Þriðjudagur, 12. maí 2009
Hverjir biðja um uppboð?
Af fréttinni má ráða að Tollstjórinn og Reykjavíkurborg séu meðal þeirra sem oftast báðu um þau uppboð sem til umfjöllunar eru.
Tollstjórinn er að innheimta opinber gjöld. Hefur fjármálaráðuneytið engin fyrirmæli gefið um það að lina á innheimtu opinberra gjalda? Á að selja heimilin ofan af þeim sem skulda skatta? Gott væri að fá svör frá fjármálaráðherra um það hvaða reglur gilda hjá undirstofnunum hans og hvort það sé virkilega svo að þeim hafi ekkert verið breytt eftir hrunið.
Vonandi drífa fjölmiðlar í að skoða þetta sem og það hvort Reykjavíkurborg gangi svo hart fram í innheimtu fasteignagjalda að hún selji heimilin ofan af fólki fremur en að gefa kost á samningum eða tímabundinni frystingu.
Sex eignir á framhaldsuppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Árið er 2007 hjá Steingrími og Hönnu Birnu.Sem betur fer kom 2008 aldrei til þeirra.
Einar Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 09:34
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var opinberum innheimtumönnum gefin fyrirmæli um að lina innheimtuaðgerðir. Svo virðist sem menn hafi annað hvort ekki fengið skilaboðin eða þá að búið var að reyna "milduaðferðina" og menn ekki talið sig þurfa að bíða lengur.
Samkvæmt reglum ÍLS (og orðum Guðmundur Bjarnasonar) skal sjóðurinn ekki óska eftir nauðungarsölu. Þetta er því í augljósri mótsögn/andstöðu við það.
Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 09:51
Mig rámar í fréttir af því um daginn að þegar einn kröfuhafi á eign fari af stað, þá verði fyrri veðréttir að vera með til að gæta sinna hagsmuna. Minnir að það hafi verið Guðmundur hjá Íbúðalánasjóði sem hafi verið að útskýra að það sé bara við þær aðstæður sem ÍLS sé gerðarbeiðandi.
Mig gæti misminnt.
Elfur Logadóttir, 12.5.2009 kl. 10:04
Ég hef það eftir sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu að ekkert hafi verið slakað á í innheimtu vegna þess að ef hann fer ekki fram á uppboð komið aðrir kröfuhafar og "hirði sitt".
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 10:11
Mig undrar þessi tilmæli ráðamanna til stofnana. Þeir þurfa að setja skýrar verklagsreglur sem þessi smbætti verða skylduð til að fara eftir. Svona óljós tilmæli sem stundum komast bara til skila í gegnum fjölmiðlana gera ekkert gagn. OG þó ráðamenn beini tilmælum um hvippinn og hvappinn í gegnum fjölmiðlana þá taka þessar stofnanir ekkert mark á því...SKÝRAR SKRIFLEGAR VERKLAGSREGLUR verða að koma til sem og eftirlit með að þeim sé raunverulega framfylgt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 11:03
Skv. frétt Mbl er það Tollstjóri sem biður um framhaldsuppboð.Held að það kunni að vera af því að engin hefur samband og frestir eru að renna út en uppboð þarf að fara fram innan árs frá því fyrst er beðið um það.Einn biður um uppboð en hinir fylgja með sjálfkrafa jafnvel þó þeir vilji fresta.
Einar Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 11:56
Elfur, menn geta fylgt eftir án þess að óska eftir sölunni. Á þessu er munur.
Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 12:03
Marinó, en er það ekki eins og Einar segir, ef þú fylgir eftir, þá ertu tilgreindur sem einn af gerðarbeiðendum?
Ég verð að viðurkenna að ég hef litla reynslu af aðfarargerða- og gjaldþrotalöggjöfinni, hef hana hvorki persónulega né í mínu námi og á eftir að sitja réttindanámskeiðin þar sem yfir þetta verður farið. Þess vegna verð ég svolítið að stóla á reynslu annarra, en þetta er engu að síður minn skilningur (kannski ég fletti upp viðeigandi atriðum í bókarköflum og lagabálkum í kvöld milli Eurovision laga ;))
Elfur Logadóttir, 12.5.2009 kl. 14:26
Ég vil benda á það að svona innheimtur eiga sér upp undir ársfyrirvara svo þetta er að öllum líkindum ekkert tengt undanförnum stjórnum eða tíðarfarinu. Áður en út í þessar aðgerðir er farið þá er búið að reyna allt annað. Gjaldþrotabeiðnir og uppboð voru líka gerðar í góðæri.
Erla (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:28
Nauðungarsölur eru þvingunaraðgerð til að ýta á skuldara að borga, í mörgum tilfellum geta skuldararnir borgað eitthvað, en gera það ekki nema þeir séu beittir svona aðferðum. Að vísu er raunin sú að það er í mjög fáum tilfellum sem framhaldsuppboðið sjálft fer fram. Tollstjóri er gerðarbeiðandi í mörgum tilfellum, en er sömuleiðis líka virkur í að afturkalla sínar beiðnir ef skuldarar hafa samband og sýna einhvern samningsvilja.
Muddur, 12.5.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.