Leita í fréttum mbl.is

Langt seilst

Það eru áhugaverðar ábendingar Elviru Mendez, sérfræðings í Evrópurétti, um það með hvaða hætti EB hafi afgreitt Icesave-málið. Ekki er hægt að skilja orð hennar öðruvísi en svo að EB hafi seilst lengra en eðlilegt megi teljast. Ástæðan fyrir þessari framkomu EB virðist sú að þeir fórnuðu hagsmunum Íslands fyrir hagsmuni EB. EB hafði mikla hagsmuni af því að túlka greiðslutryggingartilskipunina með einum tilteknum hætti. Ísland varð fórnarlamb þeirrar túlkunar. Af hverju gat það ekki orðið okkur til framdráttar í samningunum? Fjármálaráðherra raunar kom inn á þennan punkt í ræðu sinni á borgarafundinum í Iðnó fyrir skömmu og taldi að stjórnvöld hér hefðu misst af mikilvægu tækifæri í þessu sambandi sl. haust. En spurningin er: Er alveg víst að þetta tækifæri sé framhjá okkur farið. Hvað var látið mikið á það reyna í Icesave-samningaviðræðunum?
mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Og er ekki líklegt að litla Ísland verði áfram "fórnarlamb" á borðum EB jafnvel þó að við göngum í bandalagið....? Alla vega íslenskur almenningur, en vissulega fá einhverjir stjórnmálamenn gild embætti og stöður innan EB. Snýst ekki málið fyrst og fremst um það?

Ómar Bjarki Smárason, 16.7.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband