Leita í fréttum mbl.is

Ánægjulegur áfangi

Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2012 er sérstaklega ánægjulegur áfangi í frekari uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða hér á landi. Bæði er fagnaðarefni að byggja á 400 ný hjúkrunarrými á þessu tímabili auk þess sem 380 rýmum er bætt við til að vega upp á móti fækkun hjúkrunarrýma, sem leiðir af því að breyta á fjölbýlisherbergjum í einbýli, í takt við breyttar kröfur til húsnæðis fyrir aldraða. Fjölbýli þóttu boðleg áður en nú vill fólk eðlilega ekki búa til langframa á öldrunarstofnun við slíkar aðstæður.

Það vill svo til að samstarfsnefnd um málefni aldraðra, en ég er varamaður í þeirri nefnd, er í dag og á morgun að kynna sér stöðu öldrunarmála á Vesturlandi. Við heimsóttum í dag sjúkrahúsið á Akranesi því þar eru nokkur hjúkrunarrými fyrir aldraða, flest í fjölbýlisherbergjum. Einnig skoðuðum við dvalarheimilið Höfða á Akranesi og Dvalarheimilið á Borgarnesi. Á báðum stöðum eru bæði dvalar- og hjúkrunarrými, mörg í fjölbýlisherbergjum. Aðstaðan er þó allmiklu betri á Akranesi en nýtt hjúkrunarheimili er í undirbúningi á Borgarnesi og mun gerbreyta aðstöðu þar. Síðan lá leiðin á Fellsenda, sem er 20 km frá Búðardal. Þar er glæsileg aðstaða í tveggja ára gömlu hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimilið er fyrir geðfatlaða. U.þ.b. helmingur dvalargesta er yngri en 67 ára. Aðstaðan er til fyrirmyndar, eingöngu einbýli. En óneitanlega er maður hugsi yfir ákvörðun um að byggja á þessum stað fremur en t.d. í Búðardal.  Margvísleg vandamál fylgja því að byggja hjúkrunarrými svo fjarri þéttbýli, ekki síst tengd mönnun. Silfurtún í Búðardal var upphaflega byggt sem íbúðir fyrir aldraða og teknar í notkun 1983. Nú, 25 árum seinna, hefur þessu húsnæði mikið til verið breytt í dvalar- og hjúkrunarrými, sem endurspeglar breytta þörf íbúanna fyrir þjónustu eftir því sem þeir eldast.

Þessar heimsóknir sýna berlega mikilvægi þess að breyta fjölbýlisherbergjum í einbýli og á það er mikil áhersla lögð í hinni nýju framkvæmdaáætlun. En áberandi var og ánægjulegt að sjá hve mikill metnaður er lagður í það á öllum þessum stöðum að tryggja íbúum stofnananna mikla og góða þjónustu og umönnun.


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391643

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband