Leita í fréttum mbl.is

Kom að því að menn kveiktu ...

Eftir tæp tvö ár virðast stjórnvöld loksins hafa skilið það sem allur almenningur veit og hefur vitað lengi: Að efnahagur heimilanna varð fyrir verulegum skakkaföllum vegna bankahruns, gengislækkunar og mikillar verðbólgu.

Af hverju veit almenningur þetta sem stjórnvöld hafa verið svo sein að skilja? Einfaldlega af því að fyrir þessu hafa fjölskyldurnar í landinu fundið, á eigin skinni, á degi hverjum frá því að gengislækkunin byrjaði kringum páska 2008 og síðan vegna alls þess sem á eftir kom og endaði með bankahruninu. Allar fjölskyldur í landinu sem skulda íbúðalán fá í mánuði hverjum greiðsluseðla inn um lúguna sem sýna svart á hvítu hvað lánið hefur hækkað frá síðasta mánuði. Stöðugar hækkanir verðtryggðra lána eru m.a. vegna hækkunar ríkisstjórnarinnar á áfengi, tóbaki, virðisaukaskatti. Allt hækkar þetta lánin sem hvíla á eignum landsmanna, sem vegna ástands á fasteignamarkaði hafa lækkað um a.m.k. 30% að raunvirði og eiga eftir að lækka enn, skv. spám. Afleiðing þessa er sú að upprunalegt eigið fé fjölskyldna í fasteignum þeirra er löngu fuðrað upp, óbætt, og eftir stendur veðsett fasteign þar sem verðmæti veðsins er orðið minna en andvirði veðlánsins sem á því hvílir. 

Kannski er það þakkarvert að augu stjórnvalda skuli hafa opnast fyrir þessum alþekktu staðreyndum. En af hverju tók það allan þennan tíma?

Þá blasir við að spyrja: Hvenær og hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við þessum veruleika? Almenningur bíður enn þeirra aðgerða sem vinstri stjórnin lofaði þegar hún tók við stjórnartaumum 1. febrúar 2009. Þá var lofað skjaldborg um heimilin. Það mótar hvergi fyrir þeirri skjaldborg og er hugtakið raunar ekkert orðið nema háðsyrði um algert úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar þegar kemur að stuðningi við heimilin í landinu. 


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

það myndi ekki hjálpa heimilum að húsnæði hækkaði í verði. Alla vega veit ég að ekkert verður gert fyrir þá sem mest þurfa á því að halda. bankarnir þurfa á X mörgum gjaldþrotum að halda til að geta fengið þá peninga til baka sem tvísýnt er með.  Þetta vita Steingrímur og Jóhanna og er Steingrímur eiginlega höfundurinn af þessari væntanlegu eignaupptöku í stórum stíl... það er allavega of seint fyrir mig að eltast við einhverja "skjaldborg" sem er bara hyllingar...

Óskar Arnórsson, 4.6.2010 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband