Leita í fréttum mbl.is

Er leyndin nauðsynleg?

Það er athyglisvert að fjármálaráðherra og ráðgjafi hans skuli sett í það hlutverk að verja mikla leynd yfir skýrslu Deloitte og ráðgjafafyrirtækisins Wyman um verðmat á eignum og skuldum sem færðar voru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Öðru vísi mér áður brá.

Það hafa sjálfsagt fleirum en mér þótt merkilegt af hversu miklum ákafa fjármálaráðherra varði alla þessa leynd kvöldið fyrir kjördag. Hrædd er ég um að ef fjármálaráðherra hefði á þeim tíma enn verið í stjórnarandstöðu hefði hann talað með öðrum og beinskeyttari hætti. Og gagnrýnt harðlega alla þessa leynd.

Enn eru menn á hans vegum að útskýra leyndina. Nú þannig að hugsanlega verði umrædd skýrsla aldrei birt. Alveg eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Gott væri ef sömu aðilar gætu útskýrt á mannamáli fyrir okkur kjósendum af hverju nákvæmlega þessi leynd er nauðsynleg. Ekki síst í ljósi þess að nýju bankarnir eru orðnir eign ríkisins.


mbl.is Skýrsla Wyman ekki birt meðan á viðræðum stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringar, takk

Hvernig má það vera að Bretar eigi í samningaviðræðum við AGS um það hvernig við greiðslum meintar skuldir okkar vegna Icesave? Í hvaða umboði er AGS að semja við Breta fyrir okkar hönd, ef rétt er? Af fréttinni má ráða að formaður Icesave samninganefndarinnar, Svavar Gestsson sendiherra og fv. ráðherra veit ekki af þessum tvíhliða viðræðum AGS og Breta.

Það er óviðkunnanlegt að lesa og heyra í fjölmiðlum að þessir aðilar séu eitthvað að véla um okkar mál. Fréttin kallar á frekari skýringar af hálfu stjórnvalda um það hvað sé eiginlega í gangi.


mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Fyrirfram á ég ekki von á því að verða mjög hrifin af því sem fram mun koma í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar. En ég verð þó að segja það að ég er algerlega sammála þeim áformum að breyta launakjörum hjá ríkinu þannig að laun forstöðumanna ríkisstofnana verði ekki hærri en laun forsætisráðherra. Raunar á hið sama að gilda í ráðuneytunum sjálfum. Enginn starfsmaður í ráðuneyti á að vera með hærri laun en ráðherrann sem þar er yfir.


mbl.is Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hálfgerð hænufet

Þetta mjakast hjá peningastefnunefndinni en erfitt er að skilja af hverju myndarlegri lækkun, sem allir telja nauðsynlega, skuli slegið á frest fram í júní. Eftir hverju er peningastefnunefndin að bíða? Hvað stoppaði hana í að taka þessa myndarlegu lækkun núna og hleypa þannig smá súrefni í atvinnulífið?
mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr afstaða

Af þessari könnun má ráða að afstaða kjósenda sé skýr til aðildarviðræðna. Áhugavert hefði verið að fá samanburð við fyrri kannanir því um þetta hefur verið spurt áður. Skyldi mikil umræða síðustu dægra eitthvað hafa aukið stuðning við viðræðurnar? Það er jafnframt merkilegt að meirihluti kjósenda allra flokka annarra en Sjálfstæðisflokksins skuli hlynntur aðildarviðræðum. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að meirihluti kjósenda VG væri einnig andvígur þeim. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu VG.

Áhugavert hefði verið að spyrja hvort þeir sem aðildarviðræður vilja telji þjóðaratkvæði um aðildarviðræður nauðsynlegt.

Vegna athugasemda sem fram hafa komið við blogg mín vil ég taka fram að sjálf er ég eindregið fylgjandi viðræðum án undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn?

Augljóst er að allur vandræðagangurinn í kringum stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og VG er vegna EB. Flokkarnir hafa í grundvallaratriðum mismunandi afstöðu til EB. Samfylkingin vill ganga í EB og virðist hafa fáa fyrirvara í því sambandi. VG vill ekki í EB og hefur því enga fyrirvara sett gagnvart aðildarviðræðum sem þeir eru í prinsipinu á móti. Svo virtist sem VG hefði læst sig inni í því að vilja þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi til viðræðna við EB. Sem betur fer sýnist sá vitleysugangur, sem er ekkert nema sóun á tíma og peningum, útúr myndinni.

Þess í stað virðast stjórnarflokkarnir ræða það sem lausn að Alþingi verði falið að ákveða hvort farið verið í aðildarviðræður. Fyrir því er líklega meirihluti á Alþingi þó ekki sé það öruggt. Með slíkri leið er Samfylkingin í raun að setja allt sitt traust á stjórnarandstöðuna. Þetta hefur áður gerst á líftíma þessarar ríkisstjórnar, í Helguvíkurmálinu á lokadegi nýliðins þings. Þá náðist það mikilvæga mál iðnaðarráðherra í gegn fyrir tilstilli stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir klofnuðu, VG greiddi á móti, Samfylkingin með. Stjórnarandstaðan tryggði málinu brautargengi.

Er það forsvaranlegt að í jafnmikilvægu máli og því hvort ganga eigi til aðildarviðræðna ætli Samfylkingin að setja traust sitt á stjórnarandstöðuna? Og hvað ef stjórnarandstaðan klikkar? Hvað ætlar Samfylkingin að gera þá? Og hvað með samningsmarkmiðin? Hver á að setja þau? Stjórnarandstaðan og Samfylkingin?

Sýnir þetta mál og allur vandræðagangurinn í kringum það að í alvöru þarf að skoða þjóðstjórn? Ég man ekki betur en að formaður VG hafi bent á þörf þess strax eftir hrunið. Ég hneigist að því að hann hafi haft rétt fyrir sér. Reynslan sé að sýna það. 
mbl.is Ágreiningur ekki áhrif á aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluverkfall - vanskil

Fróðlegt hefði verið að heyra frá þessum sömu lánastofnunum hversu margir einstaklingar eru í vanskilum með afborganir á lánum sínum.

Eins og ég hef skilið þá sem ræða um greiðsluverkfall þá snýst það í raun um forgangsröðun gluggaumslaganna um hver mánaðarmót. Greiðsluverkfall snýst ekki um það að hætta að borga til að safna peningum heldur um það að skuldarin er með bunka af greiðsluseðlum til að borga um hver mánaðarmót og getur ekki greitt hann allan. Við forgangsröðunina snýst "greiðsluverkfallið" um að hætta að greiða veðlánin fremur en eitthvað annað.  

Er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira að segja ASÍ ....

er orðið þreytt á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hefur þó umburðarlyndi þeirra samtaka löngum verið meira gagnvart vinstri stjórnum en öðrum. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þá verklausu ríkisstjórn sem kjósendur gáfu meirihlutastuðning í kosningunum fyrir röskri viku? Stjórnarsáttmáli virðist henni ofviða að semja. Lá þó fyrir að saman ætluðu stjórnarflokkarnir að vinna eftir kosningar og gengu nánast bundnir að því leyti til kosninganna. Hrokafull tilsvör einstakra ráðherra gagnvart fjölskyldum sem sjá enga leið útúr skuldastöðu sinni vekur reiði um allt þjóðfélagið.

Merkilegast finnst mér þó að lesa eftir forseta ASÍ að ríkisstjórnin skuli ekkert hafa við ASÍ talað síðan í febrúar. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að vinstri ríkisstjórn ræddi ekki svo mánuðum skipti við ASÍ og það á krepputímum.


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óendanlega vandræðalegt

Í gær sagði forsætisráðherra að hún og fjármálaráðherra væru svona lengi sem raun ber vitni að mynda ríkisstjórn af því að þau væru að mynda ríkisstjórn fyrir heilt kjörtímabil. Í dag segir hún að hugsanlega þurfi að rjúfa þing vegna hugsanlegrar aðildar að EB og þar með verði kjörtímabilið stutt.

Þá vaknar spurningin. Af hverju eru þau svona lengi að þessu úr því að þetta er ekki fyrir heilt kjörtímabil?

Þessi vandræðagangur við stjórnarmyndun VG og Samfylkingar er eiginlega orðin meiri en kjósendum er upp á bjóðandi.


mbl.is Gæti orðið stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðug rannsóknarefni :-)

Ég hef áður bloggað um verðug rannsóknarefni - þetta er eitt svona dæmigert. Konur og karlar sem aka "dýrum" bifreiðum vita sem sé hér með að þau séu líklegri til framhjáhalds en aðrir. Hvar skyldu mörkin milli dýrra og ódýrra bifreiðanna í þessu sambandi liggja? Kissing

 


mbl.is Líklegastir til þess að halda framhjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örþrifaráð

Enn virðist sem ríkisstjórnin skilji ekki að ástæðan fyrir því að fólk íhugar þessi úrræði, sem fjármálaráðherra kallar örþrifaráð, nema fyrir þá sök að fólk sér enga aðra leið úr fjárhagsvanda sínum. Heldur ríkisstjórnin að þessi úrræði séu íhuguð af fólki upp á grín? 

Það er hjákátlegt að heyra fjármálaráðherra segja að það kosti hundruð milljarða að koma fjölskyldunum í landinu til hjálpar. Af orðum ráðherrans má ráða að þess vegna sé það ekki hægt. Ekki taldi fjármálaráðherra eftir sér að láta það kosta ríkissjóð  a.m.k. á annan tug milljarða, ef ekki meir, að koma örfáum hluthöfum tveggja fjárfestingabanka til hjálpar. Hvaða skilaboð eru fólgin í því til fjölskyldnanna í landinu?   


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 392706

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband