Leita í fréttum mbl.is

Sammála

hverju orði. Auðvitað verðum við að vita hverra kosta er völ með samningi við EB áður en við getum tekið upplýsta afstöðu til hvort við viljum ganga inn í þetta bandalag. Það hvarflar ekki annað að mér en að niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í lok janúar nk. verði sú að samþykkja að fara í aðildarviðræður. Hvort við síðan ákveðum að taka skrefið alla leið inn hlýtur á endanum að velta á ísköldu mati á því hvort hagsmunum Íslands sé betur borgið innan eða utan bandalagsins. Til að geta metið það verðum við að sjá hvað stendur til boða. Flóknara er það ekki.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torskilin ákvörðun

Það er sérkennilegt, ekki síst í ljósi þess að RÚV er ríkisútvarp og á að þjóna öllu landinu, að útvarpsstjóri skuli ákveða að hætta svæðisbundnum útsendingum RÚV á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Niðurskurðinn skilja allir - en hvar hnífurinn lendir er álitamál. Fyrir ári síðan var frétt um það að laun útvarpsstjóra hefðu tvöfaldast við það að RÚV var breytt í ohf. (hér). Ekki verður annað ráðið en að þetta séu ennþá þau laun sem útvarpsstjóri nýtur. Segjum að hann lækki þau um 11% þá er hann samt með kringum 1,6 m.kr. á mánuði. Hvernig væri nú að útvarpsstjóri sýndi lofsvert fordæmi og t.d. lækkaði laun sín niður í laun sambærileg og menntamálaráðherra hefur eða ráðuneytisstjórinn í menntamálaráðuneytinu. Bara slík lækkun sýnist geta sparað 12 milljónir á ári fyrir RÚV. Einhvern veginn er það á skjön að yfirmenn undirstofnana, þótt ohf. séu kallaðar, séu með hærri laun en ráðherrann sem yfir sviðinu er. Það er svona "2007" eins og mikið er sagt núna.
mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegt

Með þessu er menntamálaráðherra að fara bil beggja sem sýnist skynsamlegt. Mæta andmælum einkarekinna fjölmiðla sem telja sig í ósanngjarnri samkeppni við ríkisrekinn fjölmiðil en jafnframt að tryggja að RÚV hafi áfram einhverjar tekjur af auglýsingum enda ber RÚV skyldur sem ekki hvíla á einkareknum fjölmiðlum.
mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Fréttir af því að verslun minnki og að kaupmenn eigi von á minni jólasölu en áður koma ekki á óvart. Hvernig á öðru vísi að vera? Ég var á fundi í Valhöll í morgun þar sem ræðumenn voru Gylfi Zoega prófessor og Pétur Blöndal alþingismaður. Framsögumenn fóru yfir hvað klikkaði hjá okkur - en yfirskrift fundarins var "Hvað fór úrskeiðis". Boðskapurinn sem situr eftir hjá mér af þessum fundi er sá að allt hafi mátt sjá þetta fyrir, eins og fjölmargir reyndu að segja okkur. En við vildum ekki horfast í augu við staðreyndirnar og hvert stefndi, heldur treystum því af okkar alkunnu íslensku bjartsýni að allt myndi reddast. Enda miklu skemmtilegra að eyða, þó um efni fram sé, heldur en að spara. En nú blasir veruleikinn við og samdráttur í eyðslu fyrstu viðbrögðin hjá öllu skynsömu fólki.
mbl.is Kaupmenn þrauka fram yfir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segja upphátt

Ég hygg að með þessari ályktun sé Heimdallur að segja upphátt það sem mjög margir hugsa,bæði sjálfstæðismenn og aðrir. Er það ekki hlutverk ungliða í stjórnmálaflokkum að gera það?
mbl.is Heimdallur: Stjórn SÍ og FME segi af sér án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í eigin nafni eða nafni ASÍ?

Gylfi Arnbjörnsson getur auðvitað haft hvaða skoðanir sem hann vill varðandi það hvaða einstaklingar eiga að skipa einstök embætti í ríkisstjórninni. En mér finnst að við eigum kröfu á að vita hvort hann er með þessum yfirlýsingum að endurspegla persónulega skoðun sína eða tala í nafni ASÍ. Á því er talsverður munur. Og úr því að forseti ASÍ vill að menn axli ábyrgð,sem er svosem skoðun sem hann er ekki einn um, þá hlýtur hann að vera byrjaður að ræða við fulltrúa ASÍ í stjórnum lífeyrissjóða um að þeim þurfi að skipta út.
mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Þessi frásögn úr daglega lífinu er til marks um þá samkennd sem víða er í þjóðfélaginu. Sjálf hef ég verið að velta fyrir mér þeim annars ágæta sið okkar að senda jólakort. Það kostar allnokkra fjármuni, bæði að kaupa kortin, þó alltaf kaupi maður þau af líknarfélögum, og svo að senda þau á áfangastað. Ég held að þeim fjármunum væri jafnvel betur varið í ár sem framlagi til aðila sem styrkja þá sem minnst mega sín hér heima, s.s. Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar. Enda hafa allmargir gegnum árin, einkum þó fyrirtæki, sleppt því að senda jólakort og látið andvirðið renna til líknarmála. Kannski ættu einstaklingar að velta þessum möguleika fyrir sér fyrir þessi jól?
mbl.is Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkargjörðarhátíðin

Þakkargjörðarhátíðin er sennilega ein mesta hátíð Bandaríkjamanna því allir taka þátt, þvert á trúarbrögð. Allir, sem mögulega geta, koma sér í faðm fjölskyldunnar fjórða fimmtudag í nóvember til að þakka allt sem vel hefur gengið liðið ár. Borðaður er kalkúni með alls konar góðu meðlæti. Siðnum kynntist ég þegar ég bjó í Bandaríkjunum 1985-1987 og finnst hann sérlega skemmtilegur. Síðustu ár hef ég boðið vinum í kalkún á þakkargjörðardag Bandaríkjanna (í Kanada er þakkargjörðardagurinn um miðjan október). Segja má að með því hefjist aðventan hjá mér því oftar en ekki er ég búin að skreyta fyrir jólin fyrir þetta boð, a.m.k. setja upp jólaóróana og jólaljósið, enda fyrsti sunnudagur í aðventu skammt undan. Að öðrum aðferðum ólöstuðum þá get ég með sanni sagt að aðferð Nönnu við að steikja kalkúk, við mjög háan hita (250°C í ca. 2 klst fyrir 6 kg fugl), hefur gefist afbragðsvel. Kannski meira um það seinna.Wink
mbl.is Náðar síðasta kalkúnann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skrítið

að skipulagsráð skuli krefjast nánari skýringar á þessu. Í ljósi stöðu mála finnst manni að uppbygging nýrra höfuðstöðva bankanna sé ekki alveg forgangsverkefni.
mbl.is Borgin vill fá frekari svör um áform Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Þetta er búið að taka tíma - of langan að mínu mati. En betra seint en aldrei. Sagan segir að VG hafi þvælst fyrir. Af hverju hefur hins vegar ekki fengist skýrt. Vonandi afgreiðir Alþingi þetta frumvarp fljótt og vel þannig að vinnan fari af stað sem allra fyrst.
mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga í takt vs. sannfæringin

Út af fyrir sig er hægt að skilja afstöðu formanns þingflokks Frjálslynda flokksins þegar hann segist líta það alvarlegum augum að lítill flokkur eins og Frjálslyndi flokkurinn geti ekki gengið í takt. Með þessum ummælum er hann að vísa til þess að einn þingmanna Frjálslynda flokksins greiddi atkvæði gegn vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar.

Á hinn bóginn verður að líta til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Þar segir í 48. gr.:

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Umræddur þingmaður Frjálslynda flokksins sem greiddi atkvæði gegn vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar hefur útskýrt afstöðu sína með því að hann hafi talið óráð að leggja fram vantrauststillögu á þessu stigi. Nú bæri mönnum að einbeita sér að því að ná stjórn á ástandinu. Þetta er greinilega hans sannfæring og af henni einni er hann bundinn samkvæmt stjórnarskránni. Sama hversu gjarnan þingflokksformaðurinn vill að liðsmenn hans gangi í takt.


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risavaxið og metnaðarfullt verkefni

Fjárlagahalli Bandaríkjanna er verulegur. Það er því metnaðarfullt markmið hjá Obama að lofa því að eyða honum, ekki síst í ljósi kostnaðarsamra lífgunaraðgerða til bjargar efnahagslífinu. Kunnugir segja að Bandaríkin með sama áframhaldi stefni í gjaldþrot um miðja þessa öld. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst hjá Obama.
mbl.is Obama lofar sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband