Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Þær stóðu sig frábærlega
EM: Reynslunni ríkari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. ágúst 2009
Hvað þýðir hjásetan?
Ég var ánægð með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd tóku höndum saman við aðra fulltrúa í nefndinni sem vildu setja fyrirvara við ríkisábyrgðina á Icesave og unnu kappsamlega að ná þeim fyrirvörum brautargengi. Af fréttum má ráða að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, ásamt öðrum, hafi sett mikilvægt mark sitt á breytingartillögur fjárlaganefndar varðandi fyrirvaranna. Enda sé ég ekki betur en að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt breytingartillögur fjárlaganefndar.
Hvað þýðir hjáseta þingmanna Sjálfstæðisflokksins? Ég skil ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær svo að ábyrgðin á málinu í heild sé hjá ríkisstjórninni og þess vegna sitji þingmenn flokksins hjá. Við vinnu málsins hafi þingmenn flokksins hins vegar talið sér skylt að gera ómögulegt mál þannig að a.m.k. væri hægt að lifa við það. Þetta eru ekki frambærileg rök. Það er ankannalegt að vinna ötullega að því að breyta frumvarpi en sitja svo hjá við lokaafgreiðslu þess.
Víki verði fyrirvörum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Áhugaverð hugmynd
Vilja taka yfir Frjálsa fjárfestingabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Andsvör o.fl.
Ræddu hegðun þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Hættuleg töf
Það er orðið mjög brýnt að stjórnvöld leggi línuna um það hvernig á að grípa á alvarlegum greiðsluvanda fjölskyldna vegna gengishruns og óðaverðbólgu og afleiðinga þessa tvenns á íbúðalán sem tekin voru. Því lengur sem það dregst af hálfu stjórnvalda að grípa til aðgerða sem duga því meiri líkur eru á því að greiðsluvilji þeirra, sem enn eru í skilum þverri.
Það er sama hvernig þessum málum er snúið. Vandinn verður ekki leystur nema með því að viðurkenna staðreyndir. Stór hluti þeirra fjölskyldna, sem nú eru í vanda, lagði beinharða peninga í fasteignakaup og fjármagnaði mismuninn með lántöku, stundum gengisláni, sem bankar voru iðnir við að halda að fjölskyldum. Staðan er sú að fjármunirnir sem fjölskyldur lögðu í íbúðakaupin eru oftar en ekki horfnir, brunnir upp. Eftir stendur lán með eftirstöðvum sem eru i sumum tilvikum langt umfram verðmæti eignarinnar. Allar þessar fjölskyldur stóðust öflugt greiðslumat lánastofnana áður en til lántöku kom. Greiðslumatið var gert á forsendum lánveitandans. Hann setti þar öll skilyrði. Forsendur greiðslumatsins hafa brostið. Þróun verðlags og gengis varð allt önnur en forsendur greiðslumatsins miðuðust við.
Bera lánastofnanir ekki alla ábyrgð á því að forsendur greiðslumats brustu? Voru forsendurnar sem lánastofnanir gáfu sér ekki að einhverju leyti mistök? Er þá sanngjarnt að lántakendur, sem treystu forsendum lánastofnananna, beri alla ábyrgð á forsendubrestinum?
Það þarf að afskrifa þann hluta húsnæðisskulda sem er afleiðing forsendubrestsins. Það þarf að færa viðmiðun gengistryggðra íbúðalána sem og verðtryggðra til þess tíma áður en gengishrunið varð og áður en óðaverðbólgan fór af stað. Þá er búið að færa viðmið húsnæðislánanna við þær forsendur sem lánastofnanir sjálfar miðuðu við og lántakendurnir samþykktu.
Af hverju þarf að vera svona flókið fyrir stjórnvöld að horfast í augu við þetta? Sumir ráðamenn segja að þetta sé of dýrt. Hver er kostnaðurinn við það að þúsundir fjölskyldna missa heimili sín og lánastofnanir verða helstu eigendur húsnæðis? Það kostaði ríkissjóð mikla fjármuni að tryggja bankainnistæður þeirra sem spöruðu í því formi? Má það ekkert kosta að koma þúsundum fjölskyldna í landinu til bjargar?
Greiðsluviljinn að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Athyglisverður hæstaréttardómur
Dómur Hæstaréttar frá því í gær um aðgang að upplýsingum um viðskipti með stofnfjárbréf er athyglisverður. Hann er fordæmisgefandi fyrir alla sem keyptu stofnfjárbréf frá 18. júlí til 7. ágúst 2007 og gerir þeim kleift að komast að því hver var seljandi bréfanna. Í þessum dómi segir:
Í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 er mælt svo fyrir að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir, sem taka að sér verk í þágu þess, séu bundnir þagnarskyldu um allt það, sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna varðandi viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fyrirtækisins, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Um þá þagnarskyldu, sem ákvæði þetta leggur á varnaraðila sem formann skilanefndar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, verður að líta til þess að sóknaraðili krefur hann ekki um upplýsingar, sem hann hefur aðgang að vegna starfsemi sparisjóðsins við miðlun verðbréfa í eigu annars manns, heldur um upplýsingar úr gögnum, sem lögð voru fyrir stjórnarfund í sparisjóðnum. Samkvæmt 2. mgr. 62. gr. laga nr. 161/2002 bar Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis á þeim tíma, sem sóknaraðili keypti stofnfjárbréf í honum, að færa skrá um stofnfjáreigendur og skyldu þeir allir eiga aðgang að henni. Augljóst er að samanburður á slíkri skrá frá einum tíma til annars getur í einstaka tilvikum sýnt hverjir hafi átt viðskipti sín á milli um stofnfjárbréf í sparisjóði. Með því að stofnfjáreigendum er að lögum tryggður aðgangur að skrá, sem leitt getur þetta í ljós, geta upplýsingar til kaupanda stofnfjárbréfa um það eitt, hver seljandi þeirra hafi verið, ekki varðað viðskipta- eða einkamálefni seljandans þannig að stjórnarmönnum eða starfsmönnum sparisjóðs sé óheimilt að veita þær vegna ákvæðis 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þegar af þessum sökum verður varakrafa sóknaraðila tekin til greina á þann hátt, sem í dómsorði segir.
Hafa verður í huga að í þeim tilvikum þegar kaupendur keyptu af stjórnarmönnum verður að telja að ójafnræði hafi verið í viðskiptunum í ljósi þess að stjórnarmenn bjuggu yfir mikilvægum upplýsingum um verðmæti félagsins sem ekki höfðu verið gerðar opinberar á þessum tíma.
Af dómnum leiðir væntanlega að þeir sem keyptu stofnfjárbréf á þessu tímabili og sem vilja komast að því hver var seljandi bréfanna geta beint fyrirspurn um þetta til skilanefndar SPRON.
Upplýsi um seljanda stofnfjárbréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Grein sem segir allt sem segja þarf
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur
Það er hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur, þingmanni VG að til almennra aðgerða verður að grípa vegna greiðsluvanda heimilanna. Það er einnig rétt hjá henni, og í samræmi við það sem ég bloggaði fyrr í dag, að stjórnvöld verða að sýna þar frumkvæði. Þetta frumkvæði þarf að koma strax og til aðgerðanna þarf að grípa svo fljótt sem verða má. Það hefur raunar dregist alltof lengi af hálfu stjórnvalda að horfast í augu við þessar augljósu staðreyndir.
Staðreyndirnar liggja skýrar á borðinu. Allar forsendur fyrir lántökum þúsunda fjölskyldna vegna húsnæðiskaupa brustu vegna óðaverðbólgu og gengishruns. Á óðaverðbólgunni og gengishruninu bera þessar fjölskyldur enga ábyrgð, ekki frekar en þjóðin ber ábyrgð á Icesave þó hún verði að axla þá ábyrgð.
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur aldrei verið talin áhættufjárfesting hér á landi. Þvert á móti hefur fjárfesting í íbúðarhúsnæði verið ein meginsparnaðarleið flestra. Þúsundir fjölskyldna standa frammi fyrir þeirri staðreynd að beinhörðu peningarnir sem settir voru í fjárfestingu íbúðarhúsnæðis eru brunnir upp. Höfuðstóllinn er horfinn. Stjórnvöld ákváðu strax að verja eignir á bankareikningum, umfram það sem skylt var. Eiga þeir sem áttu sparnað sinn í húsnæði ekki sambærilegan rétt á því að sú eign sé í einhverju varin?
Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Bankarnir?
Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Fleiri brýn verkefni bíða ...
Funda um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi