Leita í fréttum mbl.is

Grín og leikur að tölum

Er Besti flokkurinn grín eða ekki grín? Það kemur í ljós á næstu dögum. Ég sé hins vegar ekki betur en að frambjóðendur hans séu skynsamir einstaklingar með reynslu úr atvinnulífinu. Eru þeir ekki góð viðbót við atvinnustjórnmálamennina sem fyrir sitja?

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur að mörgu leyti staðið sig vel síðustu tæpu tvö árin. Hún hefur innleitt ný vinnubrögð sem margir kunna að meta. Hún hefur tryggt að þokkalegur friður hefur verið um borgarmálin. Það eru borgarbúar þakklátir fyrir eftir skrípaleikinn sem þeim var boðið upp á fyrri hluta kjörtímabilsins þegar þrír ef ekki fjórir borgarstjórar voru á launum um hríð.

Viðbrögð borgarstjórans við kosningaúrslitunum ollu því örugglega fleirum en mér vonbrigðum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vann engan sigur í borgarstjórnarkosningunum í gær, ekki einu sinni varnarsigur. Staðreyndin er að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fékk 20.006 atkvæði. Það er 7.817 atkvæðum færra en flokkurinn fékk í borgarstjórnarkosningunum 2006. Vissulega eru það 4.287 fleiri atkvæði en flokkurinn fékk samtals í báðum Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum 2009. En er það boðlegt að bera saman borgarstjórnarkosningar og alþingiskosningar í Reykjavík í ljósi áratugasérstöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík? Það er einnig fyrir neðan virðingu stjórnmálamanns að segjast hafa unnið skoðanakannanir.

Viðbrögð annarra oddvita fjórflokksins í Reykjavík voru litlu skárri. Oddviti Samfylkingarinnar virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Oddviti Vinstri grænna taldi það ósanngjarnt að að maður nr. 2 skyldi ekki ná inn. Hann hefði unnið að svo mörgum góðum málum fyrir Reykjavík. Sjálf taldi hún þó mjög mikilvægt í forvali Vinstri grænna að fella hann úr fyrsta sætinu. Oddviti Framsóknarflokksins var næst því að halda haus og tókst að slá á létta strengi. Hann fékk plús fyrir það.

Oddvitar fjórflokksins á landsvísu virtust litlu skárri þegar við þá var talað. Afneitunin algjör. Ekki var að heyra að nokkur hefði tapað. Það eru nákvæmlega viðbrögð af þessu tagi sem kjósendur vilja ekki láta bjóða sér. 

 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Dögg.

Það er alveg klárt að Besti flokkunin er grín og ætlar að stjórna með gríni. Þannig á það að vera. Grínið er best og það á heima í besta flokknum.

Það er eins og margir haldi að allt í einu hætti grínframboðið að vera grín og einhver alvara taki við. Það mundu vera mikil svik við kjósendur ef það gerðist. Alvaran er hundleiðinleg og óheiðarleg þar að auki. Og hver segir að ekki sé hægt að stjórna litlu sveitarfélagi á borð við Reykjavík með gríni? Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það sem hefur verið að gerast og átti að vera alvara, var bara skoplegt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 12:42

2 identicon

Já. Viðbrögð formanna voru vissulega vonbrigði.

Það má nú bæta við þeirri hugleiðingu að friður hafi verið um borgarmálin síðustu tvö ár vegna þess að landsmálin voru í algleymingi.

Kristinn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:02

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er það ekki ein grundvallar lexían í skóla 4-flokksins að túlka allar kosninganiðurstöður sem stórsigur fyrir sinn flokk? Þannig hefur það alltaf verið og það er engin breyting þar á.

Viðbrögð 4-flokksins við þessum kosningaúrslitum sýna bara enn betur hvað hann er úr takt við raunveruleikann. Þeir virka bæði heimskir og hallærislegir og ef þetta eru þeir leiðtogar og þau öfl sem eiga að leiða Ísland út úr þeim ógöngum sem við blasa og þeir eru búnir að koma okkur í, þá er eins gott að fara að huga að búferlaflutningum nú þegar.

Kreppan á eftir að dýpka til muna, hún er bara rétt að byrja þó svo að veruleikafirrtir stjórnmálalieðtogar reyni að telja okkur trú um annað.

Guðmundur Pétursson, 30.5.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband