Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Fyrir hverja eru þessar eftirlitsstofnanir?
Hvernig má það vera að eftirlitsstofnanir hafa ekki látið mál renna til sérstaks saksóknara? Nógan tíma höfðu þær til að tína saman málin sem ættu með réttu að ganga til þessa nýja embættis.
Ætla eftirlitsstofnanirnar líka að bregðast hér, eins og þær brugðust í aðdraganda efnahagshrunsins? Eða er það virkilega svo að þær telji hlutverk sitt að slá skjaldborg um þá sem hugsanlega hafa brotið lög í staðinn fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga þessa aðila til ábyrgðar?
Tregða við upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Af hverju ...
er Samfylkingin að hafa prófkjör um efstu sætin? Svo virðist sem flokksforystan sé búin að ákveða hvernig raðast eigi í efstu sætin: Jóhanna í 1. sætið, Ingibjörg Sólrún í 2. sætið, Össur í 3. sætið. Svo geta aðrir frambjóðendur slegist um þau sæti sem neðar eru.
En það kemur ekki á óvart að Samfylkingin skuli hafa ákveðið að gera Jóhönnu að forsætisráðherraefni sínu, sem er raunar nýmæli sem Ingibjörg Sólrún bjó til fyrir margt löngu. Jóhanna nýtur mikilla vinsælda, eins og fram kom í skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Auðvitað vill Samfylkingin nýta í sína þágu þann byr í seglin sem vinsældir Jóhönnu gefa. Allir skynsamir stjórnmálaflokkar myndu gera það.
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Kannski er ég ...
ferlega neikvæð - en eru engin brýnni verkefni hér heima fyrir viðskiptaráðherra til að sinna? Svo virðist sem þessi fyrirlestraferð hafi verið ákveðin meðan viðskiptaráðherra var í starfi í háskóla og ferðin undirbúin sem slík. Hefði ekki verið bara best að fresta þessari ferð þar til eftir kosningar?
Gylfi flytur fyrirlestra í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Hefndin ...
Hvers virði er hefndin? 500 milljarða króna? Hvers virði er mannslíf? 250 milljarða króna? Þessum áleitnu spurningum er varpað fram í leikritinu Milljarðamærin snýr aftur, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þegar saman fer hefndarþorsti einstaklings sem á fúlgur fjár og græðgi heils bæjarfélags getur greinilega allt gerst.
Milljarðamærin snýr aftur er magnað leikrit. Sigrún Edda Björnsdóttir var hreint óborganleg í hlutverði milljarðamærinnar. Jóhann Sigurðsson lýsti vel örvæntingu þess sem áttar sig á hvað framundan er.
Enn ein afbragðssýning í Borgarleikhúsinu.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Er ekkert gott í fréttum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Að vera vakandi í vinnunni
Mikil reiði almennings í Bretlandi vegna RBS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Og í hvorri...
Sakar forseta Alþingi um valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ráðgjafastörf fyrir heilbrigðisráðuneytið
Í kvöldfréttum sjónvarps 23. febrúar sl. var nafn mitt nefnt í tengslum við ráðgjafavinnu ýmissa aðila fyrir heilbrigðisráðuneytið meðan Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra. Sjálfsagt og eðlilegt er að upplýsa um ráðgjafastörf af þessu tagi enda þau greidd með opinberu fé. Skrítið finnst mér þó að í fjárhæðinni sem uppgefin er hvað mig varðar eru tveir reikningar sem ráðuneytinu voru sendir 18. febrúar sl. og eru enn ógreiddir.
Þar sem fréttina mátti skilja svo að verið væri að gera ráðgjafastörf mín og annarra fyrir heilbrigðisráðuneytið tortryggileg þykir mér rétt að gera grein fyrir þessum störfum mínum í þágu ráðuneytisins.
Frá því að ég hætti störfum í heilbrigðisráðuneytinu í árslok 1995 hef ég sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum fyrir ráðuneytið, einkum á sviði lagasetningar. Reynslu mína af samningu löggjafar á heilbrigðissviði hefur heilbrigðisráðuneytið talið eftirsóknarverða. Ég hef sinnt slíkum ráðgjafarstörfum bæði meðan heilbrigðisráðherra kom úr röðum Framsóknarflokksins og einnig eftir að heilbrigðisráðherra kom úr röðum Sjálfstæðisflokksins.
Til upplýsingar um ráðgjafastörf mín í þágu heilbrigðisráðuneytisins meðan Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra vil ég láta eftirfarandi koma fram:
- Í október 2007 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd sem falið var að endurskoða lög og reglugerðir um sjúkraskrár með tilliti til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár. Rafrænar sjúkraskrár tengjast hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og á þessum tíma voru engin lagaákvæði um hvorki sjúkraskrár né rafrænar sjúkraskrár. Frétt um efndarskipunina birtist. Nefndarstarfið hófst í október 2007 og stóð fram í apríl 2008. Nefndin skilaði heildarfrumvarpi um sjúkraskrár sem lagt var fram á vorþingi 2008 og er það að finna hér. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið eins og til stóð á Alþingi í september 2008. Ákveðið var að leggja frumvarpið fram að nýju strax í byrjun þings þetta sama haust. Áður en t il þess kom var til mín leitað af hálfu ráðuneytisins um að fara yfir athugasemdir þær sem borist höfðu við frumvarpinu. Frumvarpinu var breyt m.t.t. framkominna athugasemda og lagt fram að nýju á haustþingi 2008. Frumvarpið í endurskoðuðum búningi er hér. Meðferð frumvarpsins er nú á lokastigi í heilbrigðisnefnd Alþingis og er þess að vænta að þetta mikilvæga lagafrumvarp nái fram að ganga áður en þing verður rofið fyrir kosningar.
- Sl. vor leitaði fv. heilbrigðisráðherra til mín og fól mér að stýra vinnu við endurskoðun laga um heilbrigðisstéttir. Um er að ræða heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir, sem eru á fjórða tuginn. Nú er reglusetning um heilbrigðisstéttir ýmist með lögum eða reglugerðum. Frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir samdi ég fyrir heilbrigðisráðherra Ingibjörgu Pálmadóttur og vegna aðkomu minnar að því máli leitaði fv. heilbrigðisráðherra til mín með þetta verk. Vinna við frumvarpið er í gangi og er þess að vænta að frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir verði lagt fram eigi síðar en á komandi hausti. Það þó nýs heilbrigðisráðherra að ákveða framhald þessarar vinnu.
Fyrir þessi störf mín var greitt samkvæmt reikningi eins og tíðkast fyrir vinnu lögmanna. Eins og áður segir hefur ráðuneytið fengið þrjá reikninga vegna þessarar vinnu. Einn á síðasta ári vegna vinnu árin 2007 og 2008 að fjárhæð 1.011.563 kr., þar af vsk. 199.063 kr. Þessi reikningur er greiddur. Hinn 18. febrúar sl. voru ráðuneytinu sendir tveir reikningar, annar að fjárhæð 101.156 kr., þar af vsk. 19.906 kr. og hinn að fjárhæð 210.094 kr., þar af vsk. 41.344 kr. Þessir reikningar eru eins og áður segir báðir ógreiddir þótt ráða mætti af fréttinni að búið væri að greiða þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Er ekki sjálfgefið?
Í umtöluðu Kastljósviðtali við formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands fullyrti hann að hundruð einkahlutafélaga hefðu notið sérmeðferðar í bankakerfinu. Formaðurinn lét að því liggja að einkahlutafélög þjóðþekktra einstaklinga væru í þessum "vildarvinahópi" bankanna.
Er ekki sjálfgefið að bæði rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari kalla formann bankastjórnar Seðlabankans á sinn fund til að fá uppgefið hvað hann er nákvæmlega að drótta að? Ég tel ekki nóg að sérstakur saksóknari einungis hvetji formanninn til að koma upplýsingunum á framfæri við sig. Frumkvæðið að slíkri boðun hlýtur að þurfa að koma frá þessum rannsóknaraðilum.
Geymi öll samskipti í fimm ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Hafa konur ekkert að segja um ...?
Ég var að fá á fjöltölvupósti meðfylgjandi auglýsingu um málþing um laga kennslu á Íslandi: Inntak, kosti, galla og framtíðarhorfur. Mjög áhugavert efni og tímabært. Málþingið er haldið undir röð málþinga í tilefni 100 ára afmælis lagadeildar Háskóla Íslands. Yfirskrift þessarar málþingsraðar lagadeildarinnar er: Svarar kröfum tímans og er þar væntanlega vísað til þess að hin aldargamla lagadeild HÍ svari kröfum tímans, þótt gömul sé orðin.
Ég get hins vegar ekki orða bundist varðandi það að meðal framsögumanna er engin kona. Er þó a.m.k. helmingur laganema um þessar mundir konur og allmargar konur kenna nú í lagadeild HÍ sem og öðrum lagadeildum við háskólana á Íslandi.
Ætla mætti að þeir sem stóðu að skipulagi þessa málþings telji konur ekkert vitlegt geta haft til málanna að leggja þegar kemur að framtíðarhorfum lagakennslu hvað þá að þær geti tjáð sig um inntak, kosti og galla, þó þær séu jafnmargar körlunum í náminu. Sjálfsagt er það þó ekki svo. Skipuleggendurnir hafa einfaldlega ekki hugsað út í þetta.
Þetta er enn eitt dæmi um hugsunarleysi þegar kemur að jafnréttismálum. Kröfur tímans eru að konur og karlar komi sem jafnast að málum, líka á málþingum, ekki sist þegar talað er um framtíðarhorfur. Lagadeild Háskóla Íslands hefði átt að svara þeirri kröfu með því að skipuleggja þetta málþing með jafnari þátttöku beggja kynja í hlutverkum framsögumanna.
En kannski allar konur sem leitað var til hafi ekki treyst sér til að tala á svona málþingi. Er það ekki alltaf afsökunin sem gefin er?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 392370
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi