Leita í fréttum mbl.is

Umferðin í Reykjavík

MoggamyndÞessi mynd á forsíðu Morgunblaðsins i dag er athyglisverð. Hún sýnir tvennt. Óhemju þunga umferð inn í borgina að morgni dags (myndin er tekin kl. 8.59) - og nákvæmlega enga umferð útúr borginni á sama tíma. Þrjár akreinar útúr borginni eru auðar - og ónotaðar. Ég bjó um tíma í Washington DC. Þar er fyrirkomulag með þeim hætti að nokkrar af helstu umferðaræðunum inn í borgina og útúr henni eru notaðar í sömu áttina á annatímum. Ef þetta fyrirkomulag væri hér myndu sex akreinar vera á Miklubrautinni inn í bæinn á annatímanum á morgnana og sex akreinar vera útúr borginni á annatímanum síðdegis. Þetta eru örfáir klukkutímar á degi hverjum sem fyrirkomulagið yrði með þessum hætti - en það myndi létta verulega á umferðarþunganum á þessum tíma. Væri ekki tilvalið fyrir skipulagsyfirvöld að kanna hvort ná megi betri nýtingu á þau umferðarmannvirki sem við höfum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Bandarískir ökumenn eru mjög agaðir.  Það verður seint sagt um landann.  Því held ég að svona fyrirkomulag virki ekki hér.

Því miður!

Sveinn Ingi Lýðsson, 27.8.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Heldurðu að við gætum ekki lært?

Dögg Pálsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband