Leita í fréttum mbl.is

Stuðningur við frumvarp

Félag um foreldrajafnrétti hefur margsinnis látið koma fram í ræðu og riti að það styður eindregið frumvarp til breytinga á barnalögum (hér) sem ég flutti á Alþingi sl. vetur (sjá umsögn félagsins til allsherjarnefndar Alþingis). Staða frumvarpsins er sú að það virðist fast í allsherjarnefnd Alþingis. Þetta eru algeng örlög þingmannafrumvarpa, því miður. Ekki er öll nótt úti enn því á haustþingi í september nk. er tækifæri til að dusta rykið af frumvarpinu og samþykkja það. Það kemur í ljós.

En mér þykir vænt um þennan stuðning og þann viðbótarstuðning sem fram kemur í aðgerðum Félags ábyrgra foreldra á Akureyri, sem skýrt var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (hér).

En ég heiti því að ef allsherjarnefnd afgreiðir frumvarpið ekki úr nefnd í september þannig að það dagar uppi þá mun ég endurflytja frumvarpið um leið og ég fæ tækifæri til á nýju þingi. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu þurfa að ná fram að ganga til að bæta hag foreldra og barna hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gaman væri að feður væru virkilega, raunverulega ábyrgari í uppeldinu?...almennt séð, auðvitað eru það nokkrir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:12

2 identicon

http://solvet.blog.is/blog/solvet/

forsjárlaus (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391715

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband