Leita í fréttum mbl.is

Hvað með sannfæringuna?

Skv. 48. gr. stjórnarskrárinnar eru þingmenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Yfir hverju er meint reiði annarra þingmanna sjálfstæðisflokksins í garð varaformannsins? Þingmennirnir eru þá væntanlega líka reiðir Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem var sú eina af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hafði kjark til að greiða EB-þingsályktunartillögunni atkvæði.

Er ekki lengur svo hátt til lofts og vítt til veggja í Sjálfstæðisflokknum að þar leyfist fólki að hafa mismunandi afstöðu til mála? Á hollustan við formann flokksins að víkja fyrir sannfæringunni, sama hvað stjórnarskráin segir? Ég hélt að þeir tímar væru liðnir í Sjálfstæðisflokknum og kæmu aldrei, aldrei aftur.

Ef það er rétt að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu varaformanninum reiðir, skyldu þessir sömu þingmenn gera sér grein fyrir þeim vonbrigðum sem þeir og þeirra afstaða er búin að valda stórum hópi kjósenda Sjálfstæðisflokksins?


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skoðunarleysi að sitja hjá - ekki það sem ætlast er til af varaformanni sem ætti að vera einn af þeim sem leiða

Jón Snæbjörnsson, 17.7.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Þorgerður Katrín sat klofvega á girðingunni í vetur á fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi um Evrópumálin. Hún orðaði það svo að hún væri ekki búin að gera þau upp við sig " ætlaði að sjá til hvert straumurinn lægi". Slíkur popúlismi hæfir vart forystumanni í  stærsta stjórnmálaflokki landsins. Þorgerður Katrín kaus að sitja sem fastast á girðingunni og taka enga afsöðu í atkvæðagreiðslu alþingis um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, veigamesta máli lýðveldissögunnar. Máli er varðar grundvallarsjónarmið sjálfstæðisstefnunnar, framsal á fullveldi og forræði landsmanna yfir landshögum! Nei Dögg mín, það er því miður ógæfa flokksins okkar að geta ekki talað einum skýrum rómi í þessu stóra máli. Forystan verður að vera einhuga. Landsfundur markaði skýra stefnu sem meirihluti landsfundarfulltrúa veitti brautargengi og henni ber forystumönnum að fylgja. Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs, Vilhjálmur Egils Benedikt Jóhannss og þú virðist vilja fylkja ykkur undir sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu máli. Samfylkingin talar einum rómi á alþingi í málinu, einn flokka. Kannski er þar ykkar heimahöfn?      

Óttar Felix Hauksson, 17.7.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

skírum rómi (hreinni rödd) átti það að vera Dögg, afsakaðu.

Óttar Felix Hauksson, 17.7.2009 kl. 17:05

4 identicon

Þegar þú segir

"Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem var sú eina af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hafði kjark til að greiða EB-þingsályktunartillögunni atkvæði."  

Áttu þá við að fleiri sjálfstæðismönnum hafi langað til að greiða atkvæði með aðildarumsókninni en ekki þorað að fylgja sannfæringu sinni eins og Ragnheiður?  

Fyrir mitt leyti var ég ekki mjög hissa á Þorgerði.  Hún hefur lengi talað of "mjúklega" að mínu mati fyrir ESB aðild.   Það þýðir samt ekki að ég sé sátt eða ánægð með ákvörðun hennar.

Hrafna (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það sem ég skil síst í öllu þessu máli er hve ESB-andstæðingar temja sér ljótt orðbragð og yfirdrifin lýsingaorð um ESB-sinna. Hér er sá sem mærði Gunnar Inga Birgisson hvað háværast í vor en og nú varformanni sínum allskyns ómálefnaleg hnökursyrði vegna þess að hún hafði einmitt kjark til að fara að sannfæringu sinni. - Með þessu áframhaldi gerir Sjálfstæðisflokkurinn sig að sérviskulegum þjóðernis-öfgaflokki, sem velur öllum sem líta til Evrópu hverskyns lýsingaorð um þjóðsvik, landráð, heimsku og hugleysi, þegar þó reyndin er einmitt sú að stuðningsmenn ESB sýna kjark til að gera það sem þeir telja best fyrir þjóð sína án þess að eygja neinskonar persónulegan ávinning af því.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.7.2009 kl. 21:54

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú er ég sammála þér Dögg.  Það er ómögulegt að fleiri þúsund manns geti verið sammála í öllum málum þótt í sama flokki séu. 

Það er að mínu áliti skylda hvers þjóðkjörins þingmanns að fylgja samvisku sinni og sannfæringu.  Aðeins þannig er mögulegt að útiloka spillinguna.

Anna Einarsdóttir, 18.7.2009 kl. 00:07

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þrgerður er sterk í sjálfri sér, það sem veikir hana eru viðskiptamál eiginmanns hennar!.,...því miður! Hún er flott!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband