Leita í fréttum mbl.is

Skiljanlegt

Reykvíkingar hafa haft fjóra borgarstjóra á ţví kjörtímabili sem er ađ líđa, fjóra meirihluta. Allt virđist ţó hafa gengiđ eđlilega fyrir sig í borginni. Grunnskólarnir, leikskólarnir, öll ţjónustan sem Reykjavík rekur, hefur ţrátt fyrir ţetta haldiđ áfram. Ţađ virđist engu skipta hvađa skipstjóri er í brúnni í Reykjavík. Enda er öflugt og gott embćttismannakerfi í Reykjavík. Ţetta sjá reykvískir kjósendur og draga sínar ályktanir. Reykvíkingar treysta ekki lengur fjórflokknum. Reykvíkingar virđast tilbúnir til ađ gefa nýjum og óţekktum flokki tćkifćri. Enda bendir reynslan til ađ ţessi nýi flokkur geti varla stađiđ sig verr í Reykjavík en fjórflokkurinn hefur gert síđustu fjögur árin.

Vissulega spila landsmálin inn í. Sjálfstćđisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru rúnir trausti og virđist sem illa ćtli ađ ganga fyrir ţá ađ endurheimta ţađ traust. Samfylkingin og Vinstri grćnir hafa valdiđ landsmönnum miklum vonbrigđum. En sá fáránleiki sem borgarfulltrúar leyfđu ađ gerast í borgarmálunum síđustu fjögur árin er stćrsta skýringin á ţeirri stöđu sem upp er komin í Reykjavík. Ţađ ţýđir ekkert fyrir borgarfulltrúa fjórflokksins ađ kenna einhverjum öđrum um ţetta. Ţeim tókst ţetta allt saman sjálfum. 


mbl.is Mikiđ forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú telja ađ embćttismannakerfiđ í Reykjavík sé langt frá ţví ađ vera fullkomiđ. Lóđamáliđ svokallađa hefur sýnt svo rćkilega fram á ţađ. Enn eitt fíaskó á ferilskrá meirihlutans. Getur lesiđ ţér til um ţetta á www.lodamal.is

Hafsteinn Árnason (IP-tala skráđ) 26.5.2010 kl. 09:43

2 identicon

Heyr heyr Dögg!

Ţórđur (IP-tala skráđ) 26.5.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góđur pistill og ég kýs Jón Gnarr. Líka ţegar hann vill verđa forsćtisráđherra...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 21:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband