Leita í fréttum mbl.is

Er fólk ekki að tala saman?

Eigum við að trúa því að það hafi ekki verið fyrr en í gær sem það kom fram að töf á afgreiðslu Icesave á Alþingi tefði lánin frá Norðurlöndunum. Af hverju eru Norðurlöndin, sem hafa hingað til talist til okkar vinaþjóða, að leggjast á sveif með Bretum og Hollendingum gegn okkur. Eða eins og enskurinn segir: With friends like that, who needs enemies?

Ég er sjálfsagt ekki ein um að finnast að stjórnvöld séu ekki að segja almenningi í landinu alla söguna um tengsl Icesave við allt annað sem er að gerast.  Af hverju má ekki bara segja okkur að staða mála sé sú að ef við látum ekki kúga okkur í Icesave þá séum við alein í heiminum, vinalaus og bjargarlaus? Hvaða tilgangi þjónar það að leyna okkur þessu?


mbl.is Icesave tefur endurskoðun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pax pacis

Sammála þessu.  Af hverju hefur almenningur í landinu verið leyndur upplýsingum um raunverulegt ástand mála allt síðan í haust (eða í raun síðan í fyrrahaust).  D+S lugu að okkur allt árið 2008 að allt væri í sómanum.  Síðan lugu þau að okkur hvernig mál væru að þróast eftir hrun, þ.m.t. Icesave.  Svo kemur S+V og heldur áfram að ljúga að okkur um Icesave í tveim ríkisstjórnum.  Hverja er eiginlega verið að vernda?

Pax pacis, 31.7.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Hver vill vingast við glæpamenn? Þetta eru vinaþjóðir okkar! Ef þú reynir stöðugt að blekkja vini þína eins og stjórnvöld síðustu ára og valda þeim stórfelldum skaða, tæki nokkur því léttilega? Einangrunnarsinnar og afturhaldskommar reyna að sverta alla nema þá sem bera ábyrgð (lýðræðislega kjörna fulltrúa)

Alþjóðlegt samsæri og einellti hljómar líklegar í eyrum íslendinga.

Það hefur öllum verið ljóst sem ekki eru í afneitun, að farsæl lausn á Icesave hefur alltaf verið eitt helsta skilyrði AGS. Því miður. Margir ráðherrar Samfylkingarinnar eru vissulega í afneitun, sem og margir þingmenn annara flokka.

Björn Halldór Björnsson, 31.7.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband