Leita í fréttum mbl.is

Fagmennska?

Það er til fyrirmyndar að fundargerðir peningastefnunefndar skuli birtar með þeim hætti sem hér kemur fram. Umræðan og ákvarðanatakan vekur spurningar. Fram kemur að nefndarmenn töldu forsendur fyrir að lækka stýrivexti um 1,5 - 3,5 prósentustig. Seðlabankastjórinn virðist síðan draga eins og uppúr hatti 2,5% og gerir síðan formlega tillögu um að vextirnir lækki um það prósentustig. Af hverju lenti selabankastjóri í 2,5% en ekki í 3% eins og tveir nefndarmenn virðast hafa aðhyllst? Er þetta fagmennska? 
mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er sammála Dögg, að birting fundargerða Nefndarinnar er af hinu góða. Hins vegar þykir mér furðulegt að þær skuli ekki birtar fyrr en 2 vikum eftir fundi. Þarna er verið að fela upplýsingar sem ættu að vera aðgengilegar sem fyrst. Hins vegar ef maður þekkir hið torgreinda (discretional) eðli seðlabanka, þarf maður ekki að vera hissa á smá leynimakki.

Eitt af þeim atriðum fundargerðarinnar sem vekur furðu mína, er umfjöllun um væntingar heimilanna. Hefur almenningur forsendur til að leggja mat á verðbólgu langt fram í tímann og hvaða lærdóm ætlar Nefndin að draga af þessum væntingum ? Í fundargerðinni segir:

Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup á verðbólguvæntingum, sem var gerð á tímabilinu 26. til 31. mars 2009, vænta heimilin 17% verðbólgu næstu tólf mánuði, í samanburði við 14% í sams konar könnun sem var gerð í október 2008. Verðbólguvæntingar hafa aldrei mælst jafn háar í þessari könnun.

Heimili vænta þess að verðbólga verði 7% eftir tvö ár. Það eru óbreyttar væntingar frá könnuninni í október 2008.

Heimili telja verðbólgu nú vera 23%, sem er veruleg aukning frá viðhorfskönnuninni í mars 2009 þegar verðbólga var talin rétt rúmlega 15%. Hún er einnig mun meiri en mæld verðbólga, sem var 15,2% þegar könnunin var gerð.

Hefði Nefndin ekki átt að fá Pál Óskar Hjálmtýsson til að mæta á fundinn með krystal-kúluna sína ? Satt að segja finnst mér fagmenska Nefndarinnar ekki taka aðferð Páls Óskars langt fram.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.5.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 391632

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband