur um Icesave málið þeim mun ósannfærðari verður maður um það að við eigum að láta þetta yfir okkur ganga. Margt virðist benda til þess að fyrirliggjandi samningur sé ekki sá hagstæðasti sem kostur hafi verið á að ná.

Af hverju hvílir enn mikil leynd yfir fjölda skjala sem samningaferlinu tengjast?  Sú staðreynd gerir fyrirliggjandi samning tortryggilegan. Hvað er verið að fela fyrir þjóðinni? Í þágu hverra er þessi leynd?   

Hvað gerist ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave? Mun AGS þá neita okkur um næsta áfanga lánsins sem við bíðum eftir? Á að trúa því? Hvað gera Bretar og Hollendingar? Draga okkur fyrir dómstóla? Er það það versta sem gæti gerst? 


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þeir yrðu þá væntanlega að draga okkur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 21:39

2 identicon

En hvað er það versta sem gerist ef íslendingar gugna á þessu? Og hvort er líklegra að gerist; ekkert (sem er það sem þeir sem segja að við getum bara gleymt þessu) eða að við verðum um næstu kynslóðaraldur rúin öllu trausti í samfélagi siðmenntaðra þjóða.

Og á Héraðsdómur Reykjavíkur örugglega eftir að dæma ríkinu í vil? og svo Hæstiréttur? eða eru (íhaldið þá aðallega) svo vissir um að hafa séð til þess að þeir sem skipaðir hafa verið af íhaldsdómsmálaráðherrum dómarar og hæstaréttardómarar, séu allir ófærir um að fara eftir lögum og dæmi eingöngu eins og dómstólar götunnar? Þó svo að ríkisstjórnir íhaldsins hafi stolið Hæstarétti nk. sinnum þegar hann dæmdi ekki eins og hann "átti" að gera pólitískt séð, þá er heldur ekki garanterað að hann dæmi íslenska ríkinu í vil.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband